Enn enginn handtekinn vegna morðsins í Portland Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 08:50 Aaron Danielson var skotinn til bana á aðfaranótt sunnudagsins. Lögreglan leitar enn að sökudólginum og hefur kallað eftir vitnum. AP/Paula Bronstein Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári Michael Forest Reinoehl, sem grunaður er um að hafa skotið mann til bana í Portland í Bandaríkjunum, aðfaranótt sunnudagsins. Hann er sakaður um að hafa skotið Aaron Danielson, til bana á götum borgarinnar eftir að bílalest stuðningsmanna Donald Trump, forseta, keyrði í gegnum borgina. Danielson var með hatt til stuðnings öfgasamtakanna Patriot Prayer en vinir hans segja hann ekki hafa verið öfgamann. Hann hafi þó haft gaman af því að hrista upp í hlutunum. Þau segja hann alls ekki hafa verið einhvers konar rasista, eins og hann hafi verið málaður á samfélagsmiðlum. Meðlimir Patriot Prayer hafa átt í átökum við aðgerðasinna í Portland um árabil. Samkvæmt frétt Portland Tribune, þar sem blaðamenn ræddu við vini Danielson, hafði hann mætt á önnur gagnmótmæli í Portland á föstudagskvöldinu. Þar var Reinoehl einnig staddur. Vitni segja að Danielson hafi verið að ögra vinstri sinnuðum mótmælendum og hvetja aðra til að veitast að þeim. Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Portland um mánaðaskeið.AP/Paula Bronstein Reinoehl mætti einnig á önnur mótmæli á föstudagskvöldinu. Það voru tiltölulega lítil mótmæli við íbúð borgarstjóra Portland. Með honum var tólf ára dóttir hans og bar hún hafnaboltakylfu á mótmælunum, samkvæmt frétt Oregonian. Reinoehl er 48 ára gamall. Hann hefur lengi verið viðloðinn mótmælin í Portland og var í sumar ákærður, meðal annars, fyrir að vera með hlaðna byssu á almannafæri. Hann er sömuleiðis eftirlýstur vegna götukappaksturs í júní, sem tengist einnig 17 ára syni hans. Hann var þá sakaður um að aka undir áhrifum fíkniefna, ólöglega eign byssu og fyrir að aka án réttinda og ótryggður. Dóttir hans, sem var þá ellefu ára, var með honum í bílnum. Á laugardagskvöldinu, nokkrum klukkustundum áður en hann var skotinn til bana, sást Danielson á gangi með vini sínum, Chandler Pappas, og báðir voru þeir með hatta merkta Patriot Prayer og vopnaðir hnífum og málningarbyssum. Þeir sögðust ætla að tryggja öryggi áðurnefndrar bílalestar. Pappas var með Danielson þegar hann var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband af skotárásinni, sem aðgerðasinni fangaði þegar hann var í beinni útsendingu. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári Michael Forest Reinoehl, sem grunaður er um að hafa skotið mann til bana í Portland í Bandaríkjunum, aðfaranótt sunnudagsins. Hann er sakaður um að hafa skotið Aaron Danielson, til bana á götum borgarinnar eftir að bílalest stuðningsmanna Donald Trump, forseta, keyrði í gegnum borgina. Danielson var með hatt til stuðnings öfgasamtakanna Patriot Prayer en vinir hans segja hann ekki hafa verið öfgamann. Hann hafi þó haft gaman af því að hrista upp í hlutunum. Þau segja hann alls ekki hafa verið einhvers konar rasista, eins og hann hafi verið málaður á samfélagsmiðlum. Meðlimir Patriot Prayer hafa átt í átökum við aðgerðasinna í Portland um árabil. Samkvæmt frétt Portland Tribune, þar sem blaðamenn ræddu við vini Danielson, hafði hann mætt á önnur gagnmótmæli í Portland á föstudagskvöldinu. Þar var Reinoehl einnig staddur. Vitni segja að Danielson hafi verið að ögra vinstri sinnuðum mótmælendum og hvetja aðra til að veitast að þeim. Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Portland um mánaðaskeið.AP/Paula Bronstein Reinoehl mætti einnig á önnur mótmæli á föstudagskvöldinu. Það voru tiltölulega lítil mótmæli við íbúð borgarstjóra Portland. Með honum var tólf ára dóttir hans og bar hún hafnaboltakylfu á mótmælunum, samkvæmt frétt Oregonian. Reinoehl er 48 ára gamall. Hann hefur lengi verið viðloðinn mótmælin í Portland og var í sumar ákærður, meðal annars, fyrir að vera með hlaðna byssu á almannafæri. Hann er sömuleiðis eftirlýstur vegna götukappaksturs í júní, sem tengist einnig 17 ára syni hans. Hann var þá sakaður um að aka undir áhrifum fíkniefna, ólöglega eign byssu og fyrir að aka án réttinda og ótryggður. Dóttir hans, sem var þá ellefu ára, var með honum í bílnum. Á laugardagskvöldinu, nokkrum klukkustundum áður en hann var skotinn til bana, sást Danielson á gangi með vini sínum, Chandler Pappas, og báðir voru þeir með hatta merkta Patriot Prayer og vopnaðir hnífum og málningarbyssum. Þeir sögðust ætla að tryggja öryggi áðurnefndrar bílalestar. Pappas var með Danielson þegar hann var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband af skotárásinni, sem aðgerðasinni fangaði þegar hann var í beinni útsendingu. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08
Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38