Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2020 18:30 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. Tvær af forsendum lífskjarasamningsins hafa haldið, vextir hafa lækkað og kaupmáttur aukist. Dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Forsendunefnd samningsins, skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, var skipuð til að meta hvort samningurinn haldi eða honum sagt upp. Framkvæmdastjóri SA segir allar áætlanagerðir hafa brostið vegna Covid-kreppunnar. „Það sem ég hef sagt er að forsendur allra, hvort sem það er Íslandi, Norðurlöndum, Evrópu, Bandaríkjunum eða Asíu, eru brostnar. Það er að segja, undirliggjandi forsendur fyrir áætlanagerð í öllum þessum hagkerfum hafa gjörbreyst út af Covid-kreppunni. Ég hef líka bent á að allir ábyrgir aðilar, sama hvort það er fjármálaráðuneytið eða Seðlabankinn, hafa brugðist við með afgerandi hætti. En það stendur enn upp á vinnumarkaðinn að bregðast við með afgerandi hætti og við sjáum hverju framvindur nú í september,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019. Síðan þá hafa tvennar launahækkanir komið til framkvæmda og sú þriðja væntanleg í janúar. „Það er augljóst að það er ekki innistæða á íslenskum vinnumarkaði eða í raun nokkur staðar annarstaðar fyrir launahækkunum um þessar mundir. En um það var samið og við sjáum hvernig við náum að vinna úr því.“ Halldór bendir á að kaupmátturinn muni rýrast í þessari kreppu. Fengi krónunnar gagnvart evru hafi gefið eftir um fimmtung frá því Covid-kreppan hófst. Frekari gengisveiking muni stuðla að því að kaupmáttur rýrist enn frekar. Varað hefur verið við því að með launahækkunum geti stýrivextir Seðlabankans hækkað og þar með afborganir af húsnæðislánum, sem muni aftur leiða til enn frekari rýrnun kaupmáttar. Að öllu þessu sögðu, ertu þú þá ekki búinn að ákveða þig, það verður ekki hægt að fara í þessar fyrirhuguðu launahækkanir? „Ég gef ekkert upp um það og hef sagt við þig og fleiri að við munum fyrst og fremst ræða þetta á þeim fundum sem við höfum boðað með ASÍ. Þar munum við komast að einhverri niðurstöðu og síðan munum við greina frá henni þegar hún liggur fyrir.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki nýtt að hótanir liggi í loftinu frá atvinnurekendum þegar launahækkanir eru framundan. „Ég er ekki að fara inn í þessar viðræður á þessum nótum. Við skulum athuga að vinnumarkaðurinn og atvinnugreinar í landinu standa mjög misjafnlega. Svona altækar aðgerðir munu ekki skila okkur áfram. Við þurfum sértækar lausnir fyrir þá sem hafa misst vinnuna og sértækar lausnir sniðnar að þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. Tvær af forsendum lífskjarasamningsins hafa haldið, vextir hafa lækkað og kaupmáttur aukist. Dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Forsendunefnd samningsins, skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, var skipuð til að meta hvort samningurinn haldi eða honum sagt upp. Framkvæmdastjóri SA segir allar áætlanagerðir hafa brostið vegna Covid-kreppunnar. „Það sem ég hef sagt er að forsendur allra, hvort sem það er Íslandi, Norðurlöndum, Evrópu, Bandaríkjunum eða Asíu, eru brostnar. Það er að segja, undirliggjandi forsendur fyrir áætlanagerð í öllum þessum hagkerfum hafa gjörbreyst út af Covid-kreppunni. Ég hef líka bent á að allir ábyrgir aðilar, sama hvort það er fjármálaráðuneytið eða Seðlabankinn, hafa brugðist við með afgerandi hætti. En það stendur enn upp á vinnumarkaðinn að bregðast við með afgerandi hætti og við sjáum hverju framvindur nú í september,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019. Síðan þá hafa tvennar launahækkanir komið til framkvæmda og sú þriðja væntanleg í janúar. „Það er augljóst að það er ekki innistæða á íslenskum vinnumarkaði eða í raun nokkur staðar annarstaðar fyrir launahækkunum um þessar mundir. En um það var samið og við sjáum hvernig við náum að vinna úr því.“ Halldór bendir á að kaupmátturinn muni rýrast í þessari kreppu. Fengi krónunnar gagnvart evru hafi gefið eftir um fimmtung frá því Covid-kreppan hófst. Frekari gengisveiking muni stuðla að því að kaupmáttur rýrist enn frekar. Varað hefur verið við því að með launahækkunum geti stýrivextir Seðlabankans hækkað og þar með afborganir af húsnæðislánum, sem muni aftur leiða til enn frekari rýrnun kaupmáttar. Að öllu þessu sögðu, ertu þú þá ekki búinn að ákveða þig, það verður ekki hægt að fara í þessar fyrirhuguðu launahækkanir? „Ég gef ekkert upp um það og hef sagt við þig og fleiri að við munum fyrst og fremst ræða þetta á þeim fundum sem við höfum boðað með ASÍ. Þar munum við komast að einhverri niðurstöðu og síðan munum við greina frá henni þegar hún liggur fyrir.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki nýtt að hótanir liggi í loftinu frá atvinnurekendum þegar launahækkanir eru framundan. „Ég er ekki að fara inn í þessar viðræður á þessum nótum. Við skulum athuga að vinnumarkaðurinn og atvinnugreinar í landinu standa mjög misjafnlega. Svona altækar aðgerðir munu ekki skila okkur áfram. Við þurfum sértækar lausnir fyrir þá sem hafa misst vinnuna og sértækar lausnir sniðnar að þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira