Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 07:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. vísir/getty Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. Liverpool hefur átt sögulega gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni en tapaði sínum fyrsta leik þar þegar liðið mætti Watford. Liðið tapaði einnig fyrri leik sínum við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu, og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Chelsea í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld. Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að tapa einhverri trú á sínu liði eftir tapið á laugardag: „Ég efast ekki hið minnsta um karakter strákanna og þá væri ég líka algjör hálfviti því þeir hafa unnið sér inn fyrir mínu trausti, minni trú, og missa hana ekki með einum slæmum leik,“ sagði Klopp í gær. „Það getur alveg gerst að ég reiðist en ég var ekki reiður við leikmennina á þessum fundi [á æfingasvæði Liverpool á sunnudag]. Ef ég hefði farið á þennan fund og öskrað á þá eins og þeir hefðu tapað síðsutu tíu leikjum vegna slæms hugarfars þá væri það mjög furðulegt. Ég er ekki að reyna að láta mér líða betur eftir þessa fundi. Ég vil bara að strákarnir fái réttar upplýsingar,“ sagði Klopp, og benti á hve óvenjulegri stöðu Liverpool væri í í ensku úrvalsdeildinni. „Aðstæðurnar sem við erum í eru mjög sérstakar. Hver getur ráðlagt okkur? Get ég sagt að svona verðum við að gera hlutina vegna þess að ég hafi verið í þessari stöðu 20 sinnum áður og þá hafi þessi aðferð alltaf virkað? Nei. Ég hef aldrei verið í svona stöðu. Við fórum í gegnum ótrúlega langa hrinu leikja með mögnuðum frammistöðum, stórkostlegum fótbolta, glæsilegum mörkum og frábærum árangri fram að þessum tímapunkti,“ sagði Klopp. Leikur Chelsea og Liverpool hefst kl. 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45 „Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. Liverpool hefur átt sögulega gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni en tapaði sínum fyrsta leik þar þegar liðið mætti Watford. Liðið tapaði einnig fyrri leik sínum við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu, og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Chelsea í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld. Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að tapa einhverri trú á sínu liði eftir tapið á laugardag: „Ég efast ekki hið minnsta um karakter strákanna og þá væri ég líka algjör hálfviti því þeir hafa unnið sér inn fyrir mínu trausti, minni trú, og missa hana ekki með einum slæmum leik,“ sagði Klopp í gær. „Það getur alveg gerst að ég reiðist en ég var ekki reiður við leikmennina á þessum fundi [á æfingasvæði Liverpool á sunnudag]. Ef ég hefði farið á þennan fund og öskrað á þá eins og þeir hefðu tapað síðsutu tíu leikjum vegna slæms hugarfars þá væri það mjög furðulegt. Ég er ekki að reyna að láta mér líða betur eftir þessa fundi. Ég vil bara að strákarnir fái réttar upplýsingar,“ sagði Klopp, og benti á hve óvenjulegri stöðu Liverpool væri í í ensku úrvalsdeildinni. „Aðstæðurnar sem við erum í eru mjög sérstakar. Hver getur ráðlagt okkur? Get ég sagt að svona verðum við að gera hlutina vegna þess að ég hafi verið í þessari stöðu 20 sinnum áður og þá hafi þessi aðferð alltaf virkað? Nei. Ég hef aldrei verið í svona stöðu. Við fórum í gegnum ótrúlega langa hrinu leikja með mögnuðum frammistöðum, stórkostlegum fótbolta, glæsilegum mörkum og frábærum árangri fram að þessum tímapunkti,“ sagði Klopp. Leikur Chelsea og Liverpool hefst kl. 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45 „Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45
Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45
„Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00