Búa sig undir La niña-aðstæður fram á næsta ár Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2020 11:04 Ummerki eftir fellibylinn Delta í Louisiana í Bandaríkjunum um miðjan október. La niña-ástand hefur meðal annars verið tengt við ákafari fellibyljatímabil í Mexíkóflóa. Vísir/EPA Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. „Af því að Kyrrahafið er risastórt hefur þetta áhrif á stærri veðrakerfi. Það er mikið talað um að í La niña, vegna þess að þá er kaldari sjór á yfirborðinu, getur aukist mismunur á hita upp í heiðhvolfið sem veldur því að það verði meira uppstreymi og meiri fellibylir. Síðan er talað um að El niño dragi úr fellibyljum,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir nú 90% líkur á að hiti í Kyrrahafinu í hitabeltinu verði í La niña-fasa út þetta ár. Aðstæðurnar gætu varað út fyrsta ársfjórðung næsta árs. Búist er við að styrkur kalda fasans verði í meðallagi eða mikill. Síðast átti sterk La niña sér stað veturinn 2010 til 2011 en miðlungsöflugur viðburður var veturinn á eftir. Aðstæður í Kyrrahafinu hafa verið hlutlausar í meira en ár fram að þessu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur 2020 verður enn á meðal hlýjustu ára í sögunni Þrátt fyrir að La niña hafi almennt kólnunaráhrif á meðalhita jarðar dugar náttúrulega sveiflan ekki til að vega upp á móti hnattrænni hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í tilkynningu frá WMO er haft eftir Petteri Taalas, forstjóra stofnunarinnar, að La niña-ár séu nú hlýrri en sterk El niño-ár fortíðarinnar. Þannig er enn gert ráð fyrir að árið 2020 verði eitt af hlýjustu árum mælingarsögunnar og að tímabilið 2016-2020 verði hlýjasta fimm ára tímabil í sögunni. „Það er ólíklegt að þetta verði til þess að það verði snögg breyting á meðalhita ársins 2020“, segir Elín Björk. El niño-aðstæður hafa verið tengdar við ákafari hitabylgjur. Þannig hafa ár þar sem sterkra El niño-áhrifa gætir verið á meðal þeirra hlýjustu sem hafa mælst. Elín Björk segir að La niña-ástandið nú gæti þannig mögulega dregið úr öfgum í hitabylgjum sem koma upp á meðan það varir. „Það er þá kannski von til þess að það verði ekki El niño ofan á loftslagsbreytingaástandið næsta árið,“ segir hún. Gæti ógnað matvælaöryggi í Austur-Afríku Það eru ekki síst áhrif La niña á úrkomu sem ríki í kringum Kyrrahaf finna helst fyrir. Nú er sagt útlit fyrir að úrkoma verði undir meðallagi á Horni Afríku og Mið-Asíu en að hún verði yfir meðallagi í Suðaustur-Asíu og norðanverðri Suður-Ameríku. Áhrifin sums staðar gætu verið alvarleg. WMO varar við því að La niña-ástandið nú hitti á mikilvægan úrkomu- og sáningartíma í stórum hluta austanverðrar Afríku. Þar er nú spáð þurrari aðstæðum en vanalega. Þurrkurinn gæti ógnað matvælaöryggi í heimshlutanum, ekki síst í ljósi mikils engisprettufaraldurs sem hefur geisað þar. Í Karíbahafi segir WMO að La niña geti aukið ákafa fellibyljatímabilsins og bendir á að tímabilið í ár hafi verið eitt það virkasta sem sögur fara af. Á móti telur stofnunin að fellibyljavirkni í Suðvestur-Indlandshafi gæti minnkað í kalda fasa Suður-Kyrrahafssveiflunnar. Ekki bein tengsl við vetrarveður á Íslandi Ólíklegt er að Íslendingar verði La niña-ástandsins varir í veðurfari enda órafjarri Kyrrahafinu við miðbaug. Elín Björk segir að engar beinar tengingar hafi verið gerðar á milli vetrarveðurs á Íslandi og La niña-fyrirbærisins. Áhrifin gætu þó verið óbein. „Það hlýnar þarna yfirborðssjórinn, það breytir einhverju um það hvernig loftstraumar liggja, hvert rakinn fer og mesti vindurinn. Þá breytir hann á endanum einhverju hjá okkur en okkur hefur ekki tekist að finna neins konar reglulegar breytingar eða ástand sem fylgir þessu á Íslandi,“ segir Elín Björk. Veður Vísindi Loftslagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. „Af því að Kyrrahafið er risastórt hefur þetta áhrif á stærri veðrakerfi. Það er mikið talað um að í La niña, vegna þess að þá er kaldari sjór á yfirborðinu, getur aukist mismunur á hita upp í heiðhvolfið sem veldur því að það verði meira uppstreymi og meiri fellibylir. Síðan er talað um að El niño dragi úr fellibyljum,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir nú 90% líkur á að hiti í Kyrrahafinu í hitabeltinu verði í La niña-fasa út þetta ár. Aðstæðurnar gætu varað út fyrsta ársfjórðung næsta árs. Búist er við að styrkur kalda fasans verði í meðallagi eða mikill. Síðast átti sterk La niña sér stað veturinn 2010 til 2011 en miðlungsöflugur viðburður var veturinn á eftir. Aðstæður í Kyrrahafinu hafa verið hlutlausar í meira en ár fram að þessu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur 2020 verður enn á meðal hlýjustu ára í sögunni Þrátt fyrir að La niña hafi almennt kólnunaráhrif á meðalhita jarðar dugar náttúrulega sveiflan ekki til að vega upp á móti hnattrænni hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í tilkynningu frá WMO er haft eftir Petteri Taalas, forstjóra stofnunarinnar, að La niña-ár séu nú hlýrri en sterk El niño-ár fortíðarinnar. Þannig er enn gert ráð fyrir að árið 2020 verði eitt af hlýjustu árum mælingarsögunnar og að tímabilið 2016-2020 verði hlýjasta fimm ára tímabil í sögunni. „Það er ólíklegt að þetta verði til þess að það verði snögg breyting á meðalhita ársins 2020“, segir Elín Björk. El niño-aðstæður hafa verið tengdar við ákafari hitabylgjur. Þannig hafa ár þar sem sterkra El niño-áhrifa gætir verið á meðal þeirra hlýjustu sem hafa mælst. Elín Björk segir að La niña-ástandið nú gæti þannig mögulega dregið úr öfgum í hitabylgjum sem koma upp á meðan það varir. „Það er þá kannski von til þess að það verði ekki El niño ofan á loftslagsbreytingaástandið næsta árið,“ segir hún. Gæti ógnað matvælaöryggi í Austur-Afríku Það eru ekki síst áhrif La niña á úrkomu sem ríki í kringum Kyrrahaf finna helst fyrir. Nú er sagt útlit fyrir að úrkoma verði undir meðallagi á Horni Afríku og Mið-Asíu en að hún verði yfir meðallagi í Suðaustur-Asíu og norðanverðri Suður-Ameríku. Áhrifin sums staðar gætu verið alvarleg. WMO varar við því að La niña-ástandið nú hitti á mikilvægan úrkomu- og sáningartíma í stórum hluta austanverðrar Afríku. Þar er nú spáð þurrari aðstæðum en vanalega. Þurrkurinn gæti ógnað matvælaöryggi í heimshlutanum, ekki síst í ljósi mikils engisprettufaraldurs sem hefur geisað þar. Í Karíbahafi segir WMO að La niña geti aukið ákafa fellibyljatímabilsins og bendir á að tímabilið í ár hafi verið eitt það virkasta sem sögur fara af. Á móti telur stofnunin að fellibyljavirkni í Suðvestur-Indlandshafi gæti minnkað í kalda fasa Suður-Kyrrahafssveiflunnar. Ekki bein tengsl við vetrarveður á Íslandi Ólíklegt er að Íslendingar verði La niña-ástandsins varir í veðurfari enda órafjarri Kyrrahafinu við miðbaug. Elín Björk segir að engar beinar tengingar hafi verið gerðar á milli vetrarveðurs á Íslandi og La niña-fyrirbærisins. Áhrifin gætu þó verið óbein. „Það hlýnar þarna yfirborðssjórinn, það breytir einhverju um það hvernig loftstraumar liggja, hvert rakinn fer og mesti vindurinn. Þá breytir hann á endanum einhverju hjá okkur en okkur hefur ekki tekist að finna neins konar reglulegar breytingar eða ástand sem fylgir þessu á Íslandi,“ segir Elín Björk.
Veður Vísindi Loftslagsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira