Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 14:22 Um tíu þúsund mótmælendur komu saman á götum Bangkok í dag. AP/Sakchai Lalit Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. Stuðningsmenn konungsins saka mótmælendur um að vilja fella niður konungsembættið. Leiðtogar mótmælanna neita því en segjast vilja draga úr völdum konungsins. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Um tíu þúsund mótmælendur eru sagðir hafa komið saman á götum Bangkok, þrátt fyrir að búið hafi verið að lýsa yfir neyðarástandi. VIDEO: Thai police use water cannon against protesters and clash in central Bangkok, as the pro-democracy activists defy an emergency decree banning gatherings for a second night running pic.twitter.com/Pl0ZGJ6zHQ— AFP news agency (@AFP) October 16, 2020 Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa tveir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir ógna öryggi drottningar landsins og gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þær ákærur eiga rætur sínar að rekja í atviki á miðvikudaginn þegar mótmælendur þyrptust að bílalest konungs fyrr í dag þar sem drottningin var. Atvikið þykir hneykslandi í Taílandi þar sem konungsfjölskyldan nýtur mikillar virðingar. Mótmæli sem þessi eru mjög óhefðbundin. Prayuth var herforingi og leiddi valdarán árið 2014 sem velti lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn úr sessi. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja mótmælendur að herinn hafi haldið völdum sínum í þingkosningum í fyrra með því að breyta lögunum sér í vil. Stjórnarandstaðan var í raun leyst upp. Sjá einnig: Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Mótmælendur hafa einnig gagnrýnt konungsembættið harðlega fyrir það hvað Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur varið miklum tíma utan landamæra landsins. Hann hefur varið sérstaklega miklum tíma í Þýskalandi. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir sína stjórn. Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Tuttugu manns handteknir í mótmælunum í Bangkok Lögreglan í Tælandi handtók um tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælaaðgerðum í Bangkok, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. 15. október 2020 07:04 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. Stuðningsmenn konungsins saka mótmælendur um að vilja fella niður konungsembættið. Leiðtogar mótmælanna neita því en segjast vilja draga úr völdum konungsins. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Um tíu þúsund mótmælendur eru sagðir hafa komið saman á götum Bangkok, þrátt fyrir að búið hafi verið að lýsa yfir neyðarástandi. VIDEO: Thai police use water cannon against protesters and clash in central Bangkok, as the pro-democracy activists defy an emergency decree banning gatherings for a second night running pic.twitter.com/Pl0ZGJ6zHQ— AFP news agency (@AFP) October 16, 2020 Bannað er að gagnrýna konung Taílands samkvæmt lögum og eru hörð viðurlög við því. Til marks um það hafa tveir af leiðtogum mótmælenda verið ákærðir fyrir ógna öryggi drottningar landsins og gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þær ákærur eiga rætur sínar að rekja í atviki á miðvikudaginn þegar mótmælendur þyrptust að bílalest konungs fyrr í dag þar sem drottningin var. Atvikið þykir hneykslandi í Taílandi þar sem konungsfjölskyldan nýtur mikillar virðingar. Mótmæli sem þessi eru mjög óhefðbundin. Prayuth var herforingi og leiddi valdarán árið 2014 sem velti lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn úr sessi. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja mótmælendur að herinn hafi haldið völdum sínum í þingkosningum í fyrra með því að breyta lögunum sér í vil. Stjórnarandstaðan var í raun leyst upp. Sjá einnig: Lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla í Bangkok Mótmælendur hafa einnig gagnrýnt konungsembættið harðlega fyrir það hvað Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur varið miklum tíma utan landamæra landsins. Hann hefur varið sérstaklega miklum tíma í Þýskalandi. Fyrr á árinu bárust fregnir af því að konungurinn hefði einangrað sig á fjögurra stjörnu hóteli í Þýskalandi. Hann hafði leigt öll herbergi hótelsins á leigu og búið þar með tuttugu frillum og þjónustufólki. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir sína stjórn.
Taíland Kóngafólk Tengdar fréttir Tuttugu manns handteknir í mótmælunum í Bangkok Lögreglan í Tælandi handtók um tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælaaðgerðum í Bangkok, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. 15. október 2020 07:04 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Tuttugu manns handteknir í mótmælunum í Bangkok Lögreglan í Tælandi handtók um tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælaaðgerðum í Bangkok, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. 15. október 2020 07:04
Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent