Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 14:14 Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó í dag. Hér er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að fara yfir stöðuna með sínu fólki. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig segist hlynntur verkfallsaðgerðum þess í Reykjavík en um fjórðungur er þeim andvígur. Meiri stuðningur er við aðgerðirnar á meðal kvenna en karla og þær eru vinsælli utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg hefur staðið frá því á mánudag í síðustu viku en áður hafði félagið staðið fyrir tímabundnum vinnustöðvunum. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Eflingu kemur fram að um 56% svarenda séu annað hvort mjög eða fremur hlynnt aðgerðunum. Um 24,9% sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg þeim. Varðandi launadeilu Eflingar við borgina almennt sögðu 58,8% ýmis styðja félagið að öllu eða miklu leyti. Rúmur fimmtungur sagðist að litlu eða engu leyti fylgjandi Eflingu í deilunni. Samninganefnd Eflingar á fundi hjá sáttasemjara sem boðað var til klukkan 15 í dag.Vísir/JóiK Töluverður munur var á afstöðu kynjanna í könnuninni. Þannig sögðust 64,7% kvenna fylgjandi verkfallsaðgerðunum en 47,6% karla. Tæpur þriðjungur karla var aðgerðunum mótfallinn en aðeins rúm 17% kvenna. Af þeim svarendum sem búa í Reykjavík sögðust 54,8% hlynnt verkföllunum en 26,6% á móti. Fleiri voru andvígir verkföllunum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, 30,8%. Stuðningur við aðgerðirnar var almennur óháð tekjuhópum. Mestur var stuðningurinn á meðal þeirra sem voru með lægri heimilistekjur en 400.000 krónur á mánuði, 75,8%. Aðeins á meðal þeirra sem voru með 1,2 milljónir króna í heimilistekjur á mánuði var hlutfall þeirra sem voru hlynntir og andvígir aðgerðunum nánast það sama, 40,4% fylgjandi en 41,1% mótfallið. Þegar litið var til stuðnings svarenda við stjórnmálaflokka reyndust píratar eindregnustu stuðningsmenn aðgerða Eflingar. Tæpt 81% þeirra sem sögðust ætla að kjósa Pírata í næstu Alþingiskosningum sögðust einnig styðja verkfallsaðgerðirnar en aðeins 2,1% var þeim andvígt. Aðeins á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar voru fleiri á móti verkföllunum en fylgjandi. Um 30% sjálfstæðismanna eru hlynntir aðgerðunum en 49,4% andvíg og af viðreisnarfólki sögðust 37,9% fylgjandi aðgerðunum en 46,2% andvíg. Kjaramál Reykjavík Skoðanakannanir Verkföll 2020 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig segist hlynntur verkfallsaðgerðum þess í Reykjavík en um fjórðungur er þeim andvígur. Meiri stuðningur er við aðgerðirnar á meðal kvenna en karla og þær eru vinsælli utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg hefur staðið frá því á mánudag í síðustu viku en áður hafði félagið staðið fyrir tímabundnum vinnustöðvunum. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Eflingu kemur fram að um 56% svarenda séu annað hvort mjög eða fremur hlynnt aðgerðunum. Um 24,9% sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg þeim. Varðandi launadeilu Eflingar við borgina almennt sögðu 58,8% ýmis styðja félagið að öllu eða miklu leyti. Rúmur fimmtungur sagðist að litlu eða engu leyti fylgjandi Eflingu í deilunni. Samninganefnd Eflingar á fundi hjá sáttasemjara sem boðað var til klukkan 15 í dag.Vísir/JóiK Töluverður munur var á afstöðu kynjanna í könnuninni. Þannig sögðust 64,7% kvenna fylgjandi verkfallsaðgerðunum en 47,6% karla. Tæpur þriðjungur karla var aðgerðunum mótfallinn en aðeins rúm 17% kvenna. Af þeim svarendum sem búa í Reykjavík sögðust 54,8% hlynnt verkföllunum en 26,6% á móti. Fleiri voru andvígir verkföllunum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, 30,8%. Stuðningur við aðgerðirnar var almennur óháð tekjuhópum. Mestur var stuðningurinn á meðal þeirra sem voru með lægri heimilistekjur en 400.000 krónur á mánuði, 75,8%. Aðeins á meðal þeirra sem voru með 1,2 milljónir króna í heimilistekjur á mánuði var hlutfall þeirra sem voru hlynntir og andvígir aðgerðunum nánast það sama, 40,4% fylgjandi en 41,1% mótfallið. Þegar litið var til stuðnings svarenda við stjórnmálaflokka reyndust píratar eindregnustu stuðningsmenn aðgerða Eflingar. Tæpt 81% þeirra sem sögðust ætla að kjósa Pírata í næstu Alþingiskosningum sögðust einnig styðja verkfallsaðgerðirnar en aðeins 2,1% var þeim andvígt. Aðeins á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar voru fleiri á móti verkföllunum en fylgjandi. Um 30% sjálfstæðismanna eru hlynntir aðgerðunum en 49,4% andvíg og af viðreisnarfólki sögðust 37,9% fylgjandi aðgerðunum en 46,2% andvíg.
Kjaramál Reykjavík Skoðanakannanir Verkföll 2020 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira