Birta myndskeið af meintum árásarmanni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 23:31 Árásarmaðurinn meinti í myndbrotinu sem birt var af lögreglu. YouTube/West Midlands Police Myndskeið úr öryggismyndavélum af manni sem grunaður er að hafa myrt einn og sært sjö í eggvopnsárásum í miðborg Birmingham á Bretlandi hefur verið birt af lögreglu. Lögreglan hefur leitað mannsins af mikilli áfergju frá því í nótt. Árásirnar voru gerðar miðsvæðis í Birmingham þar sem mikið er um skemmtistaði. Sá sem lést var 23 ára gamall maður og dó hann á Irving stræti klukkan 01:50 í nótt að staðartíma. Maður og kona, 19 og 32 ára, hlutu alvarlega áverka og eru sögð í lífshættu. Fimm önnur, á aldrinum 23 til 33 ára, særðust einnig í árásinni. Voru þau öll flutt á sjúkrahús og hafa tvö nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Árásirnar voru gerðar á fjórum mismunandi stöðum milli klukkan hálf eitt og hálf þrjú í nótt að staðartíma. Í myndbrotinu sem náðist á öryggismyndavél sést maður með derhúfu á höfði og í dökkri hettupeysu. Þá er hann klæddur í dökkar buxur og dökka skó en hann sést standa við og ganga fyrir horn. „Á þessum tímapunkti teljum við árásirnar hafa verið gerðar af handahófi og við höfum engar vísbendingar um að nokkur ástæða hafi verið að baki þeim,“ sagði Steve Graham, yfirlögregluþjónn í Birmingham, og hvatti hann almenning að vera á tánum. „Við biðlum til fólks sem gæti kannast við manninn sem sést á upptökunni til að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er. Ef þið sjáið hann, vinsamlegast nálgist hann ekki, en hringið þegar í stað í neyðarlínuna,“ bætti hann við. Hafa fundið hníf en of snemmt að vita hvort hann hafi verið notaður í árásunum Lögreglan var fyrst kölluð út að Constitution Hill þar sem maður var alvarlega særður rétt eftir klukkan hálf eitt að staðartíma. Þá var hún kölluð út að Livery Street um tuttugu mínútum síðar þar sem nítján ára maður særðist alvarlega og kona var einnig særð. Um klukkutíma síðar, klukkan 01:50 að staðartíma, var lögregla kölluð út að Irving Street, þar sem 23 ára gamall maður lést og annar maður særðist alvarlega. Tíu mínútum síðar var lögregla kölluð út að Hurst Street þar sem 32 ára gömul kona særðist alvarlega og tveir menn særðust. Lögreglan telur árásirnar ekki tengdar hryðjuverkastarfsemi eða starfsemi skipulagðra glæpahópa. Atvikið var flokkað sem alvarlegt atvik af lögreglu um leið og ljóst var hve stórvægilegt það væri. Þá hefur lögreglan unnið linnulaust frá því í nótt að því að finna árásarmanninn og er atvikið nú rannsakað sem morð. Fjöldi fólks varð vitni að árásunum og lýsti eitt vitnanna, sem er eigandi veitingastaðar, því hvernig árásarmaðurinn gekk frá árásarstað mjög rólega eftir að hann hafði stungið konu ítrekað með eggvopni. „Ég horfði beint á hann, og ég get séð að hann heldur á eggvopni, smáu, ekkert rosalega stóru, og hann var að stinga hana í hálsinn,“ sagði Savvas Sfrantzis, í samtali við breska ríkisútvarpið. „Hann var mjög rólegur og var ekki í uppnámi og hann brást ekki einu sinni við. Eftir að hann stakk hana á milli fimm og sjö sinnum… gekk hann í burtu eins og ekkert hefði gerst.“ Lögreglan hefur lagt hald á hníf sem fannst í niðurfalli en Graham yfirlögregluþjónn segir of snemmt til að vita hvort umræddur hnífur hafi verið sá sem notaður var í árásinni. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var hann spurður hvers vegna árásarmaðurinn hafi getað ferðast í gegn um miðborgina í meira en tvo klukkutíma án þess að nást. Graham sagði að leiðin sem hinn grunaði fór í gegn um miðborgina hafi verið nokkuð óhefðbundin. Bretland England Tengdar fréttir Einn látinn og sjö særðir í Birmingham Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað. 6. september 2020 10:58 Ráðist á fólk með eggvopni í miðborg Birmingham Lögregla í Birmingham í Englandi var kölluð út skömmu eftir miðnætti þegar tilkynnt var um að ráðist hafi verið á fólk með eggvopni. 6. september 2020 08:07 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Myndskeið úr öryggismyndavélum af manni sem grunaður er að hafa myrt einn og sært sjö í eggvopnsárásum í miðborg Birmingham á Bretlandi hefur verið birt af lögreglu. Lögreglan hefur leitað mannsins af mikilli áfergju frá því í nótt. Árásirnar voru gerðar miðsvæðis í Birmingham þar sem mikið er um skemmtistaði. Sá sem lést var 23 ára gamall maður og dó hann á Irving stræti klukkan 01:50 í nótt að staðartíma. Maður og kona, 19 og 32 ára, hlutu alvarlega áverka og eru sögð í lífshættu. Fimm önnur, á aldrinum 23 til 33 ára, særðust einnig í árásinni. Voru þau öll flutt á sjúkrahús og hafa tvö nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Árásirnar voru gerðar á fjórum mismunandi stöðum milli klukkan hálf eitt og hálf þrjú í nótt að staðartíma. Í myndbrotinu sem náðist á öryggismyndavél sést maður með derhúfu á höfði og í dökkri hettupeysu. Þá er hann klæddur í dökkar buxur og dökka skó en hann sést standa við og ganga fyrir horn. „Á þessum tímapunkti teljum við árásirnar hafa verið gerðar af handahófi og við höfum engar vísbendingar um að nokkur ástæða hafi verið að baki þeim,“ sagði Steve Graham, yfirlögregluþjónn í Birmingham, og hvatti hann almenning að vera á tánum. „Við biðlum til fólks sem gæti kannast við manninn sem sést á upptökunni til að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er. Ef þið sjáið hann, vinsamlegast nálgist hann ekki, en hringið þegar í stað í neyðarlínuna,“ bætti hann við. Hafa fundið hníf en of snemmt að vita hvort hann hafi verið notaður í árásunum Lögreglan var fyrst kölluð út að Constitution Hill þar sem maður var alvarlega særður rétt eftir klukkan hálf eitt að staðartíma. Þá var hún kölluð út að Livery Street um tuttugu mínútum síðar þar sem nítján ára maður særðist alvarlega og kona var einnig særð. Um klukkutíma síðar, klukkan 01:50 að staðartíma, var lögregla kölluð út að Irving Street, þar sem 23 ára gamall maður lést og annar maður særðist alvarlega. Tíu mínútum síðar var lögregla kölluð út að Hurst Street þar sem 32 ára gömul kona særðist alvarlega og tveir menn særðust. Lögreglan telur árásirnar ekki tengdar hryðjuverkastarfsemi eða starfsemi skipulagðra glæpahópa. Atvikið var flokkað sem alvarlegt atvik af lögreglu um leið og ljóst var hve stórvægilegt það væri. Þá hefur lögreglan unnið linnulaust frá því í nótt að því að finna árásarmanninn og er atvikið nú rannsakað sem morð. Fjöldi fólks varð vitni að árásunum og lýsti eitt vitnanna, sem er eigandi veitingastaðar, því hvernig árásarmaðurinn gekk frá árásarstað mjög rólega eftir að hann hafði stungið konu ítrekað með eggvopni. „Ég horfði beint á hann, og ég get séð að hann heldur á eggvopni, smáu, ekkert rosalega stóru, og hann var að stinga hana í hálsinn,“ sagði Savvas Sfrantzis, í samtali við breska ríkisútvarpið. „Hann var mjög rólegur og var ekki í uppnámi og hann brást ekki einu sinni við. Eftir að hann stakk hana á milli fimm og sjö sinnum… gekk hann í burtu eins og ekkert hefði gerst.“ Lögreglan hefur lagt hald á hníf sem fannst í niðurfalli en Graham yfirlögregluþjónn segir of snemmt til að vita hvort umræddur hnífur hafi verið sá sem notaður var í árásinni. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag var hann spurður hvers vegna árásarmaðurinn hafi getað ferðast í gegn um miðborgina í meira en tvo klukkutíma án þess að nást. Graham sagði að leiðin sem hinn grunaði fór í gegn um miðborgina hafi verið nokkuð óhefðbundin.
Bretland England Tengdar fréttir Einn látinn og sjö særðir í Birmingham Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað. 6. september 2020 10:58 Ráðist á fólk með eggvopni í miðborg Birmingham Lögregla í Birmingham í Englandi var kölluð út skömmu eftir miðnætti þegar tilkynnt var um að ráðist hafi verið á fólk með eggvopni. 6. september 2020 08:07 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Einn látinn og sjö særðir í Birmingham Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað. 6. september 2020 10:58
Ráðist á fólk með eggvopni í miðborg Birmingham Lögregla í Birmingham í Englandi var kölluð út skömmu eftir miðnætti þegar tilkynnt var um að ráðist hafi verið á fólk með eggvopni. 6. september 2020 08:07