Leggja niður rannsókn á foreldrum barnanna í Ystad Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2020 10:22 Ystad er að finna á suðurströnd Svíþjóðar. Fjölskyldan bjó rétt fyrir utan bæinn. Getty Lögregla í Svíþjóð hefur lagt niður rannsókn á foreldrum sem grunuð voru um að hafa haldið fimm börnum sínum einangruðum frá umheiminum á býli sínu fyrir utan bæinn Ystad um árabil. SVT segir frá þessu, en í yfirlýsingu frá saksóknara segir að þrátt fyrir ítarlega rannsókn hafi ekki tekist að sanna að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Sneri rannsóknin meðal annars að því hvort að foreldrarnir hafi beitt börnin ofbeldi og svipt þau frelsi sínu. Málið vakti mikla athygli í Svíþjóð og víðar þegar greint var frá því í fjölmiðlum um mitt síðasta ár. Illa haldin og vanrækt Í frétt Vísis kom fram að það hafi verið í ágúst 2018 sem að félagsmálayfirvöld hafi knúið dyra á heimili fjölskyldunnar fyrir utan Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar hafi börnin fimm verið innandyra, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru þá á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var átján ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum. Kom í ljós að börnin hafi ekki sótt skóla og ekki haft neina grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá hafi þau ekki kunnað að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá hafi þau skort jafnvægi, með veikburða fætur sem benti til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í gegnum árin. Tóku skýringar fjölskyldunnar trúanlegar Skólastjóri í Ystad sagði á sínum tíma að foreldrar barnanna hafi haldið því fram að fjölskyldan hafi verið á ferðalagi og að börnin hafi stundað nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld hafi tekið skýringar foreldranna trúanlegar, en skólastjórinn hafi svo ákveðið að kanna sannleiksgildi skýringanna sem varð svo til þess að fulltrúar yfirvalda heimsóttu heimili fjölskyldunnar. Svíþjóð Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Lögregla í Svíþjóð hefur lagt niður rannsókn á foreldrum sem grunuð voru um að hafa haldið fimm börnum sínum einangruðum frá umheiminum á býli sínu fyrir utan bæinn Ystad um árabil. SVT segir frá þessu, en í yfirlýsingu frá saksóknara segir að þrátt fyrir ítarlega rannsókn hafi ekki tekist að sanna að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Sneri rannsóknin meðal annars að því hvort að foreldrarnir hafi beitt börnin ofbeldi og svipt þau frelsi sínu. Málið vakti mikla athygli í Svíþjóð og víðar þegar greint var frá því í fjölmiðlum um mitt síðasta ár. Illa haldin og vanrækt Í frétt Vísis kom fram að það hafi verið í ágúst 2018 sem að félagsmálayfirvöld hafi knúið dyra á heimili fjölskyldunnar fyrir utan Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar hafi börnin fimm verið innandyra, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru þá á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var átján ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum. Kom í ljós að börnin hafi ekki sótt skóla og ekki haft neina grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá hafi þau ekki kunnað að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá hafi þau skort jafnvægi, með veikburða fætur sem benti til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í gegnum árin. Tóku skýringar fjölskyldunnar trúanlegar Skólastjóri í Ystad sagði á sínum tíma að foreldrar barnanna hafi haldið því fram að fjölskyldan hafi verið á ferðalagi og að börnin hafi stundað nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld hafi tekið skýringar foreldranna trúanlegar, en skólastjórinn hafi svo ákveðið að kanna sannleiksgildi skýringanna sem varð svo til þess að fulltrúar yfirvalda heimsóttu heimili fjölskyldunnar.
Svíþjóð Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira