Íbúar Louisiana búa sig undir enn eitt óveðrið Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 14:08 Skemmdirnar sem Lára olli í ágúst eru enn sýnilega víða í Louisiana. AP/Gerald Herbert Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir komu annars öfluga fellibyljarins á einungis sex vikum. Búist er við því að fellibylurinn Delta nái þar landi í nótt og er útlit fyrir að hann geti valdið miklum skaða. Miðað við spár veðurfræðingar er óvíst hvort Delta nái landi sem þriðja stigs fellibylur eða annars stigs en sá munur snýst að mestu um vindhraða. Burtséð frá því er Delta það stór fellibylur að hann mun valda miklum sjávarflóðum og jafnvel skyndiflóðum á landi vegna mikillar rigningar. Sjávarborð gæti til að mynda hækkað um allt að þrjá og hálfan metra. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í sjötta sinn á þessu ári sem hitabeltislægð stefnir að Louisiana. Tvær þeirra hafa áður valdið skaða. þann 27. ágúst fór fellibylurinn Lára yfir svæðið og olli miklum skaða og á fjórða tug dauðsfalla. Lára var þá fjórða stigs fellibylur. Sjá einnig: „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Útlit er fyrir að Delta sé á sömu leið og Lára og muni ná landi við landamæri Louisiana og Texas. Preparations for the arrival of Hurricane #Delta need to be rushed to completion, with tropical-storm-force winds expected to reach the coast in the next couple of hours, making preparations dangerous or impossible to complete. pic.twitter.com/au1F6bV5dS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2020 Íbúar þar segjast þreyttir og telja að þeir hafi þjáðst nóg. Þeir hafa þó flestir undirbúið sig vel og margir hafa yfirgefið heimili sín. „Þú getur alltaf fengið nýtt hús eða nýjan bí en ekki nýtt líf,“ sagði Hilton Stroder við blaðamann AP. Hann og eiginkona hans voru þó á að festa hlera fyrir glugga heimilis þeirra og ætluðu svo að ferðast til heimilis sonar þeirra. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember. Bandaríkin Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43 Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir komu annars öfluga fellibyljarins á einungis sex vikum. Búist er við því að fellibylurinn Delta nái þar landi í nótt og er útlit fyrir að hann geti valdið miklum skaða. Miðað við spár veðurfræðingar er óvíst hvort Delta nái landi sem þriðja stigs fellibylur eða annars stigs en sá munur snýst að mestu um vindhraða. Burtséð frá því er Delta það stór fellibylur að hann mun valda miklum sjávarflóðum og jafnvel skyndiflóðum á landi vegna mikillar rigningar. Sjávarborð gæti til að mynda hækkað um allt að þrjá og hálfan metra. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í sjötta sinn á þessu ári sem hitabeltislægð stefnir að Louisiana. Tvær þeirra hafa áður valdið skaða. þann 27. ágúst fór fellibylurinn Lára yfir svæðið og olli miklum skaða og á fjórða tug dauðsfalla. Lára var þá fjórða stigs fellibylur. Sjá einnig: „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Útlit er fyrir að Delta sé á sömu leið og Lára og muni ná landi við landamæri Louisiana og Texas. Preparations for the arrival of Hurricane #Delta need to be rushed to completion, with tropical-storm-force winds expected to reach the coast in the next couple of hours, making preparations dangerous or impossible to complete. pic.twitter.com/au1F6bV5dS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2020 Íbúar þar segjast þreyttir og telja að þeir hafi þjáðst nóg. Þeir hafa þó flestir undirbúið sig vel og margir hafa yfirgefið heimili sín. „Þú getur alltaf fengið nýtt hús eða nýjan bí en ekki nýtt líf,“ sagði Hilton Stroder við blaðamann AP. Hann og eiginkona hans voru þó á að festa hlera fyrir glugga heimilis þeirra og ætluðu svo að ferðast til heimilis sonar þeirra. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember.
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43 Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43
Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33