Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 22:28 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þakkaði Trump fyrir aðkomu sína að samkomulaginu. Vísir/Getty Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að tryggja diplómatísk tengsl við Ísrael, en aðeins þrjú önnur hafa gert það frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948; Sameinuðu arabísku furstadæmin, Egyptaland og Jórdanía. Ríkin undirrituðu friðarsamkomulag í dag. Donald Trump tilkynnti samkomulagið á Twitter og fagnaði því að enn eitt arabaríkið hefði gert friðarsamkomulag við Ísrael, en Sameinuðu arabísku furstadæmin gerðu einnig samkomulag við ríkið fyrir tæplega mánuði síðan þar sem samþykkt var að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Another HISTORIC breakthrough today! Our two GREAT friends Israel and the Kingdom of Bahrain agree to a Peace Deal – the second Arab country to make peace with Israel in 30 days!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2020 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þakkaði Donald Trump fyrir aðkomu sína að samkomulaginu. Hann hefur miðlað málum milli ríkjanna líkt og hann gerði í tilviki Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en samkomulagið var sögulegt enda höfðu ríkin eldað grátt silfur sín á milli um árabil á opinberum vettvangi. „Það liðu 26 ár milli annars friðarsamkomulagsins og þess þriðja, en aðeins 29 dagar á milli þriðja og fjórða, og þau verða fleiri,“ sagði Netanyahu. Trump tjáði sig um samkomulagið í Hvíta húsinu í dag og sagði samkomulagið vera öflugasta mótsvarið gegn „hatrinu sem leiddi til 11. september“ en í dag eru nítján liðin frá árásunum á World Trade Center í New York. Ísrael Barein Donald Trump Tengdar fréttir Norskur þingmaður tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels Donald Trump er tilnefndur fyrir aðkomu sína að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 9. september 2020 09:55 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að tryggja diplómatísk tengsl við Ísrael, en aðeins þrjú önnur hafa gert það frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948; Sameinuðu arabísku furstadæmin, Egyptaland og Jórdanía. Ríkin undirrituðu friðarsamkomulag í dag. Donald Trump tilkynnti samkomulagið á Twitter og fagnaði því að enn eitt arabaríkið hefði gert friðarsamkomulag við Ísrael, en Sameinuðu arabísku furstadæmin gerðu einnig samkomulag við ríkið fyrir tæplega mánuði síðan þar sem samþykkt var að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Another HISTORIC breakthrough today! Our two GREAT friends Israel and the Kingdom of Bahrain agree to a Peace Deal – the second Arab country to make peace with Israel in 30 days!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2020 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þakkaði Donald Trump fyrir aðkomu sína að samkomulaginu. Hann hefur miðlað málum milli ríkjanna líkt og hann gerði í tilviki Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en samkomulagið var sögulegt enda höfðu ríkin eldað grátt silfur sín á milli um árabil á opinberum vettvangi. „Það liðu 26 ár milli annars friðarsamkomulagsins og þess þriðja, en aðeins 29 dagar á milli þriðja og fjórða, og þau verða fleiri,“ sagði Netanyahu. Trump tjáði sig um samkomulagið í Hvíta húsinu í dag og sagði samkomulagið vera öflugasta mótsvarið gegn „hatrinu sem leiddi til 11. september“ en í dag eru nítján liðin frá árásunum á World Trade Center í New York.
Ísrael Barein Donald Trump Tengdar fréttir Norskur þingmaður tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels Donald Trump er tilnefndur fyrir aðkomu sína að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 9. september 2020 09:55 Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Norskur þingmaður tilnefnir Trump til friðarverðlauna Nóbels Donald Trump er tilnefndur fyrir aðkomu sína að „sögulegum samningi“ Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 9. september 2020 09:55
Khamenei segir furstadæmin hafa svikið aðra múslima Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa svikið önnur ríki múslima og Palestínumenn með samkomulagi ríkisins við Ísrael. 1. september 2020 14:51
Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32