Enn enginn handtekinn vegna morðsins í Portland Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 08:50 Aaron Danielson var skotinn til bana á aðfaranótt sunnudagsins. Lögreglan leitar enn að sökudólginum og hefur kallað eftir vitnum. AP/Paula Bronstein Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári Michael Forest Reinoehl, sem grunaður er um að hafa skotið mann til bana í Portland í Bandaríkjunum, aðfaranótt sunnudagsins. Hann er sakaður um að hafa skotið Aaron Danielson, til bana á götum borgarinnar eftir að bílalest stuðningsmanna Donald Trump, forseta, keyrði í gegnum borgina. Danielson var með hatt til stuðnings öfgasamtakanna Patriot Prayer en vinir hans segja hann ekki hafa verið öfgamann. Hann hafi þó haft gaman af því að hrista upp í hlutunum. Þau segja hann alls ekki hafa verið einhvers konar rasista, eins og hann hafi verið málaður á samfélagsmiðlum. Meðlimir Patriot Prayer hafa átt í átökum við aðgerðasinna í Portland um árabil. Samkvæmt frétt Portland Tribune, þar sem blaðamenn ræddu við vini Danielson, hafði hann mætt á önnur gagnmótmæli í Portland á föstudagskvöldinu. Þar var Reinoehl einnig staddur. Vitni segja að Danielson hafi verið að ögra vinstri sinnuðum mótmælendum og hvetja aðra til að veitast að þeim. Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Portland um mánaðaskeið.AP/Paula Bronstein Reinoehl mætti einnig á önnur mótmæli á föstudagskvöldinu. Það voru tiltölulega lítil mótmæli við íbúð borgarstjóra Portland. Með honum var tólf ára dóttir hans og bar hún hafnaboltakylfu á mótmælunum, samkvæmt frétt Oregonian. Reinoehl er 48 ára gamall. Hann hefur lengi verið viðloðinn mótmælin í Portland og var í sumar ákærður, meðal annars, fyrir að vera með hlaðna byssu á almannafæri. Hann er sömuleiðis eftirlýstur vegna götukappaksturs í júní, sem tengist einnig 17 ára syni hans. Hann var þá sakaður um að aka undir áhrifum fíkniefna, ólöglega eign byssu og fyrir að aka án réttinda og ótryggður. Dóttir hans, sem var þá ellefu ára, var með honum í bílnum. Á laugardagskvöldinu, nokkrum klukkustundum áður en hann var skotinn til bana, sást Danielson á gangi með vini sínum, Chandler Pappas, og báðir voru þeir með hatta merkta Patriot Prayer og vopnaðir hnífum og málningarbyssum. Þeir sögðust ætla að tryggja öryggi áðurnefndrar bílalestar. Pappas var með Danielson þegar hann var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband af skotárásinni, sem aðgerðasinni fangaði þegar hann var í beinni útsendingu. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári Michael Forest Reinoehl, sem grunaður er um að hafa skotið mann til bana í Portland í Bandaríkjunum, aðfaranótt sunnudagsins. Hann er sakaður um að hafa skotið Aaron Danielson, til bana á götum borgarinnar eftir að bílalest stuðningsmanna Donald Trump, forseta, keyrði í gegnum borgina. Danielson var með hatt til stuðnings öfgasamtakanna Patriot Prayer en vinir hans segja hann ekki hafa verið öfgamann. Hann hafi þó haft gaman af því að hrista upp í hlutunum. Þau segja hann alls ekki hafa verið einhvers konar rasista, eins og hann hafi verið málaður á samfélagsmiðlum. Meðlimir Patriot Prayer hafa átt í átökum við aðgerðasinna í Portland um árabil. Samkvæmt frétt Portland Tribune, þar sem blaðamenn ræddu við vini Danielson, hafði hann mætt á önnur gagnmótmæli í Portland á föstudagskvöldinu. Þar var Reinoehl einnig staddur. Vitni segja að Danielson hafi verið að ögra vinstri sinnuðum mótmælendum og hvetja aðra til að veitast að þeim. Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Portland um mánaðaskeið.AP/Paula Bronstein Reinoehl mætti einnig á önnur mótmæli á föstudagskvöldinu. Það voru tiltölulega lítil mótmæli við íbúð borgarstjóra Portland. Með honum var tólf ára dóttir hans og bar hún hafnaboltakylfu á mótmælunum, samkvæmt frétt Oregonian. Reinoehl er 48 ára gamall. Hann hefur lengi verið viðloðinn mótmælin í Portland og var í sumar ákærður, meðal annars, fyrir að vera með hlaðna byssu á almannafæri. Hann er sömuleiðis eftirlýstur vegna götukappaksturs í júní, sem tengist einnig 17 ára syni hans. Hann var þá sakaður um að aka undir áhrifum fíkniefna, ólöglega eign byssu og fyrir að aka án réttinda og ótryggður. Dóttir hans, sem var þá ellefu ára, var með honum í bílnum. Á laugardagskvöldinu, nokkrum klukkustundum áður en hann var skotinn til bana, sást Danielson á gangi með vini sínum, Chandler Pappas, og báðir voru þeir með hatta merkta Patriot Prayer og vopnaðir hnífum og málningarbyssum. Þeir sögðust ætla að tryggja öryggi áðurnefndrar bílalestar. Pappas var með Danielson þegar hann var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband af skotárásinni, sem aðgerðasinni fangaði þegar hann var í beinni útsendingu. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08
Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent