Forsætisráðherra Malasíu segir af sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 07:36 Mahathir Mohamad hefur lengi verið áberandi í malasískum stjórnmálum. vísir/getty Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, hefur sagt af sér. Að því er fram kemur á vef Guardian kemur afsögn hans í kjölfar ásakana um að hann hafi svikið loforð um að færa völdin til arftaka síns, Anwar Ibrahim. Mahathir er 94 ára gamall og elsti forsætisráðherra heims. Hann vann óvæntan sigur í þingkosningum í Malasíu árið 2018 eftir að mikið spillingarmál skók UMNO-flokkinn (United Malays National Organisation) sem verið hafði verið við völd í landinu í áratugi. Mahathir fór fram í kosningunum 2018 fyrir Bersatu-flokkinn. Anwar, sem áður hafði verið pólitískur andstæðingur Mahathir, myndaði bandalag með honum í kosningunum 2018 gegn loforði um að hann yrði forsætisráðherra síðar á kjörtímabilinu. Ekki er ljóst hvort að afsögn Mahathir nú leiði til þess að boðað verði til kosninga í landinu en Anwar setti fram ásakanir sínar um svikin loforð eftir að fulltrúar úr bandalagi þeirra Mahathir funduðu með félögum úr UMNO-flokknum um helgina. Sagði Anwar að flokkur Mahathir og svikarar sem þar væru, væru að skipuleggja breytingar á bandalaginu sem á endanum myndi þýða að hann fengi ekki forsætisráðherrastólinn. „Við vitum að það er verið að reyna að brjóta niður PH-bandalagið og mynda nýja ríkisstjórn,“ sagði Anwar en PH stendur fyrir Pakatan Harape eða Vonarbandalagið. Mahathir hefur lengi verið áberandi í malasískum stjórnmálum. Hann var leiðtogi UMNO-flokksins frá 1981 til 2003 og forsætisráðherra Malasíu á sama tímabili. Malasía Tengdar fréttir Réttað yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu Hann er sakaður um að hafa skotið undan tugum milljarða króna úr opinberum fjárfestingarsjóði. 3. apríl 2019 08:38 Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30 Selja illa fengna snekkju Jho Low með helmingsafslætti Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. 3. apríl 2019 12:12 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, hefur sagt af sér. Að því er fram kemur á vef Guardian kemur afsögn hans í kjölfar ásakana um að hann hafi svikið loforð um að færa völdin til arftaka síns, Anwar Ibrahim. Mahathir er 94 ára gamall og elsti forsætisráðherra heims. Hann vann óvæntan sigur í þingkosningum í Malasíu árið 2018 eftir að mikið spillingarmál skók UMNO-flokkinn (United Malays National Organisation) sem verið hafði verið við völd í landinu í áratugi. Mahathir fór fram í kosningunum 2018 fyrir Bersatu-flokkinn. Anwar, sem áður hafði verið pólitískur andstæðingur Mahathir, myndaði bandalag með honum í kosningunum 2018 gegn loforði um að hann yrði forsætisráðherra síðar á kjörtímabilinu. Ekki er ljóst hvort að afsögn Mahathir nú leiði til þess að boðað verði til kosninga í landinu en Anwar setti fram ásakanir sínar um svikin loforð eftir að fulltrúar úr bandalagi þeirra Mahathir funduðu með félögum úr UMNO-flokknum um helgina. Sagði Anwar að flokkur Mahathir og svikarar sem þar væru, væru að skipuleggja breytingar á bandalaginu sem á endanum myndi þýða að hann fengi ekki forsætisráðherrastólinn. „Við vitum að það er verið að reyna að brjóta niður PH-bandalagið og mynda nýja ríkisstjórn,“ sagði Anwar en PH stendur fyrir Pakatan Harape eða Vonarbandalagið. Mahathir hefur lengi verið áberandi í malasískum stjórnmálum. Hann var leiðtogi UMNO-flokksins frá 1981 til 2003 og forsætisráðherra Malasíu á sama tímabili.
Malasía Tengdar fréttir Réttað yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu Hann er sakaður um að hafa skotið undan tugum milljarða króna úr opinberum fjárfestingarsjóði. 3. apríl 2019 08:38 Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30 Selja illa fengna snekkju Jho Low með helmingsafslætti Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. 3. apríl 2019 12:12 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Réttað yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu Hann er sakaður um að hafa skotið undan tugum milljarða króna úr opinberum fjárfestingarsjóði. 3. apríl 2019 08:38
Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30
Selja illa fengna snekkju Jho Low með helmingsafslætti Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. 3. apríl 2019 12:12