Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 14:53 Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída-ríkis, kom að gerð skýrslunnar. VÍSIR/AP Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Það sem meira er, aðstandendum síðunnar var líklega fullljóst að þeir væru að liðsinna rússnesku leyniþjónustunni við tilraunir hennar til að grafa undan trú Bandaríkjamanna á kosningakerfinu og Hillary Clinton forsetaframbjóðanda - og um leið stuðla að kjöri Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokabindi skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Greinendur segja lokabindið það eina sem nokkur sátt ríkti um meðal meðlima nefndarinnar, en Demókratarnir og Repúblikanarnir sem hana skipa höfðu tekist hatrammlega á um fyrri bindi skýrslunnar. Marco Rubio, öldungadeldarþingmaður fyrir Repúblikana, segir þannig í yfirlýsingu að niðurstöður nefndarinnar séu sláandi. „Við fundum óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar,“ segir Rubio en bætir við að nefndin hafi ekki séð neitt sem benti til þess að kosningalið Trumps hafi tekið beinan þátt í þeim tilraunun. Engu að síður segir Mark Warner, varaformaður nefndarinnar, að skýrslan sýni að fulltrúar rússneskra stjórnvalda og meðlimir í kosningastjórn Trumps hafi átt í reglulegum samskiptum. Í því samhhengi er sérstaklega minnst á Paul Manafort, kosningastjóra Trumps, sem fundaði með rússneskum auðmanni í baráttunni og eftir að Trump var kjörinn. Framganga Manafort hafi varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna, en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í mars í fyrra m.a. fyrir að ljúga að rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings. Pútín fyrirskipað tölvuárás Að sögn Reuters ber skýrslan einnig með sér að bandarísk stjórnvöld og Hvíta húsið hafi torveldað og dregið lappirnar í rannsókninni á tilraunum Rússa til að grafa undan kosningunum 2016. Þá hafi Vladimír Pútín Rússlandsforseti verið fullmeðvitaður um tilraunir landa sinna til að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar, hann hafi hreinlega fyrirskipað þær. Það hafi þannig verið ákvörðun Pútíns að hakka sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda flokksþingsins 2016 og leka þaðan margvíslegum samskiptum háttsettra Demókrata. Þau báru meðal annars með sér að flokkurinn hafði litla trú á mótframbjóðanda Clinton, Bernie Sanders, og beitti sér gegn honum í forvalinu. Þá fær rannsókn Alríkislögreglunnar (FBI) sína gagnrýni í skýrslunni. Samskipti Demókrataflokksins og FBI eftir fyrrnefnda tölvuárás hafi ekki verið ákjósanleg, sem og meðhöndlun FBI á Steele-skýrslunni svokölluðu. Lokabindi skýrslunnar má nálgast hér. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump WikiLeaks Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Það sem meira er, aðstandendum síðunnar var líklega fullljóst að þeir væru að liðsinna rússnesku leyniþjónustunni við tilraunir hennar til að grafa undan trú Bandaríkjamanna á kosningakerfinu og Hillary Clinton forsetaframbjóðanda - og um leið stuðla að kjöri Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokabindi skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Greinendur segja lokabindið það eina sem nokkur sátt ríkti um meðal meðlima nefndarinnar, en Demókratarnir og Repúblikanarnir sem hana skipa höfðu tekist hatrammlega á um fyrri bindi skýrslunnar. Marco Rubio, öldungadeldarþingmaður fyrir Repúblikana, segir þannig í yfirlýsingu að niðurstöður nefndarinnar séu sláandi. „Við fundum óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar,“ segir Rubio en bætir við að nefndin hafi ekki séð neitt sem benti til þess að kosningalið Trumps hafi tekið beinan þátt í þeim tilraunun. Engu að síður segir Mark Warner, varaformaður nefndarinnar, að skýrslan sýni að fulltrúar rússneskra stjórnvalda og meðlimir í kosningastjórn Trumps hafi átt í reglulegum samskiptum. Í því samhhengi er sérstaklega minnst á Paul Manafort, kosningastjóra Trumps, sem fundaði með rússneskum auðmanni í baráttunni og eftir að Trump var kjörinn. Framganga Manafort hafi varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna, en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í mars í fyrra m.a. fyrir að ljúga að rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings. Pútín fyrirskipað tölvuárás Að sögn Reuters ber skýrslan einnig með sér að bandarísk stjórnvöld og Hvíta húsið hafi torveldað og dregið lappirnar í rannsókninni á tilraunum Rússa til að grafa undan kosningunum 2016. Þá hafi Vladimír Pútín Rússlandsforseti verið fullmeðvitaður um tilraunir landa sinna til að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar, hann hafi hreinlega fyrirskipað þær. Það hafi þannig verið ákvörðun Pútíns að hakka sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda flokksþingsins 2016 og leka þaðan margvíslegum samskiptum háttsettra Demókrata. Þau báru meðal annars með sér að flokkurinn hafði litla trú á mótframbjóðanda Clinton, Bernie Sanders, og beitti sér gegn honum í forvalinu. Þá fær rannsókn Alríkislögreglunnar (FBI) sína gagnrýni í skýrslunni. Samskipti Demókrataflokksins og FBI eftir fyrrnefnda tölvuárás hafi ekki verið ákjósanleg, sem og meðhöndlun FBI á Steele-skýrslunni svokölluðu. Lokabindi skýrslunnar má nálgast hér.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump WikiLeaks Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira