Fyrsta aftaka kvenkynsfanga í 67 ár Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 07:57 Lisa Montgomery myrti Bobbie Jo Stinnet á heimili heimili þeirrar síðarnefndu árið 2004. Getty Áætlað er að hin 52 ára Lisa Montgomery verði tekin af lífi með lyfjum í desember næstkomandi. Gangi það eftir verður það fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í máli kvenkyns fanga frá árinu 1953, en þá var Bonnie Heady tekin af lífi fyrir barnsrán og morð. Montgomery var dæmd árið 2007 fyrir hrottalegt morð á ungri óléttri konu árið 2004. Hún hafði komist í samband við konuna í gegnum Internetið á spjallborði um hundategundina Rat Terrier þar sem fórnarlambið, hin 23 ára gamla Bobbie Jo Stinnet, var hundaræktandi. Montgomery sagðist einnig vera ólétt, en Stinnet var komin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Stinnet fannst svo látin á heimili sínu en hún hafði verið kyrkt og ófæddu barni hennar rænt úr móðurkviði. Barnið, sem reyndist vera stúlka, komst lífs af og er í dag sextán ára gömul. Frá jarðarför Bobbie Jo Stinnet.Getty/Larry W. Smith Talið er að Montgomery hafi komist inn á heimili Stinnet með því að þykjast vera áhugasamur kaupandi en engin ummerki voru um innbrot á heimilið þegar líkið fannst. Hún tók stúlkubarnið með sér og ætlaði sér að ala það upp sjálf. Kviðdómur var sammála um að Montgomery skyldi fá dauðarefsingu. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Fyrsti fanginn var svo tekinn af lífi í ár á vegum alríkisstjórnarinnar eftir sautján ára hlé á aftökum. Þá er einnig stefnt að því að annar fangi, Brandon Bernard, verði einnig tekinn af lífi í desembermánuði. Barr dómsmálaráðherra hefur lýst glæpum Montgomery og Bernard sem „sérstaklega svívirðilegum“. Bandaríkin Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Áætlað er að hin 52 ára Lisa Montgomery verði tekin af lífi með lyfjum í desember næstkomandi. Gangi það eftir verður það fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í máli kvenkyns fanga frá árinu 1953, en þá var Bonnie Heady tekin af lífi fyrir barnsrán og morð. Montgomery var dæmd árið 2007 fyrir hrottalegt morð á ungri óléttri konu árið 2004. Hún hafði komist í samband við konuna í gegnum Internetið á spjallborði um hundategundina Rat Terrier þar sem fórnarlambið, hin 23 ára gamla Bobbie Jo Stinnet, var hundaræktandi. Montgomery sagðist einnig vera ólétt, en Stinnet var komin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Stinnet fannst svo látin á heimili sínu en hún hafði verið kyrkt og ófæddu barni hennar rænt úr móðurkviði. Barnið, sem reyndist vera stúlka, komst lífs af og er í dag sextán ára gömul. Frá jarðarför Bobbie Jo Stinnet.Getty/Larry W. Smith Talið er að Montgomery hafi komist inn á heimili Stinnet með því að þykjast vera áhugasamur kaupandi en engin ummerki voru um innbrot á heimilið þegar líkið fannst. Hún tók stúlkubarnið með sér og ætlaði sér að ala það upp sjálf. Kviðdómur var sammála um að Montgomery skyldi fá dauðarefsingu. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Fyrsti fanginn var svo tekinn af lífi í ár á vegum alríkisstjórnarinnar eftir sautján ára hlé á aftökum. Þá er einnig stefnt að því að annar fangi, Brandon Bernard, verði einnig tekinn af lífi í desembermánuði. Barr dómsmálaráðherra hefur lýst glæpum Montgomery og Bernard sem „sérstaklega svívirðilegum“.
Bandaríkin Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48