64 teljast týndir á síðustu tveimur árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 07:00 Lögreglumenn standa vörð við mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun í fyrra. Vísir/vilhelm Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur 64 á skrá hjá sér sem ekki hafa fundist þegar til stóð að vísa þeim úr landi á síðustu tveimur árum. Þó er talið að margir þeirra hafi farið sjálfir úr landi áður en til brottvísunar átti að koma og að lítill hluti hópsins dvelji enn hér á landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á mánudag að tugir manna, sem ekki hefðu fundist fyrir ætlaða brottvísun, teldust týndir hér á landi. „Við erum að díla við það, og það er eitt af verkefnunum, að fólk fer ekki sjálfviljugt,“ sagði Áslaug. „Við þurfum alltaf að skoða kerfin okkar. Og við erum að skoða það að fólk sem hefur fengið neitun í íslensku kerfi, þarf ekki á vernd að halda og fellur ekki undir þá skilgreiningu, til þess fær það styrk frá íslenskum stjórnvöldum. Og ég held að með því til dæmis að hækka til dæmis þann styrk, eins og lönd hafa gert í kringum okkur, þá séum við að hvetja frekar til sjálfviljugrar heimfarar án þess að þurfa að koma að brottvísun.“ Fram kemur í svari stoðdeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að 64 séu skráðir hjá deildinni sem ekki hafi fundist „við framkvæmd á fylgd úr landi“ á síðastliðnum tveimur árum. Bæði sé um að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem og þá sem hlotið hafa ákvörðun Útlendingastofnunar vegna ólöglegrar dvalar á Íslandi. Margir hafi yfirgefið landið áður en til framkvæmdar brottvísunarinnar hafi komið, og þá undir öðru nafni og hugsanlega með fölsuð skilríki. Þegar í ljós komi að einhver dvelji ekki lengur í úrræði sínu sé reynt eftir fremsta megni að hafa uppi á viðkomandi, m.a. með því að skrá hann eftirlýstan í kerfi lögreglu og upplýsa lögreglumenn um málið. Talið er að fæstir þeirra 64 sem skráðir eru týndir í kerfum lögreglu dvelji enn hér á landi. „Í einhverjum tilfellum hafa aðilar fundist á Íslandi og málinu haldið áfram með framkvæmd úr landi. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hve margir eru hér enn á landi en miðað við þau gögn sem stoðdeildin hefur er það lítill hluti þeirra sem eftirlýstir eru í kerfi lögreglunnar af þessum sökum,“ segir í svari stoðdeildar. Mál hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu vakti mikla athygli í síðasta mánuði. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi en hún fannst ekki þegar stoðdeild hugðist fylgja henni út á flugvöll. Lýst var formlega eftir fjölskyldunni skömmu síðar en ekki kom til brottvísunar þar sem fjölskyldan fékk dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Hælisleitendur Lögreglumál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur 64 á skrá hjá sér sem ekki hafa fundist þegar til stóð að vísa þeim úr landi á síðustu tveimur árum. Þó er talið að margir þeirra hafi farið sjálfir úr landi áður en til brottvísunar átti að koma og að lítill hluti hópsins dvelji enn hér á landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á mánudag að tugir manna, sem ekki hefðu fundist fyrir ætlaða brottvísun, teldust týndir hér á landi. „Við erum að díla við það, og það er eitt af verkefnunum, að fólk fer ekki sjálfviljugt,“ sagði Áslaug. „Við þurfum alltaf að skoða kerfin okkar. Og við erum að skoða það að fólk sem hefur fengið neitun í íslensku kerfi, þarf ekki á vernd að halda og fellur ekki undir þá skilgreiningu, til þess fær það styrk frá íslenskum stjórnvöldum. Og ég held að með því til dæmis að hækka til dæmis þann styrk, eins og lönd hafa gert í kringum okkur, þá séum við að hvetja frekar til sjálfviljugrar heimfarar án þess að þurfa að koma að brottvísun.“ Fram kemur í svari stoðdeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að 64 séu skráðir hjá deildinni sem ekki hafi fundist „við framkvæmd á fylgd úr landi“ á síðastliðnum tveimur árum. Bæði sé um að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem og þá sem hlotið hafa ákvörðun Útlendingastofnunar vegna ólöglegrar dvalar á Íslandi. Margir hafi yfirgefið landið áður en til framkvæmdar brottvísunarinnar hafi komið, og þá undir öðru nafni og hugsanlega með fölsuð skilríki. Þegar í ljós komi að einhver dvelji ekki lengur í úrræði sínu sé reynt eftir fremsta megni að hafa uppi á viðkomandi, m.a. með því að skrá hann eftirlýstan í kerfi lögreglu og upplýsa lögreglumenn um málið. Talið er að fæstir þeirra 64 sem skráðir eru týndir í kerfum lögreglu dvelji enn hér á landi. „Í einhverjum tilfellum hafa aðilar fundist á Íslandi og málinu haldið áfram með framkvæmd úr landi. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hve margir eru hér enn á landi en miðað við þau gögn sem stoðdeildin hefur er það lítill hluti þeirra sem eftirlýstir eru í kerfi lögreglunnar af þessum sökum,“ segir í svari stoðdeildar. Mál hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu vakti mikla athygli í síðasta mánuði. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi en hún fannst ekki þegar stoðdeild hugðist fylgja henni út á flugvöll. Lýst var formlega eftir fjölskyldunni skömmu síðar en ekki kom til brottvísunar þar sem fjölskyldan fékk dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.
Hælisleitendur Lögreglumál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira