Ókeypis í strætó í hundrað ár Baldur Borgþórsson skrifar 29. september 2020 12:01 Jafn ótrúlega og það kann að hljóma, þá má leiða líkum að því að spara megi samfélaginu milljarða á milljarða ofan árlega með því einu að gera Strætó gjaldfrjálsan. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt. Með því að sleppa borgarlínu. Reikningsdæmið er ekki ýkja flókið: Þrátt fyrir að talsmenn borgarlínu virðist hreinlega ekki vita hvert rekstrarform borgarlínu á að verða eins og dæmin sýna,( á glærusýningum eru ýmist lestarvagnar teinar og tilheyrandi, liðvagnar á hjólbörðum, eða að virðist venjulegir strætisvagnar), þá liggur eitt ljóst fyrir: Lágmarkskostnaður við uppbyggingu sjálfrar línunnar verður 100 milljarðar. Gæti farið í 200 milljarða. Eða 300 milljarða. Enginn veit og allra síst talsmenn línunnar með borgarstjóra í broddi fylkingar. En flest vitum við þó af biturri reynslu að kostnaðaráætlanir eiga það til að tvöfaldast og þrefaldast og það þegar best lætur. Því væri óábyrgt að reikna með minna 200 milljörðum. Vera í lægri kantinum eins og sagt er og rífandi bjartsýn. Þá er komið að vögnunum sjálfum og stofnkostnaði við innkaup þeirra. Erfitt er að henda á reiður á þann kostnað, því ekki hefur fengist afgerandi svar frá talsmönnum borgarlínu hvort þar verði um að ræða lestarvagna,sporvagna liðvagna eða að virðist venjulega vagna. Hér getum við því aftur beitt meðalhófinu og rífandi bjartsýni og reiknað með tuttugu milljörðum. Þá er eftir viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu. Talsmenn borgarlínu hafa sjálfir nefnt ríflega tvo milljarða á ári eða sex milljörðum minna en árlegur rekstarkostnaður Strætó er í dag. Hvernig sú útkoma er fengin veit enginn. Sennilega síst talsmennirnir sjálfir. Enn og aftur skulum við því beita meðalhófi og rífandi bjartsýni og reikna með 4 milljörðum. Niðurstaðan með rífandi bjartsýni og meðalhófi er því eftirfarandi: Stofnkostnaður línu : 200 milljarðar Stofnkostnaður vagna: 20 milljarðar Viðbótar rekstrarkostnaður: 4 milljarðar Til viðbótar kemur síðan fjármagnskostnaður sem nemur milljörðum á ári. Allar tölur eru vegna borgarlínu einnar. Rekstrartölur Strætó standa sér og munu í besta falli haldast á svipuðu róli áfram eftir tilkomu borgarlínu. Þegar hér er komið sögu hlýtur að teljast eðlilegt að staldra við og spyrja einfaldrar spurningar: Hvernig eru áform um borgarlínu til komin, með slíkum kostnaði að annað eins hefur ekki sést? Svarið liggur fyrir. Undanliðin níu ár hefur ríkið samkvæmt samningi greitt Strætó bs rétt um níu milljarða en samkvæmt samingnum átti þetta framlag að nýtast til að auka hlutdeild Strætó í ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu úr 4% í 12%. Niðurstaðan liggur fyrir. Á þessum níu árum hefur ekkert breyst. Hlutfallið er enn 4%. Árangurinn er enginn. 0 % Fórnarkostnaðurinn liggur hinsvegar fyrir þar sem fallið var frá fyrirhuguðum nauðsynlegum úrbótum á samgöngumannvirkjum innan borgarmarkanna. Nú gjalda allir fyrir. Líka farþegar Strætó. Sömu aðilar og mættu gallvaskir á fund ráðherra á sínum tíma og gengu út með níu milljarða eru mættir á ný. Nú sem talsmenn borgarlínu. Með ný fyrirheit. Hvernig það má vera að þeim hafi yfirhöfuð verið hleypt inn er undirrituðum hulin ráðgáta. En nú skiptum við um gír og ræðum lausnir, enda mun skemmtilegra umræðuefni. Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Þannig er rétt að benda á staðreynd sem flestum er ekki kunnugt um. Þá staðreynd að heildatekjur Strætó af fargjaldasölu eru 2 milljarðar á ári. Svona eins og helmingi minni en viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu einnar og sér. Gerum Strætó gjaldfrjálsan og föllum frá öllum áformum um borgarlínu. Þannig getum við fjölgað notendum. Þannig getum við sparað 2 milljarða á ári vegna viðbótar rekstrarkostnaðar borgarlínu. Þannig getum við sparað stofnkostnað borgarlínu upp á 200 milljarða. Þannig getum við sparað 20 milljarða stofnkostnað vegna farartækja hver sem þau verða. Þannig getum við sparað fjármagnskostnað upp á milljarða árlega. Í hundrað ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta rétt eins og til stóð þar til fyrir níu árum . Frelsi til að velja þann ferðamáta sem hver og einn telur bestan fyrir sig, gangandi, hjólandi, Strætó, bílinn eða allt í senn er frelsi sem ekki verður metið til fjár. Það er ómetanlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Jafn ótrúlega og það kann að hljóma, þá má leiða líkum að því að spara megi samfélaginu milljarða á milljarða ofan árlega með því einu að gera Strætó gjaldfrjálsan. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt. Með því að sleppa borgarlínu. Reikningsdæmið er ekki ýkja flókið: Þrátt fyrir að talsmenn borgarlínu virðist hreinlega ekki vita hvert rekstrarform borgarlínu á að verða eins og dæmin sýna,( á glærusýningum eru ýmist lestarvagnar teinar og tilheyrandi, liðvagnar á hjólbörðum, eða að virðist venjulegir strætisvagnar), þá liggur eitt ljóst fyrir: Lágmarkskostnaður við uppbyggingu sjálfrar línunnar verður 100 milljarðar. Gæti farið í 200 milljarða. Eða 300 milljarða. Enginn veit og allra síst talsmenn línunnar með borgarstjóra í broddi fylkingar. En flest vitum við þó af biturri reynslu að kostnaðaráætlanir eiga það til að tvöfaldast og þrefaldast og það þegar best lætur. Því væri óábyrgt að reikna með minna 200 milljörðum. Vera í lægri kantinum eins og sagt er og rífandi bjartsýn. Þá er komið að vögnunum sjálfum og stofnkostnaði við innkaup þeirra. Erfitt er að henda á reiður á þann kostnað, því ekki hefur fengist afgerandi svar frá talsmönnum borgarlínu hvort þar verði um að ræða lestarvagna,sporvagna liðvagna eða að virðist venjulega vagna. Hér getum við því aftur beitt meðalhófinu og rífandi bjartsýni og reiknað með tuttugu milljörðum. Þá er eftir viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu. Talsmenn borgarlínu hafa sjálfir nefnt ríflega tvo milljarða á ári eða sex milljörðum minna en árlegur rekstarkostnaður Strætó er í dag. Hvernig sú útkoma er fengin veit enginn. Sennilega síst talsmennirnir sjálfir. Enn og aftur skulum við því beita meðalhófi og rífandi bjartsýni og reikna með 4 milljörðum. Niðurstaðan með rífandi bjartsýni og meðalhófi er því eftirfarandi: Stofnkostnaður línu : 200 milljarðar Stofnkostnaður vagna: 20 milljarðar Viðbótar rekstrarkostnaður: 4 milljarðar Til viðbótar kemur síðan fjármagnskostnaður sem nemur milljörðum á ári. Allar tölur eru vegna borgarlínu einnar. Rekstrartölur Strætó standa sér og munu í besta falli haldast á svipuðu róli áfram eftir tilkomu borgarlínu. Þegar hér er komið sögu hlýtur að teljast eðlilegt að staldra við og spyrja einfaldrar spurningar: Hvernig eru áform um borgarlínu til komin, með slíkum kostnaði að annað eins hefur ekki sést? Svarið liggur fyrir. Undanliðin níu ár hefur ríkið samkvæmt samningi greitt Strætó bs rétt um níu milljarða en samkvæmt samingnum átti þetta framlag að nýtast til að auka hlutdeild Strætó í ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu úr 4% í 12%. Niðurstaðan liggur fyrir. Á þessum níu árum hefur ekkert breyst. Hlutfallið er enn 4%. Árangurinn er enginn. 0 % Fórnarkostnaðurinn liggur hinsvegar fyrir þar sem fallið var frá fyrirhuguðum nauðsynlegum úrbótum á samgöngumannvirkjum innan borgarmarkanna. Nú gjalda allir fyrir. Líka farþegar Strætó. Sömu aðilar og mættu gallvaskir á fund ráðherra á sínum tíma og gengu út með níu milljarða eru mættir á ný. Nú sem talsmenn borgarlínu. Með ný fyrirheit. Hvernig það má vera að þeim hafi yfirhöfuð verið hleypt inn er undirrituðum hulin ráðgáta. En nú skiptum við um gír og ræðum lausnir, enda mun skemmtilegra umræðuefni. Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Þannig er rétt að benda á staðreynd sem flestum er ekki kunnugt um. Þá staðreynd að heildatekjur Strætó af fargjaldasölu eru 2 milljarðar á ári. Svona eins og helmingi minni en viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu einnar og sér. Gerum Strætó gjaldfrjálsan og föllum frá öllum áformum um borgarlínu. Þannig getum við fjölgað notendum. Þannig getum við sparað 2 milljarða á ári vegna viðbótar rekstrarkostnaðar borgarlínu. Þannig getum við sparað stofnkostnað borgarlínu upp á 200 milljarða. Þannig getum við sparað 20 milljarða stofnkostnað vegna farartækja hver sem þau verða. Þannig getum við sparað fjármagnskostnað upp á milljarða árlega. Í hundrað ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta rétt eins og til stóð þar til fyrir níu árum . Frelsi til að velja þann ferðamáta sem hver og einn telur bestan fyrir sig, gangandi, hjólandi, Strætó, bílinn eða allt í senn er frelsi sem ekki verður metið til fjár. Það er ómetanlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun