Úrsögn úr stéttarfélagi Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 4. september 2020 14:00 Eftir að hafa íhugað málið lengi og vandlega ákvað ég nýverið að segja mig úr VR sem hafði verið mitt stéttarfélag um árabil. Ákvörðunin var ekki léttvæg því ég hafði verið aðili að stéttarfélagi frá unglingsaldri og áleit það í raun vera nokkurs konar skyldu að tilheyra stéttarfélagi. Ég hafði í sjálfu sér ekkert út á þjónustu VR að setja, en það var aðild þess að Alþýðusambandi Íslands, í gegn um Landssamband íslenskra verslunarmanna, sem lá að baki úrsögn minni. Aðildarfélög greiða árlega skatt til ASÍ (Sjá 11. kafla, 41. grein í lögum ASÍ) og þær tekjur koma, í það minnsta að hluta, frá félagsmönnum eins og mér. Allt frá því að forseti ASÍ ákvað í fyrra að nota samtökin sem vettvang til að tjá sína persónulegu pólitísku afstöðu um milliríkjadeiluna fyrir botni Miðjarðarhafs – afstöðu sem ég er algjörlega ósammála – hafði mér ekki liðið vel í VR. Þessi afstaða birtist meðal annars í grein sem var birt á vefsíðu ASÍ undir fyrirsögninni „Drífa Snædal – Með Palestínumönnum gegn kúgun“. Á ljósmynd sem var birt með greininni skartar hún trefli merktum PGFTU-samtökunum, en það eru palestínsk verkalýðssamtök með aðild að Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga. PGFTU eru hins vegar ekki hefðbundin verkalýðssamtök heldur taka þau pólitíska afstöðu umfram það sem almennt fellur undir hlutverk slíkra samtaka. Þau hafa m.a. verið gagnrýnd af Palestínumönnum á Vesturbakkanum fyrir að vera á mála hjá Fatah-samtökunum, en þau ráða lögum og lofum á sjálfstjórnarsvæðum Vesturbakkans.1 Í einkennismerki samtakanna er mynd af landsvæði sem endurspeglar ákallið „Frjáls Palestína frá ánni að sjónum!“ Þessi orð eiga við um svæðið á milli Jórdanar og Miðjarðarhafsins – með öðrum orðum, allt landsvæðið sem í dag skiptist í umráðasvæði ísraelskra og palestínskra yfirvalda. Samkvæmt þessari afstöðu er ekkert rými fyrir Ísrael, sem er eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Það hefur hins vegar aldrei staðið til skv. nokkrum alþjóðasamþykktum að þetta landsvæði verði í heild sinni lagt undir stjórn Palestínumanna. Í ákallinu felst því greinileg ögrun sem á ekkert erindi til samtaka launafólks. Í sömu grein notaði forseti ASÍ tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við BDS-samtökin, sem kenna sig við sniðgöngu á Ísraelsríki og öllu sem þaðan kemur. Í reynd vinna samtökin gegn þeirri tveggja ríkja lausn sem stjórnvöld á Íslandi hafa alla tíð lagt stuðning sinn við. Stofnendur og meðlimir samtakanna hafa ítrekað talað gegn sjálfsákvörðunarrétti Gyðinga í Ísrael. Öll uppbyggileg samskipti milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eru álitin óæskileg og þeim hugnast frekar að Palestínumenn séu atvinnulausir en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. Samtökunum tókst t.d. að fá fyrirtækið SodaStream til að loka verksmiðjum sínum á Vesturbakkanum og hundruð Palestínumanna misstu vinnuna í kjölfarið.2 Eftir að hafa grennslast fyrir um regluverk ASÍ varð mér ljóst að því er ábótavant að mikilvægu leyti. Það er nefnilega ekkert í regluverkinu sem hindrar stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir pólitískar yfirlýsingar sem gætu gengið þvert á pólitíska sannfæringu félagsmanna. ASÍ eru yfirlýst hagsmunasamtök launþega og það segir sig sjálft að launþegar spanna allt pólitíska litrófið. Það er því algjörlega ótækt að engar reglur séu til staðar sem hindra stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir sínar persónulegu skoðanir, sérstaklega þegar þær hafa ekkert að gera með hagsmuni launafólks á Íslandi. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að gera það í eigin frítíma og á öðrum vettvangi. Það þyrfti að uppfæra regluverk samtakanna á þann hátt að stjórnarmönnum væri einfaldlega óheimilt að nota vefsíðu eða annan opinberan vettvang á þennan hátt, og það sama á við um regluverk aðildarfélaga ASÍ. Að lokum langar mig að taka fram að mér er enn mjög umhugað um mikilvægt starf samtaka launafólks á Íslandi, en af ofangreindum ástæðum mun ég að öllu óbreyttu standa utan aðildarfélaga ASÍ. Heimildir 1 https://www.advocacynet.org/wp-content/uploads/2012/12/PR-123-Palestinian-unions.pdf 2 https://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/middleeast/israel/12178844/Last-Palestinians-lose-SodaStream-jobs-after-West-Bank-factory-closes.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eftir að hafa íhugað málið lengi og vandlega ákvað ég nýverið að segja mig úr VR sem hafði verið mitt stéttarfélag um árabil. Ákvörðunin var ekki léttvæg því ég hafði verið aðili að stéttarfélagi frá unglingsaldri og áleit það í raun vera nokkurs konar skyldu að tilheyra stéttarfélagi. Ég hafði í sjálfu sér ekkert út á þjónustu VR að setja, en það var aðild þess að Alþýðusambandi Íslands, í gegn um Landssamband íslenskra verslunarmanna, sem lá að baki úrsögn minni. Aðildarfélög greiða árlega skatt til ASÍ (Sjá 11. kafla, 41. grein í lögum ASÍ) og þær tekjur koma, í það minnsta að hluta, frá félagsmönnum eins og mér. Allt frá því að forseti ASÍ ákvað í fyrra að nota samtökin sem vettvang til að tjá sína persónulegu pólitísku afstöðu um milliríkjadeiluna fyrir botni Miðjarðarhafs – afstöðu sem ég er algjörlega ósammála – hafði mér ekki liðið vel í VR. Þessi afstaða birtist meðal annars í grein sem var birt á vefsíðu ASÍ undir fyrirsögninni „Drífa Snædal – Með Palestínumönnum gegn kúgun“. Á ljósmynd sem var birt með greininni skartar hún trefli merktum PGFTU-samtökunum, en það eru palestínsk verkalýðssamtök með aðild að Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga. PGFTU eru hins vegar ekki hefðbundin verkalýðssamtök heldur taka þau pólitíska afstöðu umfram það sem almennt fellur undir hlutverk slíkra samtaka. Þau hafa m.a. verið gagnrýnd af Palestínumönnum á Vesturbakkanum fyrir að vera á mála hjá Fatah-samtökunum, en þau ráða lögum og lofum á sjálfstjórnarsvæðum Vesturbakkans.1 Í einkennismerki samtakanna er mynd af landsvæði sem endurspeglar ákallið „Frjáls Palestína frá ánni að sjónum!“ Þessi orð eiga við um svæðið á milli Jórdanar og Miðjarðarhafsins – með öðrum orðum, allt landsvæðið sem í dag skiptist í umráðasvæði ísraelskra og palestínskra yfirvalda. Samkvæmt þessari afstöðu er ekkert rými fyrir Ísrael, sem er eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Það hefur hins vegar aldrei staðið til skv. nokkrum alþjóðasamþykktum að þetta landsvæði verði í heild sinni lagt undir stjórn Palestínumanna. Í ákallinu felst því greinileg ögrun sem á ekkert erindi til samtaka launafólks. Í sömu grein notaði forseti ASÍ tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við BDS-samtökin, sem kenna sig við sniðgöngu á Ísraelsríki og öllu sem þaðan kemur. Í reynd vinna samtökin gegn þeirri tveggja ríkja lausn sem stjórnvöld á Íslandi hafa alla tíð lagt stuðning sinn við. Stofnendur og meðlimir samtakanna hafa ítrekað talað gegn sjálfsákvörðunarrétti Gyðinga í Ísrael. Öll uppbyggileg samskipti milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eru álitin óæskileg og þeim hugnast frekar að Palestínumenn séu atvinnulausir en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. Samtökunum tókst t.d. að fá fyrirtækið SodaStream til að loka verksmiðjum sínum á Vesturbakkanum og hundruð Palestínumanna misstu vinnuna í kjölfarið.2 Eftir að hafa grennslast fyrir um regluverk ASÍ varð mér ljóst að því er ábótavant að mikilvægu leyti. Það er nefnilega ekkert í regluverkinu sem hindrar stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir pólitískar yfirlýsingar sem gætu gengið þvert á pólitíska sannfæringu félagsmanna. ASÍ eru yfirlýst hagsmunasamtök launþega og það segir sig sjálft að launþegar spanna allt pólitíska litrófið. Það er því algjörlega ótækt að engar reglur séu til staðar sem hindra stjórnarmenn í að nota samtökin sem vettvang fyrir sínar persónulegu skoðanir, sérstaklega þegar þær hafa ekkert að gera með hagsmuni launafólks á Íslandi. Þeir ættu að sjá sóma sinn í að gera það í eigin frítíma og á öðrum vettvangi. Það þyrfti að uppfæra regluverk samtakanna á þann hátt að stjórnarmönnum væri einfaldlega óheimilt að nota vefsíðu eða annan opinberan vettvang á þennan hátt, og það sama á við um regluverk aðildarfélaga ASÍ. Að lokum langar mig að taka fram að mér er enn mjög umhugað um mikilvægt starf samtaka launafólks á Íslandi, en af ofangreindum ástæðum mun ég að öllu óbreyttu standa utan aðildarfélaga ASÍ. Heimildir 1 https://www.advocacynet.org/wp-content/uploads/2012/12/PR-123-Palestinian-unions.pdf 2 https://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/middleeast/israel/12178844/Last-Palestinians-lose-SodaStream-jobs-after-West-Bank-factory-closes.html
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun