Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. ágúst 2020 11:38 Styttan sem um ræðir. Mynd/Getty Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. Mótmælendurnir segja hann hafa verið hluta af mótun grimmilegrar stefnu sem leiddi til dauða fjölda innfæddra Kanadabúa seint á 19. öld. Á samfélagsmiðlum hafa birst myndbönd af því þegar styttan var rifin niður. Við það losnaði höfuð styttunnar af og heyra mátti mikinn fögnuð viðstaddra þegar hún féll til jarðar. Statue taken down today in so-called #Montreal #BlackLivesMatter #DefundPolice #manifencours #decolonize Kanada pic.twitter.com/0TYGayWUiK— Nore (@noreornot) August 29, 2020 Forsætisráðherra Québec, fylkisins þar sem Montreal er staðsett, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna. „Að eyðileggja hluta úr sögu okkar er engin lausn,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir François Legault forsætisráðherra. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn vegna málsins. Macdonald var forsætisráðherra Kanada á árunum 1867 til 1873 og aftur frá 1878 til 1891. Hann lagði meðal annars grunninn að svæðisskólakerfi Kanada. Í meira en öld var kerfið notað til þess að fjarlægja yfir 150.000 innfædd börn af heimilum sínum og flytja þau í heimavistarskóla á vegum ríkisins. Í skólunum var innfæddum börnum bannað að tala móðurmál sitt og lifa eftir sinni menningu. Þá voru mörg barnanna misnotuð og sum dóu í skólunum. Í skýrslu sem kanadíska ríkisstjórnin gaf út árið 2015 voru aðfarirnar kallaðar „menningarlegt þjóðarmorð.“ Þá hefur Macdonald verið sakaður um að leyfa hungursneyð og sjúkdómum að grassera í samfélögum innfæddra. Ríkisstjórn hans er sögð hafa neytt samfélög innfæddra til þess að yfirgefa heimaslóðir sínar með því að neita þeim um mat og vistir uns fólkið færði sig um set. Kanada Tengdar fréttir Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á. 14. júní 2020 22:28 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7. júní 2020 15:18 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. Mótmælendurnir segja hann hafa verið hluta af mótun grimmilegrar stefnu sem leiddi til dauða fjölda innfæddra Kanadabúa seint á 19. öld. Á samfélagsmiðlum hafa birst myndbönd af því þegar styttan var rifin niður. Við það losnaði höfuð styttunnar af og heyra mátti mikinn fögnuð viðstaddra þegar hún féll til jarðar. Statue taken down today in so-called #Montreal #BlackLivesMatter #DefundPolice #manifencours #decolonize Kanada pic.twitter.com/0TYGayWUiK— Nore (@noreornot) August 29, 2020 Forsætisráðherra Québec, fylkisins þar sem Montreal er staðsett, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna. „Að eyðileggja hluta úr sögu okkar er engin lausn,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir François Legault forsætisráðherra. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn vegna málsins. Macdonald var forsætisráðherra Kanada á árunum 1867 til 1873 og aftur frá 1878 til 1891. Hann lagði meðal annars grunninn að svæðisskólakerfi Kanada. Í meira en öld var kerfið notað til þess að fjarlægja yfir 150.000 innfædd börn af heimilum sínum og flytja þau í heimavistarskóla á vegum ríkisins. Í skólunum var innfæddum börnum bannað að tala móðurmál sitt og lifa eftir sinni menningu. Þá voru mörg barnanna misnotuð og sum dóu í skólunum. Í skýrslu sem kanadíska ríkisstjórnin gaf út árið 2015 voru aðfarirnar kallaðar „menningarlegt þjóðarmorð.“ Þá hefur Macdonald verið sakaður um að leyfa hungursneyð og sjúkdómum að grassera í samfélögum innfæddra. Ríkisstjórn hans er sögð hafa neytt samfélög innfæddra til þess að yfirgefa heimaslóðir sínar með því að neita þeim um mat og vistir uns fólkið færði sig um set.
Kanada Tengdar fréttir Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á. 14. júní 2020 22:28 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7. júní 2020 15:18 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21
Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á. 14. júní 2020 22:28
Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45
Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7. júní 2020 15:18