Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 08:55 William Barr, dómsmálaráðherra, og Donald Trump, forseti. Báðir eru þeir sagðir ósáttir við hvor annan. AP/Alex Brandon John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. Hann fann engin ummerki þess að embættismenn hafi brotið af sér í starfi, né að glæpur hafi verið framinn. Trump-liðar hafa lengi haldið því fram að ýmis brot hafi verið framin í tengslum við málið gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Forsetinn rak Flynn eftir að í ljós kom að hann hefði sagt ósatt um samtöl sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, eftir forsetakosningarnar 2016 en fyrir embættistöku Trump. Flynn játaði í kjölfarið að hafa logið minnst tvisvar sinnum að starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um þau símtöl. Barr, sem ítrekað hefur verið sakaður um að haga sér eins og persónulegur lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra, og hefur sömuleiðis verið sakaður um að beita Dómsmálaráðuneytinu í pólitíska þágu Trump, hefur gripið nokkrum sinnum inn í dómsmál hins opinbera gegn Flynn. Sjá einnig: Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Uppruna málsins má rekja til 29. desember 2016. Þann dag tilkynnti Barack Obama nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum í nóvember það ár og tölvuárásir. Eftir þá tilkynningu ræddi Flynn við Kislyak og bað hann um tala fyrir því að Rússar svöruðu ekki í sömu mynt. Trump hafði þá verið kosinn forseti en hafði ekki tekið við embættinu. Flynn var þá orðinn þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Degi seinna tilkynnti Vladimir Pútín, forseti Rússlands, að Rússar myndu ekki svara í sömu mynt. Trump hrósaði Pútín á Twitter og sagði: „Ég vissi alltaf að hann væri snjall“. Í nokkur ár hafa Trump-liðar reynt að endurskrifa söguna í máli Flynn og halda því fram að óheiðarlegir embættismenn ríkisstjórnar Obama hafi komið sök á hann. Bash var sérstaklega fenginn til að rannsaka það að embættismenn hafi beðið um heimild til að fá nafn Flynn, sem á ensku kallast „unmasking“. Þegar bandarískir ríkisborgarar eru aðilar að hleruðum samtölum leyniþjónusta Bandaríkjanna eru nöfn þeirra oftar en ekki þurrkuð út úr eftirritunum og þeim gefið nafn eins og Bandaríkjamaður 1. Í ljós hefur komið að margir embættismenn báðu um aðgang að nafni Flynn í tengslum við símtöl erlendra aðila sem voru hleruð. Bæði vegna símtala Flynn við Kislyak og aðra erlenda embættismenn. Þegar embættismenn skoða svo eftirrit af viðkomandi samtölum geta þeir beðið um að fá að vita um hvaða Bandaríkjamenn sé að ræða. Meðal þeirra sem báðu um að fá að vita hver Flynn væri voru Joe Biden, varaforseti Obama, Denis McDonough, fyrrverandi starfsmannastjóri Obama, James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA, og James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað sakað þessa aðila um glæpi en þetta svokallaða unmasking er hefðbundin aðgerð sem framkvæmd er fjölmörgu sinnum á ári hverju. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur minnst tvisvar sinnum játað að hafa logið að starfsmönnum Alríkislögregu Bandaríkjanna. Hann laug einnig að Mike Pence, varaforseta, þegar sá spurði hann út í samærður Flynn við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.EPA/JIM LO SCALZO Vilja ekki segja frá niðurstöðunni Samkvæmt heimildum Washingt Post innan ríkisstjórnar Trump, fann Bash ekki nein ummerki þess að embættismenn hafi brotið af sér í starfi, eins og áður hefur komið fram, né að glæpir hafi verið framdir. Bash lauk störfum sínum í síðustu viku og yfirgaf Dómsmálaráðuneytið í kjölfarið. Hann fann ekki tilefni til að skrifa skýrslu um málið og forsvarsmenn ráðuneytisins hafa neitað að opinbera niðurstöður Bash. Heimildarmenn Washington Post segja að niðurstaðan hefði ekki fallið í kramið hjá Trump-liðum, sem hafa viljað láta líta út fyrir að um samsæri gegn Flynn og Trump sé að ræða. Jafnvel án þess að niðurstaða hafi verið fengin í málið hafa Trump-liðar notað nokkrar rannsóknir Dómsmálaráðuneytisins á Rússarannsókninni svokölluðu, til marks um áðurnefnt samsæri. Rússarannsóknin er rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á því hvort framboð Trump hafi starfað með yfirvöldum í Rússlandi í tengslum við afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum 2016. Kallar eftir ákærum gegn pólitískum andstæðingum sínum Trump hefur verið sakaður um að beita ríkinu gegn pólitískum andstæðingum sínum. Hann hefur ítrekað sagt opinberlega, á kosningafundum og Twitter, að réttast væri að ákæra og jafnvel handtaka og fangelsa pólitíska andstæðinga sína. Nú hefur hann hins vegar gefið ráðherrum sínum skipanir um aðgerðir gegn pólitískum andstæðingum sínum. Meðal annars hefur hann krafist þess að tölvupóstar Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans árið 2016, verði opinberaðir og að Barack Obama, forveri hans, og Joe Biden, núverandi mótframbjóðandi hans, verði ákærðir. Sjá einnig: Býst hvorki við að Obama né Biden verði rannsakaðir Í umfjöllun Washington Post frá því um helgina segja sérfræðingar að ummæli forsetans séu alfarið fordæmalaus og mjög alvarleg. Einn lagaprófessor sem rætt var við sagði ummælin „Klikkuð“. Samband Trump og William Barr, dómsmálaráðherra, hefur versnað til muna á undanförnum dögum og vikum, vegna þess að Trump þykir Barr ekki ganga nógu hart fram gegn pólitískum andstæðingum sínum. Forsetinn hefur í raun lýst því yfir að honum þykir Barr ekki standa sig og að hann vilji sjá ákærur. Meðal þess sem valdið hefur deilum á milli Trump er Barr er önnur rannsókn sem snýr að Rússarannsókninni. Saksóknarinn John Durham var skipaður af Barr til að stýra rannsókninni og var honum gert að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar. Durham hefur tilkynnt Barr að hann muni ekki ljúka rannsókninni fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og virðist Trump ekki vera ánægður með það. Eins og bent er á í umfjöllun AP fréttaveitunnar, hefur Trump ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni í tístum og viðtölum að undanförnu. Forsetinn vill handtökur og ákærur og það fyrir kosningarnar. Ráðgjafar Trump vonuðust til þess að rannsóknin gæti gefið ásökunum Trump um að svindlað hafi verið á honum aukinn Trúverðugleika. Frá því Durham hóf rannsókn sína hefur einn fyrrverandi lögmaður Alríkislögreglunnar verið ákærður fyrir að breyta tölvupósti um fyrrverandi starfsmann framboðs Trumps sem var undir eftirlit. Í því máli lagði Durham ekki til að að nokkru leyti að um einhvers konar samsæri innan FBI væri að ræða. „Ef Barr ákærir þetta fólk ekki fyrir glæpi, alvarlegasta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna, verðum við ekki ánægðir, nema ég vinni,“ sagði Trump í nýlegu viðtali og var hann þar að tala um að vinna kosningarnar í næsta mánuði. „Ég mun ekki gleyma því en þetta fólk á að vera ákært. Þetta er fólk sem njósnaði um framboð mitt. Og við erum með allt. Og ég segi: Bill [Barr], við erum með nóg, þú þarft ekki meira. Við erum með svo mikið.“ Hann er einnig sagður óánægður með ummæli Christopher Wray, sem Trump réði sem yfirmann Alríkislögreglunnar, um póstatkvæði og kosningasvindl. Sérstaklega það að Wray hafi ekki sagt á nýlegum fundi með þingmönnum að kosningasvik vegna póstatkvæða væru umfangsmikil, eins og Trump-liðar halda fram, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. Hann fann engin ummerki þess að embættismenn hafi brotið af sér í starfi, né að glæpur hafi verið framinn. Trump-liðar hafa lengi haldið því fram að ýmis brot hafi verið framin í tengslum við málið gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Forsetinn rak Flynn eftir að í ljós kom að hann hefði sagt ósatt um samtöl sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, eftir forsetakosningarnar 2016 en fyrir embættistöku Trump. Flynn játaði í kjölfarið að hafa logið minnst tvisvar sinnum að starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um þau símtöl. Barr, sem ítrekað hefur verið sakaður um að haga sér eins og persónulegur lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra, og hefur sömuleiðis verið sakaður um að beita Dómsmálaráðuneytinu í pólitíska þágu Trump, hefur gripið nokkrum sinnum inn í dómsmál hins opinbera gegn Flynn. Sjá einnig: Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Uppruna málsins má rekja til 29. desember 2016. Þann dag tilkynnti Barack Obama nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum í nóvember það ár og tölvuárásir. Eftir þá tilkynningu ræddi Flynn við Kislyak og bað hann um tala fyrir því að Rússar svöruðu ekki í sömu mynt. Trump hafði þá verið kosinn forseti en hafði ekki tekið við embættinu. Flynn var þá orðinn þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Degi seinna tilkynnti Vladimir Pútín, forseti Rússlands, að Rússar myndu ekki svara í sömu mynt. Trump hrósaði Pútín á Twitter og sagði: „Ég vissi alltaf að hann væri snjall“. Í nokkur ár hafa Trump-liðar reynt að endurskrifa söguna í máli Flynn og halda því fram að óheiðarlegir embættismenn ríkisstjórnar Obama hafi komið sök á hann. Bash var sérstaklega fenginn til að rannsaka það að embættismenn hafi beðið um heimild til að fá nafn Flynn, sem á ensku kallast „unmasking“. Þegar bandarískir ríkisborgarar eru aðilar að hleruðum samtölum leyniþjónusta Bandaríkjanna eru nöfn þeirra oftar en ekki þurrkuð út úr eftirritunum og þeim gefið nafn eins og Bandaríkjamaður 1. Í ljós hefur komið að margir embættismenn báðu um aðgang að nafni Flynn í tengslum við símtöl erlendra aðila sem voru hleruð. Bæði vegna símtala Flynn við Kislyak og aðra erlenda embættismenn. Þegar embættismenn skoða svo eftirrit af viðkomandi samtölum geta þeir beðið um að fá að vita um hvaða Bandaríkjamenn sé að ræða. Meðal þeirra sem báðu um að fá að vita hver Flynn væri voru Joe Biden, varaforseti Obama, Denis McDonough, fyrrverandi starfsmannastjóri Obama, James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA, og James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað sakað þessa aðila um glæpi en þetta svokallaða unmasking er hefðbundin aðgerð sem framkvæmd er fjölmörgu sinnum á ári hverju. Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur minnst tvisvar sinnum játað að hafa logið að starfsmönnum Alríkislögregu Bandaríkjanna. Hann laug einnig að Mike Pence, varaforseta, þegar sá spurði hann út í samærður Flynn við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.EPA/JIM LO SCALZO Vilja ekki segja frá niðurstöðunni Samkvæmt heimildum Washingt Post innan ríkisstjórnar Trump, fann Bash ekki nein ummerki þess að embættismenn hafi brotið af sér í starfi, eins og áður hefur komið fram, né að glæpir hafi verið framdir. Bash lauk störfum sínum í síðustu viku og yfirgaf Dómsmálaráðuneytið í kjölfarið. Hann fann ekki tilefni til að skrifa skýrslu um málið og forsvarsmenn ráðuneytisins hafa neitað að opinbera niðurstöður Bash. Heimildarmenn Washington Post segja að niðurstaðan hefði ekki fallið í kramið hjá Trump-liðum, sem hafa viljað láta líta út fyrir að um samsæri gegn Flynn og Trump sé að ræða. Jafnvel án þess að niðurstaða hafi verið fengin í málið hafa Trump-liðar notað nokkrar rannsóknir Dómsmálaráðuneytisins á Rússarannsókninni svokölluðu, til marks um áðurnefnt samsæri. Rússarannsóknin er rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á því hvort framboð Trump hafi starfað með yfirvöldum í Rússlandi í tengslum við afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum 2016. Kallar eftir ákærum gegn pólitískum andstæðingum sínum Trump hefur verið sakaður um að beita ríkinu gegn pólitískum andstæðingum sínum. Hann hefur ítrekað sagt opinberlega, á kosningafundum og Twitter, að réttast væri að ákæra og jafnvel handtaka og fangelsa pólitíska andstæðinga sína. Nú hefur hann hins vegar gefið ráðherrum sínum skipanir um aðgerðir gegn pólitískum andstæðingum sínum. Meðal annars hefur hann krafist þess að tölvupóstar Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans árið 2016, verði opinberaðir og að Barack Obama, forveri hans, og Joe Biden, núverandi mótframbjóðandi hans, verði ákærðir. Sjá einnig: Býst hvorki við að Obama né Biden verði rannsakaðir Í umfjöllun Washington Post frá því um helgina segja sérfræðingar að ummæli forsetans séu alfarið fordæmalaus og mjög alvarleg. Einn lagaprófessor sem rætt var við sagði ummælin „Klikkuð“. Samband Trump og William Barr, dómsmálaráðherra, hefur versnað til muna á undanförnum dögum og vikum, vegna þess að Trump þykir Barr ekki ganga nógu hart fram gegn pólitískum andstæðingum sínum. Forsetinn hefur í raun lýst því yfir að honum þykir Barr ekki standa sig og að hann vilji sjá ákærur. Meðal þess sem valdið hefur deilum á milli Trump er Barr er önnur rannsókn sem snýr að Rússarannsókninni. Saksóknarinn John Durham var skipaður af Barr til að stýra rannsókninni og var honum gert að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar. Durham hefur tilkynnt Barr að hann muni ekki ljúka rannsókninni fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði og virðist Trump ekki vera ánægður með það. Eins og bent er á í umfjöllun AP fréttaveitunnar, hefur Trump ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni í tístum og viðtölum að undanförnu. Forsetinn vill handtökur og ákærur og það fyrir kosningarnar. Ráðgjafar Trump vonuðust til þess að rannsóknin gæti gefið ásökunum Trump um að svindlað hafi verið á honum aukinn Trúverðugleika. Frá því Durham hóf rannsókn sína hefur einn fyrrverandi lögmaður Alríkislögreglunnar verið ákærður fyrir að breyta tölvupósti um fyrrverandi starfsmann framboðs Trumps sem var undir eftirlit. Í því máli lagði Durham ekki til að að nokkru leyti að um einhvers konar samsæri innan FBI væri að ræða. „Ef Barr ákærir þetta fólk ekki fyrir glæpi, alvarlegasta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna, verðum við ekki ánægðir, nema ég vinni,“ sagði Trump í nýlegu viðtali og var hann þar að tala um að vinna kosningarnar í næsta mánuði. „Ég mun ekki gleyma því en þetta fólk á að vera ákært. Þetta er fólk sem njósnaði um framboð mitt. Og við erum með allt. Og ég segi: Bill [Barr], við erum með nóg, þú þarft ekki meira. Við erum með svo mikið.“ Hann er einnig sagður óánægður með ummæli Christopher Wray, sem Trump réði sem yfirmann Alríkislögreglunnar, um póstatkvæði og kosningasvindl. Sérstaklega það að Wray hafi ekki sagt á nýlegum fundi með þingmönnum að kosningasvik vegna póstatkvæða væru umfangsmikil, eins og Trump-liðar halda fram, án þess þó að hafa rétt fyrir sér.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira