Falsaði sögu sína með Íslamska ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2020 21:48 Vígamenn Íslamska ríkisins frömdu og fremja enn ýmis ódæði í Írak, Sýrlandi og víðar. Lögreglan í Kanada hefur handtekið umdeildan mann sem sagðist hafa verið böðull fyrir Íslamska ríkið. Maðurinn heitir Shehroze Chaudhry og er 25 ára gamall. Hann hefur einnig gengið undir nafninu Abu Huzayfah, og er sakaður um að hafa falsað sögu sína. Meðal annars sagði hann þessa sögu sína í hlaðvarpsþætti New York Times sem hlaut ýmiss verðlaun. Hann sagðist hafa tekið minnst tvo menn af lífi og lýsti þeim aftökum með mikilli nákvæmni. Chaudhry fór hann til Pakistan eftir skóla og þá til frekara náms. Hann hefur þó sagt það yfirskin og í rauninni hafi hann farið til Sýrlands og gengið til liðs við ISIS. Hann sneri aftur til Kanada árið 2016. Meðal annars sagðist hann hafa myrt fíkniefnasala með því að stinga hann ítrekað og krossfesta hann svo. Sögur hans hafa þó einkennst af miklu ósamræmi. Til dæmis um það hve lengi hann var í Sýrlandi á tímum kalífadæmis ISIS árið 2014. Hann hefur sömuleiðis sagt öðrum fjölmiðlum að hann hefði engan drepið í Sýrlandi. Chaudhry hafði ekki verið handtekinn áður en stór hluti umrædds hlaðvarps fjallaði þó um það hve erfiðlega hefði gengið að sannreyna sögur hans en það er vandi sem stendur frammi fyrir mörgum ríkjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Fjöldi manna frá þessu heimsálfum gengu á sínum tíma til liðs við ISIS og margir þeirra eru nú í haldi sýrlenskra Kúrda. Það þykir hættulegt að taka við þessum mönnum í heimalöndum þeirra vegna þess hve erfitt er að sanna fyrir dómi að mennirnir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin og framið glæpi og önnur ódæmi. Engin skjöl, myndir eða annað sé til. Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Börn þessara manna og kvenna eru sömuleiðis mörg hver í fangabúðum í Sýrlandi. Eftir að saga Chaudhry birtist í fjölmiðlum urðu miklar deilur á þingi Kanada, samkvæmt frétt Global News. Íhaldssamir kanadískir þingmenn kölluðu eftir upplýsingum um af hverju hann hefði ekki verið handtekinn og af hverju frjálslynd ríkisstjórn landsins leyfði þessu „fyrirlitlega dýri að ganga um landið“. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að eftir langa rannsókn hafi Chaudhry verið ákærður fyrir gabb varðandi hryðjuverkastarfsemi. Ákæran byggi á mörgum viðtölum við fjölmiða og að þau viðtöl hafi valdið ótta í Kanada. Hámarksrefsing fyrir slík brot er fimm ára fangelsisvist. Kanada Sýrland Tengdar fréttir Dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir að aðstoða bróður sinn við árásina í Manchester Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. 20. ágúst 2020 12:32 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02 Börnin sem enginn vill fá heim Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim. 31. maí 2020 12:54 Segja nýjan leiðtoga ISIS vera einn af stofnendum samtakanna Íslamska ríkið hefur fundið nýjan leiðtoga. Sá heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi og er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. 21. janúar 2020 06:43 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Lögreglan í Kanada hefur handtekið umdeildan mann sem sagðist hafa verið böðull fyrir Íslamska ríkið. Maðurinn heitir Shehroze Chaudhry og er 25 ára gamall. Hann hefur einnig gengið undir nafninu Abu Huzayfah, og er sakaður um að hafa falsað sögu sína. Meðal annars sagði hann þessa sögu sína í hlaðvarpsþætti New York Times sem hlaut ýmiss verðlaun. Hann sagðist hafa tekið minnst tvo menn af lífi og lýsti þeim aftökum með mikilli nákvæmni. Chaudhry fór hann til Pakistan eftir skóla og þá til frekara náms. Hann hefur þó sagt það yfirskin og í rauninni hafi hann farið til Sýrlands og gengið til liðs við ISIS. Hann sneri aftur til Kanada árið 2016. Meðal annars sagðist hann hafa myrt fíkniefnasala með því að stinga hann ítrekað og krossfesta hann svo. Sögur hans hafa þó einkennst af miklu ósamræmi. Til dæmis um það hve lengi hann var í Sýrlandi á tímum kalífadæmis ISIS árið 2014. Hann hefur sömuleiðis sagt öðrum fjölmiðlum að hann hefði engan drepið í Sýrlandi. Chaudhry hafði ekki verið handtekinn áður en stór hluti umrædds hlaðvarps fjallaði þó um það hve erfiðlega hefði gengið að sannreyna sögur hans en það er vandi sem stendur frammi fyrir mörgum ríkjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Fjöldi manna frá þessu heimsálfum gengu á sínum tíma til liðs við ISIS og margir þeirra eru nú í haldi sýrlenskra Kúrda. Það þykir hættulegt að taka við þessum mönnum í heimalöndum þeirra vegna þess hve erfitt er að sanna fyrir dómi að mennirnir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin og framið glæpi og önnur ódæmi. Engin skjöl, myndir eða annað sé til. Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Börn þessara manna og kvenna eru sömuleiðis mörg hver í fangabúðum í Sýrlandi. Eftir að saga Chaudhry birtist í fjölmiðlum urðu miklar deilur á þingi Kanada, samkvæmt frétt Global News. Íhaldssamir kanadískir þingmenn kölluðu eftir upplýsingum um af hverju hann hefði ekki verið handtekinn og af hverju frjálslynd ríkisstjórn landsins leyfði þessu „fyrirlitlega dýri að ganga um landið“. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að eftir langa rannsókn hafi Chaudhry verið ákærður fyrir gabb varðandi hryðjuverkastarfsemi. Ákæran byggi á mörgum viðtölum við fjölmiða og að þau viðtöl hafi valdið ótta í Kanada. Hámarksrefsing fyrir slík brot er fimm ára fangelsisvist.
Kanada Sýrland Tengdar fréttir Dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir að aðstoða bróður sinn við árásina í Manchester Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. 20. ágúst 2020 12:32 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02 Börnin sem enginn vill fá heim Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim. 31. maí 2020 12:54 Segja nýjan leiðtoga ISIS vera einn af stofnendum samtakanna Íslamska ríkið hefur fundið nýjan leiðtoga. Sá heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi og er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. 21. janúar 2020 06:43 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir að aðstoða bróður sinn við árásina í Manchester Hashem Abedi, bróðir mannsins sem sprengdi sig í loft upp þegar fjöldi fólks var að yfirgefa tónleika Ariana Grande í Manchester árið 2017, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi. 20. ágúst 2020 12:32
Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56
Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02
Börnin sem enginn vill fá heim Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim. 31. maí 2020 12:54
Segja nýjan leiðtoga ISIS vera einn af stofnendum samtakanna Íslamska ríkið hefur fundið nýjan leiðtoga. Sá heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al Salbi og er einn af stofnmeðlimum hryðjuverkasamtakanna. 21. janúar 2020 06:43
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent