Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2020 12:45 Frá Bragðavöllum í Hamarsfirði. Fjósið og hlaðan, sem búið er að breyta í veitingastað, til hægri. Smáhýsin fjær, íbúðarhúsið til vinstri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búháttabreytingin á Bragðavöllum í botni Hamarsfjarðar er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar bjóða bræðurnir Ingi og Eiður Ragnarssynir ferðamönnum gistingu í smáhýsum. Jafnframt hefur gamla fjósinu og hlöðunni verið breytt í veitingastað. „Það er nú bara hobbí-búskapur hérna núna. Það eru orðin hátt í tuttugu ár núna frá því þau hættu að búa hérna, mamma og pabbi, og þetta tók bara við,“ segir Ingi í þættinum Um land allt á Stöð 2. Ingi Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi á Bragðavöllum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bræðurnir byrjuðu með fyrstu þrjú smáhýsin árið 2014. Húsin eru núna orðin átta talsins með samtals 44 rúmum. Veitingasalurinn í gömlu útihúsunum tekur um eitthundrað manns í sæti. Ingi segir þó á mörkunum að þetta teljist heilsársrekstur. Veitingastaðurinn er aðeins opinn á sumrin, frá miðjum maí fram í miðjan september. Gistingin er opin allt árið en Ingi segir lítið um að vera yfir veturinn. Sumarið haldi þessu uppi. Þar sem áður voru kýr á básum og hlaða eru núna veitingasalir fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hefðbundinn búskapur í sveitunum sunnan Djúpavogs er raunar orðinn hverfandi. „Það eru ekki margir bæir hérna eftir, til dæmis í Álftafirðinum, með búskap. Það var einn að hætta núna hérna í haust, á Blábjörgum. Þeim fer fækkandi. En vonandi að þessi bissniss geti haldið lífi í sveitunum. Það er bara mjög gott mál, þannig að þetta leggist ekki alveg í eyði.“ Bragðavellir eru í fagurri fjallaumgjörð Hamarsfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. -En sýnist ykkur að þetta geti haldið lífi.. „Þetta heldur klárlega lífi í sveitunum.“ Þetta var fyrri þáttur af tveimur um Djúpavog. Seinni þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 á mánudagskvöld kl. 19.10. Hér má sjá viðtalsbrot frá Bragðavöllum: Byggðamál Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Búháttabreytingin á Bragðavöllum í botni Hamarsfjarðar er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar bjóða bræðurnir Ingi og Eiður Ragnarssynir ferðamönnum gistingu í smáhýsum. Jafnframt hefur gamla fjósinu og hlöðunni verið breytt í veitingastað. „Það er nú bara hobbí-búskapur hérna núna. Það eru orðin hátt í tuttugu ár núna frá því þau hættu að búa hérna, mamma og pabbi, og þetta tók bara við,“ segir Ingi í þættinum Um land allt á Stöð 2. Ingi Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi á Bragðavöllum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bræðurnir byrjuðu með fyrstu þrjú smáhýsin árið 2014. Húsin eru núna orðin átta talsins með samtals 44 rúmum. Veitingasalurinn í gömlu útihúsunum tekur um eitthundrað manns í sæti. Ingi segir þó á mörkunum að þetta teljist heilsársrekstur. Veitingastaðurinn er aðeins opinn á sumrin, frá miðjum maí fram í miðjan september. Gistingin er opin allt árið en Ingi segir lítið um að vera yfir veturinn. Sumarið haldi þessu uppi. Þar sem áður voru kýr á básum og hlaða eru núna veitingasalir fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hefðbundinn búskapur í sveitunum sunnan Djúpavogs er raunar orðinn hverfandi. „Það eru ekki margir bæir hérna eftir, til dæmis í Álftafirðinum, með búskap. Það var einn að hætta núna hérna í haust, á Blábjörgum. Þeim fer fækkandi. En vonandi að þessi bissniss geti haldið lífi í sveitunum. Það er bara mjög gott mál, þannig að þetta leggist ekki alveg í eyði.“ Bragðavellir eru í fagurri fjallaumgjörð Hamarsfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. -En sýnist ykkur að þetta geti haldið lífi.. „Þetta heldur klárlega lífi í sveitunum.“ Þetta var fyrri þáttur af tveimur um Djúpavog. Seinni þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 á mánudagskvöld kl. 19.10. Hér má sjá viðtalsbrot frá Bragðavöllum:
Byggðamál Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30