Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2020 12:45 Frá Bragðavöllum í Hamarsfirði. Fjósið og hlaðan, sem búið er að breyta í veitingastað, til hægri. Smáhýsin fjær, íbúðarhúsið til vinstri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búháttabreytingin á Bragðavöllum í botni Hamarsfjarðar er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar bjóða bræðurnir Ingi og Eiður Ragnarssynir ferðamönnum gistingu í smáhýsum. Jafnframt hefur gamla fjósinu og hlöðunni verið breytt í veitingastað. „Það er nú bara hobbí-búskapur hérna núna. Það eru orðin hátt í tuttugu ár núna frá því þau hættu að búa hérna, mamma og pabbi, og þetta tók bara við,“ segir Ingi í þættinum Um land allt á Stöð 2. Ingi Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi á Bragðavöllum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bræðurnir byrjuðu með fyrstu þrjú smáhýsin árið 2014. Húsin eru núna orðin átta talsins með samtals 44 rúmum. Veitingasalurinn í gömlu útihúsunum tekur um eitthundrað manns í sæti. Ingi segir þó á mörkunum að þetta teljist heilsársrekstur. Veitingastaðurinn er aðeins opinn á sumrin, frá miðjum maí fram í miðjan september. Gistingin er opin allt árið en Ingi segir lítið um að vera yfir veturinn. Sumarið haldi þessu uppi. Þar sem áður voru kýr á básum og hlaða eru núna veitingasalir fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hefðbundinn búskapur í sveitunum sunnan Djúpavogs er raunar orðinn hverfandi. „Það eru ekki margir bæir hérna eftir, til dæmis í Álftafirðinum, með búskap. Það var einn að hætta núna hérna í haust, á Blábjörgum. Þeim fer fækkandi. En vonandi að þessi bissniss geti haldið lífi í sveitunum. Það er bara mjög gott mál, þannig að þetta leggist ekki alveg í eyði.“ Bragðavellir eru í fagurri fjallaumgjörð Hamarsfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. -En sýnist ykkur að þetta geti haldið lífi.. „Þetta heldur klárlega lífi í sveitunum.“ Þetta var fyrri þáttur af tveimur um Djúpavog. Seinni þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 á mánudagskvöld kl. 19.10. Hér má sjá viðtalsbrot frá Bragðavöllum: Byggðamál Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Búháttabreytingin á Bragðavöllum í botni Hamarsfjarðar er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar bjóða bræðurnir Ingi og Eiður Ragnarssynir ferðamönnum gistingu í smáhýsum. Jafnframt hefur gamla fjósinu og hlöðunni verið breytt í veitingastað. „Það er nú bara hobbí-búskapur hérna núna. Það eru orðin hátt í tuttugu ár núna frá því þau hættu að búa hérna, mamma og pabbi, og þetta tók bara við,“ segir Ingi í þættinum Um land allt á Stöð 2. Ingi Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi á Bragðavöllum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bræðurnir byrjuðu með fyrstu þrjú smáhýsin árið 2014. Húsin eru núna orðin átta talsins með samtals 44 rúmum. Veitingasalurinn í gömlu útihúsunum tekur um eitthundrað manns í sæti. Ingi segir þó á mörkunum að þetta teljist heilsársrekstur. Veitingastaðurinn er aðeins opinn á sumrin, frá miðjum maí fram í miðjan september. Gistingin er opin allt árið en Ingi segir lítið um að vera yfir veturinn. Sumarið haldi þessu uppi. Þar sem áður voru kýr á básum og hlaða eru núna veitingasalir fyrir ferðamenn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hefðbundinn búskapur í sveitunum sunnan Djúpavogs er raunar orðinn hverfandi. „Það eru ekki margir bæir hérna eftir, til dæmis í Álftafirðinum, með búskap. Það var einn að hætta núna hérna í haust, á Blábjörgum. Þeim fer fækkandi. En vonandi að þessi bissniss geti haldið lífi í sveitunum. Það er bara mjög gott mál, þannig að þetta leggist ekki alveg í eyði.“ Bragðavellir eru í fagurri fjallaumgjörð Hamarsfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. -En sýnist ykkur að þetta geti haldið lífi.. „Þetta heldur klárlega lífi í sveitunum.“ Þetta var fyrri þáttur af tveimur um Djúpavog. Seinni þátturinn verður frumsýndur á Stöð 2 á mánudagskvöld kl. 19.10. Hér má sjá viðtalsbrot frá Bragðavöllum:
Byggðamál Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30