Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 08:57 Mótmæli fóru fram í Rochester í nótt og kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. AP/Adrian Kraus Borgarstjóri Rochester í New York í Bandaríkjunum hefur vikið sjö lögregluþjónum frá störfum vegna dauða Daniel Prude, þeldökks manns sem dó vegna köfnunar í haldi lögreglu í mars. FJölskylda hans opinberaði nýverið myndbönd sem sýna að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Fjölskylda Prude hefur kallað eftir því að lögregluþjónarnir verði handteknir og ákærðir og til mótmæla koma í miðborg Rochester í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Prude hafði þá átt við geðræn vandamál að stríða og hljóp nakinn eftir götum Rochester. Lovely Warren, borgarstjóri Rochester, bað fjölskyldu Prude afsökunar á blaðamannafundi í gær og sagði lögregluna hafa brugðist Prude. Geðheilsukerfið, samfélagið og hún sjálf hefðu einnig brugðist honum. Hún sagði kerfisbundin rasisma hafa leitt til dauða Prude. Warren hefur verið gagnrýnd vegna þess að ekki hafi verið gripið til aðgerða fyrr en nú. Hún gaf ekki upp af hverju rannsókn á dauða Prude hefur tekið svo langan tíma en gaf í skyn, samkvæmt frétt New York Times, að lögreglustjóri Rochester hafi afvegaleitt hana. „Það að þjást og deyja í haldi lögreglu vegna of stórs skammts fíkniefna, eins og lögreglustjórinn sagði mér, er ekki það sem ég sá á myndbandinu,“ sagði Warren. Lögreglustjórinn, La’Ron D. Singletary, brást reiður við. Hann sagði að ekki hefði verið reynt að hylma yfir eitt né neitt. Hann hefði sjálfur skipað fyrir að rannsókn væri fram nokkrum klukkustundum eftir atvikið. Þá lýsti hann yfir stuðningi við vinnubrögð lögregluþjónanna. Þeir hefðu verið að reyna að hjálpa Prude. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Borgarstjóri Rochester í New York í Bandaríkjunum hefur vikið sjö lögregluþjónum frá störfum vegna dauða Daniel Prude, þeldökks manns sem dó vegna köfnunar í haldi lögreglu í mars. FJölskylda hans opinberaði nýverið myndbönd sem sýna að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. Fjölskylda Prude hefur kallað eftir því að lögregluþjónarnir verði handteknir og ákærðir og til mótmæla koma í miðborg Rochester í gær. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Prude hafði þá átt við geðræn vandamál að stríða og hljóp nakinn eftir götum Rochester. Lovely Warren, borgarstjóri Rochester, bað fjölskyldu Prude afsökunar á blaðamannafundi í gær og sagði lögregluna hafa brugðist Prude. Geðheilsukerfið, samfélagið og hún sjálf hefðu einnig brugðist honum. Hún sagði kerfisbundin rasisma hafa leitt til dauða Prude. Warren hefur verið gagnrýnd vegna þess að ekki hafi verið gripið til aðgerða fyrr en nú. Hún gaf ekki upp af hverju rannsókn á dauða Prude hefur tekið svo langan tíma en gaf í skyn, samkvæmt frétt New York Times, að lögreglustjóri Rochester hafi afvegaleitt hana. „Það að þjást og deyja í haldi lögreglu vegna of stórs skammts fíkniefna, eins og lögreglustjórinn sagði mér, er ekki það sem ég sá á myndbandinu,“ sagði Warren. Lögreglustjórinn, La’Ron D. Singletary, brást reiður við. Hann sagði að ekki hefði verið reynt að hylma yfir eitt né neitt. Hann hefði sjálfur skipað fyrir að rannsókn væri fram nokkrum klukkustundum eftir atvikið. Þá lýsti hann yfir stuðningi við vinnubrögð lögregluþjónanna. Þeir hefðu verið að reyna að hjálpa Prude.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira