Ítalir og Bretar reyna að komast hjá því að setja á útgöngubann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 20:55 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Jessica Taylor Búist er við því að leiðtogar í Bretland og Ítalíu munu á morgun kynna til leiks aðgerðir til þess að stemma í stigu við aukningu á kórónuveirusmitum í löndunum tveimur. Leiðtogarnir eru sagðir vilja komast hjá því að setja á útgöngubann, sambærilegt við það sem gripið var til í fyrstu bylgju faraldursins sem lék íbúa þessara ríkja grátt. Í Bretlandi er búist við að Boris Johnson forsætisráðherra muni kynna staðbundnar aðgerðir á þeim svæðum þar sem kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Á það einkum við um norðurhluta landsins en borgarstjóri Liverpool-borgar segir að ríkisstjórnin vilji grípa til mjög harðra aðgerða þar. Reiknað er með á þeim svæðum þar sem flest smit hafa greinst að undanförnu verði börum og líkamsræktarstöðvum gert að loka. Í frétt Reuters segir að Johnson sé að reyna að komast hjá því að setja útgöngubann á um gervallt Bretland vegna ótta um að það muni vera afar slæmt fyrir efnahag ríkisins. Tíu til fimmtán þúsund smit hafa greinst á degi hverjum í Bretlandi en alls hafa 604 þúsund smit greinst í Bretlandi frá upphafi faraldursins. Ítalir hafi ekki efni á útgöngubanni Ítalía hefur einnig orðið fyrir barðinu á aukningu í tilfellum og þar er búist við að hertari aðgerðir verði kynntar næstu daga. Smitum þar hefur einnig farið fjölgandi að undanförnu, þannig greindust yfir fimm þúsund smit á föstudaginn, í fyrsta sinn sem fjöldi smita fer yfir þá tölu síðan í mars. Reiknað er með að yfirvöld í Ítalíu leggi blátt bann við einkaveislum og opnunartími bara og veitingastaða í Rómarborg verði skertur. Forsætisráðherra Ítalíu hefur sagt að ríkið hafi ekki efni á því að setja á annað útgöngubann, og því standa vonir til þess að vægari aðgerðir muni bera árangur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Ítalía Tengdar fréttir Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Búist er við því að leiðtogar í Bretland og Ítalíu munu á morgun kynna til leiks aðgerðir til þess að stemma í stigu við aukningu á kórónuveirusmitum í löndunum tveimur. Leiðtogarnir eru sagðir vilja komast hjá því að setja á útgöngubann, sambærilegt við það sem gripið var til í fyrstu bylgju faraldursins sem lék íbúa þessara ríkja grátt. Í Bretlandi er búist við að Boris Johnson forsætisráðherra muni kynna staðbundnar aðgerðir á þeim svæðum þar sem kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Á það einkum við um norðurhluta landsins en borgarstjóri Liverpool-borgar segir að ríkisstjórnin vilji grípa til mjög harðra aðgerða þar. Reiknað er með á þeim svæðum þar sem flest smit hafa greinst að undanförnu verði börum og líkamsræktarstöðvum gert að loka. Í frétt Reuters segir að Johnson sé að reyna að komast hjá því að setja útgöngubann á um gervallt Bretland vegna ótta um að það muni vera afar slæmt fyrir efnahag ríkisins. Tíu til fimmtán þúsund smit hafa greinst á degi hverjum í Bretlandi en alls hafa 604 þúsund smit greinst í Bretlandi frá upphafi faraldursins. Ítalir hafi ekki efni á útgöngubanni Ítalía hefur einnig orðið fyrir barðinu á aukningu í tilfellum og þar er búist við að hertari aðgerðir verði kynntar næstu daga. Smitum þar hefur einnig farið fjölgandi að undanförnu, þannig greindust yfir fimm þúsund smit á föstudaginn, í fyrsta sinn sem fjöldi smita fer yfir þá tölu síðan í mars. Reiknað er með að yfirvöld í Ítalíu leggi blátt bann við einkaveislum og opnunartími bara og veitingastaða í Rómarborg verði skertur. Forsætisráðherra Ítalíu hefur sagt að ríkið hafi ekki efni á því að setja á annað útgöngubann, og því standa vonir til þess að vægari aðgerðir muni bera árangur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Ítalía Tengdar fréttir Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35