Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 14:14 Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó í dag. Hér er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að fara yfir stöðuna með sínu fólki. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig segist hlynntur verkfallsaðgerðum þess í Reykjavík en um fjórðungur er þeim andvígur. Meiri stuðningur er við aðgerðirnar á meðal kvenna en karla og þær eru vinsælli utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg hefur staðið frá því á mánudag í síðustu viku en áður hafði félagið staðið fyrir tímabundnum vinnustöðvunum. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Eflingu kemur fram að um 56% svarenda séu annað hvort mjög eða fremur hlynnt aðgerðunum. Um 24,9% sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg þeim. Varðandi launadeilu Eflingar við borgina almennt sögðu 58,8% ýmis styðja félagið að öllu eða miklu leyti. Rúmur fimmtungur sagðist að litlu eða engu leyti fylgjandi Eflingu í deilunni. Samninganefnd Eflingar á fundi hjá sáttasemjara sem boðað var til klukkan 15 í dag.Vísir/JóiK Töluverður munur var á afstöðu kynjanna í könnuninni. Þannig sögðust 64,7% kvenna fylgjandi verkfallsaðgerðunum en 47,6% karla. Tæpur þriðjungur karla var aðgerðunum mótfallinn en aðeins rúm 17% kvenna. Af þeim svarendum sem búa í Reykjavík sögðust 54,8% hlynnt verkföllunum en 26,6% á móti. Fleiri voru andvígir verkföllunum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, 30,8%. Stuðningur við aðgerðirnar var almennur óháð tekjuhópum. Mestur var stuðningurinn á meðal þeirra sem voru með lægri heimilistekjur en 400.000 krónur á mánuði, 75,8%. Aðeins á meðal þeirra sem voru með 1,2 milljónir króna í heimilistekjur á mánuði var hlutfall þeirra sem voru hlynntir og andvígir aðgerðunum nánast það sama, 40,4% fylgjandi en 41,1% mótfallið. Þegar litið var til stuðnings svarenda við stjórnmálaflokka reyndust píratar eindregnustu stuðningsmenn aðgerða Eflingar. Tæpt 81% þeirra sem sögðust ætla að kjósa Pírata í næstu Alþingiskosningum sögðust einnig styðja verkfallsaðgerðirnar en aðeins 2,1% var þeim andvígt. Aðeins á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar voru fleiri á móti verkföllunum en fylgjandi. Um 30% sjálfstæðismanna eru hlynntir aðgerðunum en 49,4% andvíg og af viðreisnarfólki sögðust 37,9% fylgjandi aðgerðunum en 46,2% andvíg. Kjaramál Reykjavík Skoðanakannanir Verkföll 2020 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Ríflega helmingur svarenda í skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig segist hlynntur verkfallsaðgerðum þess í Reykjavík en um fjórðungur er þeim andvígur. Meiri stuðningur er við aðgerðirnar á meðal kvenna en karla og þær eru vinsælli utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks hjá Reykjavíkurborg hefur staðið frá því á mánudag í síðustu viku en áður hafði félagið staðið fyrir tímabundnum vinnustöðvunum. Í könnun sem Maskína gerði fyrir Eflingu kemur fram að um 56% svarenda séu annað hvort mjög eða fremur hlynnt aðgerðunum. Um 24,9% sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg þeim. Varðandi launadeilu Eflingar við borgina almennt sögðu 58,8% ýmis styðja félagið að öllu eða miklu leyti. Rúmur fimmtungur sagðist að litlu eða engu leyti fylgjandi Eflingu í deilunni. Samninganefnd Eflingar á fundi hjá sáttasemjara sem boðað var til klukkan 15 í dag.Vísir/JóiK Töluverður munur var á afstöðu kynjanna í könnuninni. Þannig sögðust 64,7% kvenna fylgjandi verkfallsaðgerðunum en 47,6% karla. Tæpur þriðjungur karla var aðgerðunum mótfallinn en aðeins rúm 17% kvenna. Af þeim svarendum sem búa í Reykjavík sögðust 54,8% hlynnt verkföllunum en 26,6% á móti. Fleiri voru andvígir verkföllunum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, 30,8%. Stuðningur við aðgerðirnar var almennur óháð tekjuhópum. Mestur var stuðningurinn á meðal þeirra sem voru með lægri heimilistekjur en 400.000 krónur á mánuði, 75,8%. Aðeins á meðal þeirra sem voru með 1,2 milljónir króna í heimilistekjur á mánuði var hlutfall þeirra sem voru hlynntir og andvígir aðgerðunum nánast það sama, 40,4% fylgjandi en 41,1% mótfallið. Þegar litið var til stuðnings svarenda við stjórnmálaflokka reyndust píratar eindregnustu stuðningsmenn aðgerða Eflingar. Tæpt 81% þeirra sem sögðust ætla að kjósa Pírata í næstu Alþingiskosningum sögðust einnig styðja verkfallsaðgerðirnar en aðeins 2,1% var þeim andvígt. Aðeins á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar voru fleiri á móti verkföllunum en fylgjandi. Um 30% sjálfstæðismanna eru hlynntir aðgerðunum en 49,4% andvíg og af viðreisnarfólki sögðust 37,9% fylgjandi aðgerðunum en 46,2% andvíg.
Kjaramál Reykjavík Skoðanakannanir Verkföll 2020 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira