Allir í skimun í Slóvakíu Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2020 13:31 Rúmlega 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, með aðstoða hersins, lögreglu, embættismanna og sjálfboðaliða, koma að átakinu og voru um fimm þúsund skimunarstöðvar opnaðar þess vegna. EPA/JAKUB GAVLAK Nærri því helmingur slóvakísku þjóðarinnar fór í skimun fyrir Covid-19 í gær. Alls fóru um 2,6 milljónir manna í skimun og á hinn helmingurinn að fara í skimun í dag. Um stærðarinnar átak er að ræða og er markmiðið að skima alla Slóvaka sem eru eldri en tíu ára. Rúmlega 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, með aðstoða hersins, lögreglu, embættismanna og sjálfboðaliða, koma að átakinu og voru um fimm þúsund skimunarstöðvar opnaðar þess vegna. Í frétt Reuters segir að ráðamenn víða um heim fylgist með átakinu og því hvernig það muni virka. Skimunin er íbúum að kostnaðarlaus en þeir sem neita að taka þátt verða skikkaðir í sóttkví og meinað að mæta til vinnu um tíma. Annars þurfa viðkomandi að greiða háa sekt. Samkvæmt Guardian getur fólk varið að fara í einangrun heima hjá sér eða á sérstökum stöðum sem ríkið gerir út. Það tekur einungis 30 mínútur að fá niðurstöðu úr skimuninni. Þeir sem hafa ekki smitast fá sérstakt vottorð þar að lútandi en lögregluþjónar munu reyna að ganga úr skugga um að fólk reyni ekki að komast hjá skimuninni. Igor Matovic, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur beðist afsökunar á þeim þrýstingi sem yfirvöld séu að beita gagnvart þjóðinni. Það sé þó nauðsynlegt. „Frelsinu fylgir ábyrgð gagnvart þeim sem eru hvað viðkvæmastir meðal okkar,“ hefur Reuters eftir Matvic og vísaði hann til fólks með undirliggjandi veikindi og eldra fólk. Nokkrar þúsundir Slóvaka smituðust í fyrstu bylgju faraldurs Nýju kórónuveirunnar þar í landi í vor. Gripið var til umfangsmikilla takmarkana og gekk það mjög vel. Undanfarnar vikur hefur smituðum þó fjölgað mjög hratt. Nú á miðvikudaginn greindust 2.785 smitaðir, en mánuði áður greindist 231. Slóvakía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1. nóvember 2020 08:18 Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. 31. október 2020 22:45 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Sá Trump aldrei hegða sér ósæmilega og kannast ekki við kúnnalistann Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Nærri því helmingur slóvakísku þjóðarinnar fór í skimun fyrir Covid-19 í gær. Alls fóru um 2,6 milljónir manna í skimun og á hinn helmingurinn að fara í skimun í dag. Um stærðarinnar átak er að ræða og er markmiðið að skima alla Slóvaka sem eru eldri en tíu ára. Rúmlega 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, með aðstoða hersins, lögreglu, embættismanna og sjálfboðaliða, koma að átakinu og voru um fimm þúsund skimunarstöðvar opnaðar þess vegna. Í frétt Reuters segir að ráðamenn víða um heim fylgist með átakinu og því hvernig það muni virka. Skimunin er íbúum að kostnaðarlaus en þeir sem neita að taka þátt verða skikkaðir í sóttkví og meinað að mæta til vinnu um tíma. Annars þurfa viðkomandi að greiða háa sekt. Samkvæmt Guardian getur fólk varið að fara í einangrun heima hjá sér eða á sérstökum stöðum sem ríkið gerir út. Það tekur einungis 30 mínútur að fá niðurstöðu úr skimuninni. Þeir sem hafa ekki smitast fá sérstakt vottorð þar að lútandi en lögregluþjónar munu reyna að ganga úr skugga um að fólk reyni ekki að komast hjá skimuninni. Igor Matovic, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur beðist afsökunar á þeim þrýstingi sem yfirvöld séu að beita gagnvart þjóðinni. Það sé þó nauðsynlegt. „Frelsinu fylgir ábyrgð gagnvart þeim sem eru hvað viðkvæmastir meðal okkar,“ hefur Reuters eftir Matvic og vísaði hann til fólks með undirliggjandi veikindi og eldra fólk. Nokkrar þúsundir Slóvaka smituðust í fyrstu bylgju faraldurs Nýju kórónuveirunnar þar í landi í vor. Gripið var til umfangsmikilla takmarkana og gekk það mjög vel. Undanfarnar vikur hefur smituðum þó fjölgað mjög hratt. Nú á miðvikudaginn greindust 2.785 smitaðir, en mánuði áður greindist 231.
Slóvakía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1. nóvember 2020 08:18 Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. 31. október 2020 22:45 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Sá Trump aldrei hegða sér ósæmilega og kannast ekki við kúnnalistann Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1. nóvember 2020 08:18
Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42
Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. 31. október 2020 22:45