Lamaður Blake handjárnaður við sjúkrarúmið Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 16:35 Frá mótmælum í Kenosha í gær. AP/Morry Gash Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. Í samtali við Chicago Sun Times segir faðir Jacob Blake, sem heitir einnig Jacob Blake, að hann hati að sonur sinn sé handjárnaður við rúmið. „Hann getur ekki farið neitt. Af hverju þarf hann að vera handjárnaður við rúmið?“ Ríkisstjóri Wisconsin hefur lýst því yfir að honum þyki ekki rétt að Blake sé handjárnaður á sjúkrahúsinu. Blake, sá yngri, var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna í borginni Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Skotinn í návígi Myndbönd af vettvangi sýna að lögregluþjónar reyndu að skjóta hann með rafbyssu en það gekk ekki eftir. Blake gakk þá að bíl sínum, opnaði hurðina við bílstjórasætið og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði þá í bol Blake og skaut hann sjö sinnum í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Enn liggur ekki fyrir að fullu af hverju lögregluþjónarnir voru kallaðir á vettvang. Það sem vitað er að kona hringdi í Neyðarlínuna og sagði að Blake væri einhvers staðar þar sem hann ætti ekki að vera og að hann hefði tekið lykla og neitaði að skila þeim. Sagði Blake reyna að fara Blake hafði verið eftirlýstur frá því í maí, samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel. Lögregluþjónarnir sem sendir voru á vettvang voru varaðir við því að heimilisfangið tengdist eftirlýstum manni. Konan sem hringdi í Neyðarlínuna sagði einnig að Blake væri að reyna að fara og í kjölfar þess bar lögregluþjóna að garði. Alls mættu þrír lögregluþjónar og kölluðu þeir fljótt eftir frekari aðstoð. Til áðurnefndra stympinga kom, sem enduðu með því að Blake var skotinn. Viðbrögð lögregluþjóna hafa verið harðlega gagnrýnd. Á einu myndbandi heyrast lögregluþjónar segja Blake að leggja frá sér hníf en hann sést aldrei. Blake var ekki vopnaður þegar hann teygði sig inn í bílinn og var skotinn. Það eina sem lögreglan hefur sagt er að Blake hafi viðurkennt að „vera með hníf í vörslu sinniׅ“. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið með hníf áður en hann var skotinn eða hvort hann eigi að hafa verið að teygja sig í hníf í bílnum. Saksóknarar hafa hingað til neitað að svara spurningum um það. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18 Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. Í samtali við Chicago Sun Times segir faðir Jacob Blake, sem heitir einnig Jacob Blake, að hann hati að sonur sinn sé handjárnaður við rúmið. „Hann getur ekki farið neitt. Af hverju þarf hann að vera handjárnaður við rúmið?“ Ríkisstjóri Wisconsin hefur lýst því yfir að honum þyki ekki rétt að Blake sé handjárnaður á sjúkrahúsinu. Blake, sá yngri, var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna í borginni Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Skotinn í návígi Myndbönd af vettvangi sýna að lögregluþjónar reyndu að skjóta hann með rafbyssu en það gekk ekki eftir. Blake gakk þá að bíl sínum, opnaði hurðina við bílstjórasætið og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði þá í bol Blake og skaut hann sjö sinnum í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Enn liggur ekki fyrir að fullu af hverju lögregluþjónarnir voru kallaðir á vettvang. Það sem vitað er að kona hringdi í Neyðarlínuna og sagði að Blake væri einhvers staðar þar sem hann ætti ekki að vera og að hann hefði tekið lykla og neitaði að skila þeim. Sagði Blake reyna að fara Blake hafði verið eftirlýstur frá því í maí, samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel. Lögregluþjónarnir sem sendir voru á vettvang voru varaðir við því að heimilisfangið tengdist eftirlýstum manni. Konan sem hringdi í Neyðarlínuna sagði einnig að Blake væri að reyna að fara og í kjölfar þess bar lögregluþjóna að garði. Alls mættu þrír lögregluþjónar og kölluðu þeir fljótt eftir frekari aðstoð. Til áðurnefndra stympinga kom, sem enduðu með því að Blake var skotinn. Viðbrögð lögregluþjóna hafa verið harðlega gagnrýnd. Á einu myndbandi heyrast lögregluþjónar segja Blake að leggja frá sér hníf en hann sést aldrei. Blake var ekki vopnaður þegar hann teygði sig inn í bílinn og var skotinn. Það eina sem lögreglan hefur sagt er að Blake hafi viðurkennt að „vera með hníf í vörslu sinniׅ“. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið með hníf áður en hann var skotinn eða hvort hann eigi að hafa verið að teygja sig í hníf í bílnum. Saksóknarar hafa hingað til neitað að svara spurningum um það.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18 Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00
Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40
Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18
Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“