Íbúar Louisiana búa sig undir enn eitt óveðrið Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 14:08 Skemmdirnar sem Lára olli í ágúst eru enn sýnilega víða í Louisiana. AP/Gerald Herbert Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir komu annars öfluga fellibyljarins á einungis sex vikum. Búist er við því að fellibylurinn Delta nái þar landi í nótt og er útlit fyrir að hann geti valdið miklum skaða. Miðað við spár veðurfræðingar er óvíst hvort Delta nái landi sem þriðja stigs fellibylur eða annars stigs en sá munur snýst að mestu um vindhraða. Burtséð frá því er Delta það stór fellibylur að hann mun valda miklum sjávarflóðum og jafnvel skyndiflóðum á landi vegna mikillar rigningar. Sjávarborð gæti til að mynda hækkað um allt að þrjá og hálfan metra. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í sjötta sinn á þessu ári sem hitabeltislægð stefnir að Louisiana. Tvær þeirra hafa áður valdið skaða. þann 27. ágúst fór fellibylurinn Lára yfir svæðið og olli miklum skaða og á fjórða tug dauðsfalla. Lára var þá fjórða stigs fellibylur. Sjá einnig: „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Útlit er fyrir að Delta sé á sömu leið og Lára og muni ná landi við landamæri Louisiana og Texas. Preparations for the arrival of Hurricane #Delta need to be rushed to completion, with tropical-storm-force winds expected to reach the coast in the next couple of hours, making preparations dangerous or impossible to complete. pic.twitter.com/au1F6bV5dS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2020 Íbúar þar segjast þreyttir og telja að þeir hafi þjáðst nóg. Þeir hafa þó flestir undirbúið sig vel og margir hafa yfirgefið heimili sín. „Þú getur alltaf fengið nýtt hús eða nýjan bí en ekki nýtt líf,“ sagði Hilton Stroder við blaðamann AP. Hann og eiginkona hans voru þó á að festa hlera fyrir glugga heimilis þeirra og ætluðu svo að ferðast til heimilis sonar þeirra. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember. Bandaríkin Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43 Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir komu annars öfluga fellibyljarins á einungis sex vikum. Búist er við því að fellibylurinn Delta nái þar landi í nótt og er útlit fyrir að hann geti valdið miklum skaða. Miðað við spár veðurfræðingar er óvíst hvort Delta nái landi sem þriðja stigs fellibylur eða annars stigs en sá munur snýst að mestu um vindhraða. Burtséð frá því er Delta það stór fellibylur að hann mun valda miklum sjávarflóðum og jafnvel skyndiflóðum á landi vegna mikillar rigningar. Sjávarborð gæti til að mynda hækkað um allt að þrjá og hálfan metra. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í sjötta sinn á þessu ári sem hitabeltislægð stefnir að Louisiana. Tvær þeirra hafa áður valdið skaða. þann 27. ágúst fór fellibylurinn Lára yfir svæðið og olli miklum skaða og á fjórða tug dauðsfalla. Lára var þá fjórða stigs fellibylur. Sjá einnig: „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Útlit er fyrir að Delta sé á sömu leið og Lára og muni ná landi við landamæri Louisiana og Texas. Preparations for the arrival of Hurricane #Delta need to be rushed to completion, with tropical-storm-force winds expected to reach the coast in the next couple of hours, making preparations dangerous or impossible to complete. pic.twitter.com/au1F6bV5dS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2020 Íbúar þar segjast þreyttir og telja að þeir hafi þjáðst nóg. Þeir hafa þó flestir undirbúið sig vel og margir hafa yfirgefið heimili sín. „Þú getur alltaf fengið nýtt hús eða nýjan bí en ekki nýtt líf,“ sagði Hilton Stroder við blaðamann AP. Hann og eiginkona hans voru þó á að festa hlera fyrir glugga heimilis þeirra og ætluðu svo að ferðast til heimilis sonar þeirra. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember.
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43 Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43
Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33