Segir Englendingum að gyrða sig í brók Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2020 22:25 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. Í sjónvarpsávarpi í kvöld sagði forsætisráðherrann að of margir brytu gegn sóttvarnarreglum, þó flestir fylgi þeim, og haldi það áfram verði gripið til umfangsmikilla ferða- og samkomutakmarkana. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi undanfarna daga og jafnvel vikur í Bretlandi. Í gær var viðbúnaðarstig á Bretlandseyjum hækkað og í dag voru hertar reglur opinberaðar í Englandi. Ríkisstjórn Johnson setur ekki sóttvarnarreglur fyrir aðra hluta Bretlands. Meðal þess sem nýju reglurnar fela í sér er að börum og veitingahúsum verður lokað fyrr, fólki er gert að vinna heima ef það hefur töku á. Allir verða að vera með andlitsgrímur í leigubílum og starfsmenn verslana þurfa að bera grímur. Þar að auki verður hætt við að hleypa áhorfendum á stóra íþróttaviðburði og ráðstefnu í næsta mánuði, eins og til stóð. In his address to the nation, Prime Minister Boris Johnson said the country "will get through this winter together", adding that he has "no doubt there are great days ahead".Get more on PM's address to the nation: https://t.co/iFW6JfZ3C0 pic.twitter.com/mmcukOvVvu— SkyNews (@SkyNews) September 22, 2020 Í ávarpi sínu lýsti Johnson heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, sem stærstu krísu heimsins á ævi hans og sagðist sannfærður um að enska þjóðin gæti snúið bökum saman og sigrast á faraldrinum. Varaði hann við mörgum dauðsföllum ef það yrði ekki gert. Johnson sagði að fólk gæti ekki komist upp með að taka eigin áhættu með veiruna. „Hinn sorglegi raunveruleiki þess að vera smitaður af Covid er að vægur hósti eins getur orðið dauði annars.“ Sömuleiðis væri ekki hægt að einangra eldri borgara og láta veiruna smita aðra sem eru í minni hættu, eins og lagt hafi verið til. Hún myndi án efa ná einnig til eldri borgara og valda þeim miklum skaða. Johnson sagðist einnig persónulega mótfallinn takmörkunum eins og þeim sem hann hefur sett á. Því fyrr sem hægt væri að fella þær úr gildi, því betra. Því þær ógni ekki bara störfum og afkomu fólks heldur einnig þeirri nánd sem maðurinn reiði sig á. Hann sagði alla Englendinga þurfa að snúa bökum saman og ef það gengi ekki eftir gæti hann gengið lengra og sett á frekari takmarkanir. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Hátt í tveggja milljóna sekt fyrir ítrekuð brot Íbúar í Bretlandi sem ítrekað hlíta ekki sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaðan einstakling geta átt von á sektum sem nema allt að tíu þúsund pundum 19. september 2020 22:57 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. Í sjónvarpsávarpi í kvöld sagði forsætisráðherrann að of margir brytu gegn sóttvarnarreglum, þó flestir fylgi þeim, og haldi það áfram verði gripið til umfangsmikilla ferða- og samkomutakmarkana. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi undanfarna daga og jafnvel vikur í Bretlandi. Í gær var viðbúnaðarstig á Bretlandseyjum hækkað og í dag voru hertar reglur opinberaðar í Englandi. Ríkisstjórn Johnson setur ekki sóttvarnarreglur fyrir aðra hluta Bretlands. Meðal þess sem nýju reglurnar fela í sér er að börum og veitingahúsum verður lokað fyrr, fólki er gert að vinna heima ef það hefur töku á. Allir verða að vera með andlitsgrímur í leigubílum og starfsmenn verslana þurfa að bera grímur. Þar að auki verður hætt við að hleypa áhorfendum á stóra íþróttaviðburði og ráðstefnu í næsta mánuði, eins og til stóð. In his address to the nation, Prime Minister Boris Johnson said the country "will get through this winter together", adding that he has "no doubt there are great days ahead".Get more on PM's address to the nation: https://t.co/iFW6JfZ3C0 pic.twitter.com/mmcukOvVvu— SkyNews (@SkyNews) September 22, 2020 Í ávarpi sínu lýsti Johnson heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, sem stærstu krísu heimsins á ævi hans og sagðist sannfærður um að enska þjóðin gæti snúið bökum saman og sigrast á faraldrinum. Varaði hann við mörgum dauðsföllum ef það yrði ekki gert. Johnson sagði að fólk gæti ekki komist upp með að taka eigin áhættu með veiruna. „Hinn sorglegi raunveruleiki þess að vera smitaður af Covid er að vægur hósti eins getur orðið dauði annars.“ Sömuleiðis væri ekki hægt að einangra eldri borgara og láta veiruna smita aðra sem eru í minni hættu, eins og lagt hafi verið til. Hún myndi án efa ná einnig til eldri borgara og valda þeim miklum skaða. Johnson sagðist einnig persónulega mótfallinn takmörkunum eins og þeim sem hann hefur sett á. Því fyrr sem hægt væri að fella þær úr gildi, því betra. Því þær ógni ekki bara störfum og afkomu fólks heldur einnig þeirri nánd sem maðurinn reiði sig á. Hann sagði alla Englendinga þurfa að snúa bökum saman og ef það gengi ekki eftir gæti hann gengið lengra og sett á frekari takmarkanir.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Hátt í tveggja milljóna sekt fyrir ítrekuð brot Íbúar í Bretlandi sem ítrekað hlíta ekki sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaðan einstakling geta átt von á sektum sem nema allt að tíu þúsund pundum 19. september 2020 22:57 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35
Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16
Hátt í tveggja milljóna sekt fyrir ítrekuð brot Íbúar í Bretlandi sem ítrekað hlíta ekki sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaðan einstakling geta átt von á sektum sem nema allt að tíu þúsund pundum 19. september 2020 22:57