Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 10:30 Starfsfólk á sjúkrahúsi í Milton Keynes sést hér tilbúið til að taka á móti Bretum sem fluttir voru frá Wuhan á dögunum. vísir/getty Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem „alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Veiran, sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína, er ný tegund af kórónaveiru og er formlegt heiti hennar 2019-nCoV. Meiri en 40 þúsund manns hafa smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína, og rúmlega 900 hafa dáið vegna veirunnar, einnig langflestir í Kína. Fjöldi staðfestra tilfella í Bretlandi tvöfaldaðist um helgina, fór úr fjórum í átta, þegar þrír menn og ein kona greindust með veiruna í Brighton. Er fólkið nú í sóttkví á spítala í London. Nýju aðgerðirnar sem bresk stjórnvöld kynntu í dag fela það meðal annars í sér að heilbrigðisyfirvöld geta þvingað fólk sem greinist með Wuhan-veiruna í sóttkví. Þá yrðu einstaklingarnir ekki frjálsir ferða sinna. Ef smituð manneskja er síðan talin ógn við lýðheilsu geta yfirvöld þvingað viðkomandi í einangrun. „Smit vegna nýju kórónaveirunnar er alvarleg og yfirvofandi ógn við lýðheilsu,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, í morgun. Aðgerðir breskra yfirvalda nú koma í kjölfar fregna af því að breskur maður sem smitaðist af Wuhan-veirunni á viðskiptaráðstefnu í Singapúr sé tengdur við að minnsta kosti sjö önnur staðfest smit í Englandi, Frakklandi og á Spáni. Tilfellin fjögur sem staðfest voru í Bretlandi í dag tengjast þannig manninum. Fólkið smitaðist í Frakklandi þar sem maðurinn heimsótti skíðahótel í Ölpunum nærri Mont Blanc áður en hann sneri heim til Bretlands með flugi easy Jet frá Genf til Gatwick-flugvallar þann 28. janúar. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem „alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Veiran, sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína, er ný tegund af kórónaveiru og er formlegt heiti hennar 2019-nCoV. Meiri en 40 þúsund manns hafa smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína, og rúmlega 900 hafa dáið vegna veirunnar, einnig langflestir í Kína. Fjöldi staðfestra tilfella í Bretlandi tvöfaldaðist um helgina, fór úr fjórum í átta, þegar þrír menn og ein kona greindust með veiruna í Brighton. Er fólkið nú í sóttkví á spítala í London. Nýju aðgerðirnar sem bresk stjórnvöld kynntu í dag fela það meðal annars í sér að heilbrigðisyfirvöld geta þvingað fólk sem greinist með Wuhan-veiruna í sóttkví. Þá yrðu einstaklingarnir ekki frjálsir ferða sinna. Ef smituð manneskja er síðan talin ógn við lýðheilsu geta yfirvöld þvingað viðkomandi í einangrun. „Smit vegna nýju kórónaveirunnar er alvarleg og yfirvofandi ógn við lýðheilsu,“ sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, í morgun. Aðgerðir breskra yfirvalda nú koma í kjölfar fregna af því að breskur maður sem smitaðist af Wuhan-veirunni á viðskiptaráðstefnu í Singapúr sé tengdur við að minnsta kosti sjö önnur staðfest smit í Englandi, Frakklandi og á Spáni. Tilfellin fjögur sem staðfest voru í Bretlandi í dag tengjast þannig manninum. Fólkið smitaðist í Frakklandi þar sem maðurinn heimsótti skíðahótel í Ölpunum nærri Mont Blanc áður en hann sneri heim til Bretlands með flugi easy Jet frá Genf til Gatwick-flugvallar þann 28. janúar.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira