Það er ljóst að baráttan um sæti á miðju Everton í ensku úrvalsdeildinni harðnar með hverjum deginum en félagið staðfest loks komu Allan frá ítalska félaginu Napoli.
Allan er 29 ára gamall brasilískur miðjumaður sem kemur frá Napoli á Ítalíu þar sem hann lék undir stjórn Carlo Ancelotti - núverandi þjálfara Everton - á sínum tíma. Hann skrifar undir þriggja ára samning við Everton og kostaði félagið um 21 milljón punda.
Þá á hann níu A-landsleiki fyrir þjóð sína en hann var fyrst valinn í brasilíska landsliðið árið 2018.
Allan er einn þriggja miðjumanna sem er sagður á leið til Everton. Hinir tveir eru James Rodriguez og Abdoulaye Doucouré en þeir koma frá Real Madrid og Watford.
Það er því ljóst að Gylfi Þór Sigurðsson fær næga samkeppni á miðju liðsins í vetur en íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við brottför til Bandaríkjanna á undanförnum dögum. Hann er þó samningsbundinn til 2022 og ætlar sér eflaust að berjast fyrir sæti sínu.
6 Nosso novo número seis!
— Everton (@Everton) September 5, 2020
6 Our new number six!#BemVindoAllan pic.twitter.com/TPnewJ8Kts