Grískir nýnasistar dæmdir í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 12:51 Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, var dæmdur í þrettán ára fangelsi. EPA/SIMELA PANTZARTZI Nikos Michaloliakos, leiðtogi og stofnandi Gullinnar dögunar, grísks öfgaflokks sem var nýverið skilgreindur sem glæpasamtök, hefur verið dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar. Auk hans voru aðrir leiðtogar Gullinnar dögunar einnig dæmdir í fangelsi. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugar og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðust á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Sakfellingarnar eru samkvæmt frétt New York Times, taldar vara síðustu naglarnir í líkkistu Gullinnar dögunar en flokknum mistókst að ná manni á þing kosningunum í fyrra. Sambærilegir flokkar, þar sem meðlimir aðhyllast svipuðum skoðunum og meðlimir Gullinnar dögunar, hafa þó verið stofnaði á undanförnum árum. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Meðlimir flokksins hafa einnig verið sakaðir um árásir á farand- og flóttafólk og vinstri sinnaða aðgerðarsinna. Réttarhöldin hafa staðið yfir í rúm fimm ár. Giorgos Roupakias, sem dæmdur var fyrir að myrða Fyssas, var dæmdur til lífstíðarfangelsis og tíu ára til viðbótar. Þrír voru dæmdir fyrir að reyna að myrða egypska sjómenn árið 2012. Alls voru 50 dæmdir fyrir að vera aðilar að glæpasamtökum. Átján þeirra voru fyrrverandi stjórnmálamenn og er Michaloliakos þeirra meðal. Fyrir dómsuppkvaðningu reyndu lögmenn mannanna að fá dómara málsins til að taka tillit til þess að þeir væru góðir menn, færu eftir lögum og væru jafnvel kvæntir erlendum konum. Grikkland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Nikos Michaloliakos, leiðtogi og stofnandi Gullinnar dögunar, grísks öfgaflokks sem var nýverið skilgreindur sem glæpasamtök, hefur verið dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar. Auk hans voru aðrir leiðtogar Gullinnar dögunar einnig dæmdir í fangelsi. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugar og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðust á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Sakfellingarnar eru samkvæmt frétt New York Times, taldar vara síðustu naglarnir í líkkistu Gullinnar dögunar en flokknum mistókst að ná manni á þing kosningunum í fyrra. Sambærilegir flokkar, þar sem meðlimir aðhyllast svipuðum skoðunum og meðlimir Gullinnar dögunar, hafa þó verið stofnaði á undanförnum árum. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Meðlimir flokksins hafa einnig verið sakaðir um árásir á farand- og flóttafólk og vinstri sinnaða aðgerðarsinna. Réttarhöldin hafa staðið yfir í rúm fimm ár. Giorgos Roupakias, sem dæmdur var fyrir að myrða Fyssas, var dæmdur til lífstíðarfangelsis og tíu ára til viðbótar. Þrír voru dæmdir fyrir að reyna að myrða egypska sjómenn árið 2012. Alls voru 50 dæmdir fyrir að vera aðilar að glæpasamtökum. Átján þeirra voru fyrrverandi stjórnmálamenn og er Michaloliakos þeirra meðal. Fyrir dómsuppkvaðningu reyndu lögmenn mannanna að fá dómara málsins til að taka tillit til þess að þeir væru góðir menn, færu eftir lögum og væru jafnvel kvæntir erlendum konum.
Grikkland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira