Grískur nýnasistaflokkur talinn glæpasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 10:59 Liðsmenn hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar á viðburði þeirra í fyrra. Flokkurinn hefur nú verið úrskurðaður glæpasamtök. AP/Yorgos Karahalis Áfrýjunardómstóll í Grikklandi komst að þeirri niðurstöðu að sjö leiðtogar nýnasíska hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar hafi rekið glæpasamtök í dag. Flokkurinn er sá þriðji stærsti á gríska þinginu. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, og sex aðrir eiga nú yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsisvist. Aðrir sem voru sakfelldir fyrir að tilheyra glæpasamtökum geta vænst allt að tíu ára fangelsisdóms. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Aþenu í morgun en mannfjöldi hafði safnast þar saman. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um 2.000 lögreglumenn hafi staðið vörð um dómshúsið en nokkur hundruð mótmælendur hafi krafist langra fangelsisdóma yfir liðsmönnum samtakanna. AP-fréttastofan segir að allt að 15.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn fasisma fyrir utan dómshúsið. Aðalsakborningarnir í málinu eru leiðtoginn Michaloliakos og átján fyrrverandi þingmenn flokksins. Í heildina eru tæplega sjötíu liðsmenn samtakanna ákærðir fyrir glæpi. Málið gegn Gullinni dögun hefur tekið fimm ár í meðförum saksóknara og dómstóla. Nikos Michaloliakos leiðtogi Gullinnar dögunar er aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Leiðtogar flokksins hafa þó alltaf hafnað því að hann sé nýnasistaflokkur.AP/Lefteris Pitarakis Auk morðsins á Fyssas hafa liðsmenn Gullinnar dögunar verið bendlaðir við tugi árása á innflytjendur og vinstrisinnaða pólitíska andstæðinga. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa reynt að myrða egypskan sjómann árið 2012 og liðsmann kommúnísku verkalýðssamtakanna PAME árið 2013. Stuðningsmaður samtakanna hefur þegar verið sakfelldur fyrir morðið á Fyssas og fimmtán liðsmenn þeirra til viðbótar fyrir aðild að því. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugs og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðusst á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Michaloliakos stofnaði Gullna dögun um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hann var aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Heilsaði hann jafnan að nasistasið á baráttufundum samtakanna. Þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans árið 2013 fundust skotvopn og skotfæri. Hann hefur neitað allri vitneskju um morðið á Fyssas. Grikkland Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Grikklandi komst að þeirri niðurstöðu að sjö leiðtogar nýnasíska hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar hafi rekið glæpasamtök í dag. Flokkurinn er sá þriðji stærsti á gríska þinginu. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, og sex aðrir eiga nú yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsisvist. Aðrir sem voru sakfelldir fyrir að tilheyra glæpasamtökum geta vænst allt að tíu ára fangelsisdóms. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Aþenu í morgun en mannfjöldi hafði safnast þar saman. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um 2.000 lögreglumenn hafi staðið vörð um dómshúsið en nokkur hundruð mótmælendur hafi krafist langra fangelsisdóma yfir liðsmönnum samtakanna. AP-fréttastofan segir að allt að 15.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn fasisma fyrir utan dómshúsið. Aðalsakborningarnir í málinu eru leiðtoginn Michaloliakos og átján fyrrverandi þingmenn flokksins. Í heildina eru tæplega sjötíu liðsmenn samtakanna ákærðir fyrir glæpi. Málið gegn Gullinni dögun hefur tekið fimm ár í meðförum saksóknara og dómstóla. Nikos Michaloliakos leiðtogi Gullinnar dögunar er aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Leiðtogar flokksins hafa þó alltaf hafnað því að hann sé nýnasistaflokkur.AP/Lefteris Pitarakis Auk morðsins á Fyssas hafa liðsmenn Gullinnar dögunar verið bendlaðir við tugi árása á innflytjendur og vinstrisinnaða pólitíska andstæðinga. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa reynt að myrða egypskan sjómann árið 2012 og liðsmann kommúnísku verkalýðssamtakanna PAME árið 2013. Stuðningsmaður samtakanna hefur þegar verið sakfelldur fyrir morðið á Fyssas og fimmtán liðsmenn þeirra til viðbótar fyrir aðild að því. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugs og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðusst á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Michaloliakos stofnaði Gullna dögun um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hann var aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Heilsaði hann jafnan að nasistasið á baráttufundum samtakanna. Þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans árið 2013 fundust skotvopn og skotfæri. Hann hefur neitað allri vitneskju um morðið á Fyssas.
Grikkland Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira