Gáttuð á hræsni borgaryfirvalda Jónína Sigurðardóttir skrifar 6. nóvember 2020 08:30 Í gærkvöldi kom út þáttur hjá Kveik á Rúv um rakaskemmdir, myglu og heilsufarslegar afleiðingar sem það getur haft í för með sér. Kveikur er þekktur fyrir að vera almennt mjög málefnalegur og faglegur þáttur, það á svo sannarlega við um þáttin sem birtist í gærkvöldi. Þátturinn var virkilega vandaður og um málefni sem snertir fleiri en okkur grunar, málefni sem er falið og oft erfitt að greina. Það kemur þó ekki í veg fyrir að vandamálið sé til staðar. Eftir þáttinn í gær er tvennt sem situr eftir í mér. Í fyrsta lagi er það þegar rætt var við hóp kvenna sem allar unnu í húsnæði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og veiktust mjög alvarlega af myglu. Konurnar áttu það sameiginlegt að það trúði þeim enginn. Hagur barna ekki hafður að leiðarljósi Í þættinum í gær var rakavandamál í Fossvogsskóla sérstaklega tekið fyrir. Ég og aðrir foreldrar barna í skólanum höfum gert það sem í okkar valdi stendur til þess að þrýsta á að eitthvað verði gert. Við eigum það öll sameiginlegt að eiga börn sem hafa veikst mikið sökum húsnæðisins, farið hefur verið í framkvæmdir sem hafa ekki skilað tilskildum árangri því börnin okkar eru enn veik. Við höfum því neyðst til þess að fara í fjölmiðla og opinbera okkur og börnin okkar til þess að reyna að knýja í gegn að eitthvað verði gert því það trúir okkur enginn. Börnin okkar fá óstjórnlega höfuðverki og blóðnasir, útbrot, beinverki, miklir andlegir erfiðleikar, öndunarerfiðleikar og svo lengi mætti telja. Þau eiga það öll sameiginlegt að engin skýring hefur fundist á heilsubresti þeirra og þau lagast öll þegar þau eru ekki í skólanum og fjöldi þeirra barna sem finna fyrir einkennum og veikjast stækkar með hverri viku. Að standa í stappi við Reykjavíkurborg Það er ólýsanlega erfitt að standa í slíku máli við Reykjavíkurborg og hvað þá í eins langan tíma og þetta mál hefur staðið yfir. Foreldrum sem eru að leita svara vegna ráðaleysis og ótta af heilsufari barna sinna er bannað að setja sig í samband við aðila sem hafa raunverulega eitthvað um málið að segja og okkur bent á að beina öllum fyrirspurnum til skólastjórnenda. Kennurum barna hefur verið bannað að segja foreldrum frá því hvernig ástandið sé inni í kennslustofum, við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Þegar við höfum reynt að spyrjast fyrir hjá borgaryfirvöldum um hvað eigi að gera hefur okkur verið bent á að það sé vænlegast að við tökum börnin okkar úr skólanum sem hljómar helst eins og leið til þess að þagga niður í okkur. Það hefur því miður gengið illa að beina fyrirspurnum okkar til skólastjórnenda, stundum er okkur ekki svarað eða okkur svarað með útúrsnúningi og ekki er að finna að hagur barna sé í fyrirrúmi. Í nýlegu samtali sem ég átti við skólastjóra skólans er dregið verulega í efa að um að eitthvað sé raunverulega að húsnæðinu þar sem mælingar gefi í skyn að húsnæðið sé í lagi, sem er ekki rétt. Ófullnægjandi mælingar Annað sem situr eftir hjá mér eftir þátt gærkvöldsins er að það var gefin góð og skýr mynd á muninum á myglu og gró. Í samtali við Sylgju Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóra hjá Eflu, kemur fram að gró myglu sé alls staðar. Gróin dreifist auðveldlega og hratt en fer ekki að valda skaða fyrr en það kemur raki og þá vaxa gróin upp í myglusveppi. Þetta virðast þeir sérfræðingar sem Reykjavíkurborg hefur ráðið í verkið ekki gera sér grein fyrir. Nýverið kom út skýrsla frá Verkís um stöðuna í húsnæðinu þar sem ítrekað er talað um að það sé verið að taka sýni og mæla gró. Gró sem finnst alls staðar. Það segir sér sjálft að slíkar mælingar skili ekki árangri og segi ekkert til um raunverulega stöðu húsnæðisins. Að lokum þótti mér sláandi að heyra það í þættinum í gær að Sylgja sagði að hún og samstarfsfólk hennar hafi oft verið beðið um að hagræða niðurstöðum rannsókna þannig að þær komi ekki fram, sem hún segir að þau hafi ekki gert. Rétt eins og vandamálið muni einfaldlega hverfa ef það komi ekki fram í skýrslum, staðan er hins vegar sú að vandamál af þessum toga stækkar bara og veldur meiri skaða ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Ég er algjörlega gáttuð á hræsni borgaryfirvalda og vona að farið verði eins fljótt og mögulegt er í að taka rétt sýni og forða börnum og starfsfólki frá því að veikjast enn frekar. Þau eiga betra skilið en þetta! Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi kom út þáttur hjá Kveik á Rúv um rakaskemmdir, myglu og heilsufarslegar afleiðingar sem það getur haft í för með sér. Kveikur er þekktur fyrir að vera almennt mjög málefnalegur og faglegur þáttur, það á svo sannarlega við um þáttin sem birtist í gærkvöldi. Þátturinn var virkilega vandaður og um málefni sem snertir fleiri en okkur grunar, málefni sem er falið og oft erfitt að greina. Það kemur þó ekki í veg fyrir að vandamálið sé til staðar. Eftir þáttinn í gær er tvennt sem situr eftir í mér. Í fyrsta lagi er það þegar rætt var við hóp kvenna sem allar unnu í húsnæði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og veiktust mjög alvarlega af myglu. Konurnar áttu það sameiginlegt að það trúði þeim enginn. Hagur barna ekki hafður að leiðarljósi Í þættinum í gær var rakavandamál í Fossvogsskóla sérstaklega tekið fyrir. Ég og aðrir foreldrar barna í skólanum höfum gert það sem í okkar valdi stendur til þess að þrýsta á að eitthvað verði gert. Við eigum það öll sameiginlegt að eiga börn sem hafa veikst mikið sökum húsnæðisins, farið hefur verið í framkvæmdir sem hafa ekki skilað tilskildum árangri því börnin okkar eru enn veik. Við höfum því neyðst til þess að fara í fjölmiðla og opinbera okkur og börnin okkar til þess að reyna að knýja í gegn að eitthvað verði gert því það trúir okkur enginn. Börnin okkar fá óstjórnlega höfuðverki og blóðnasir, útbrot, beinverki, miklir andlegir erfiðleikar, öndunarerfiðleikar og svo lengi mætti telja. Þau eiga það öll sameiginlegt að engin skýring hefur fundist á heilsubresti þeirra og þau lagast öll þegar þau eru ekki í skólanum og fjöldi þeirra barna sem finna fyrir einkennum og veikjast stækkar með hverri viku. Að standa í stappi við Reykjavíkurborg Það er ólýsanlega erfitt að standa í slíku máli við Reykjavíkurborg og hvað þá í eins langan tíma og þetta mál hefur staðið yfir. Foreldrum sem eru að leita svara vegna ráðaleysis og ótta af heilsufari barna sinna er bannað að setja sig í samband við aðila sem hafa raunverulega eitthvað um málið að segja og okkur bent á að beina öllum fyrirspurnum til skólastjórnenda. Kennurum barna hefur verið bannað að segja foreldrum frá því hvernig ástandið sé inni í kennslustofum, við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Þegar við höfum reynt að spyrjast fyrir hjá borgaryfirvöldum um hvað eigi að gera hefur okkur verið bent á að það sé vænlegast að við tökum börnin okkar úr skólanum sem hljómar helst eins og leið til þess að þagga niður í okkur. Það hefur því miður gengið illa að beina fyrirspurnum okkar til skólastjórnenda, stundum er okkur ekki svarað eða okkur svarað með útúrsnúningi og ekki er að finna að hagur barna sé í fyrirrúmi. Í nýlegu samtali sem ég átti við skólastjóra skólans er dregið verulega í efa að um að eitthvað sé raunverulega að húsnæðinu þar sem mælingar gefi í skyn að húsnæðið sé í lagi, sem er ekki rétt. Ófullnægjandi mælingar Annað sem situr eftir hjá mér eftir þátt gærkvöldsins er að það var gefin góð og skýr mynd á muninum á myglu og gró. Í samtali við Sylgju Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóra hjá Eflu, kemur fram að gró myglu sé alls staðar. Gróin dreifist auðveldlega og hratt en fer ekki að valda skaða fyrr en það kemur raki og þá vaxa gróin upp í myglusveppi. Þetta virðast þeir sérfræðingar sem Reykjavíkurborg hefur ráðið í verkið ekki gera sér grein fyrir. Nýverið kom út skýrsla frá Verkís um stöðuna í húsnæðinu þar sem ítrekað er talað um að það sé verið að taka sýni og mæla gró. Gró sem finnst alls staðar. Það segir sér sjálft að slíkar mælingar skili ekki árangri og segi ekkert til um raunverulega stöðu húsnæðisins. Að lokum þótti mér sláandi að heyra það í þættinum í gær að Sylgja sagði að hún og samstarfsfólk hennar hafi oft verið beðið um að hagræða niðurstöðum rannsókna þannig að þær komi ekki fram, sem hún segir að þau hafi ekki gert. Rétt eins og vandamálið muni einfaldlega hverfa ef það komi ekki fram í skýrslum, staðan er hins vegar sú að vandamál af þessum toga stækkar bara og veldur meiri skaða ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Ég er algjörlega gáttuð á hræsni borgaryfirvalda og vona að farið verði eins fljótt og mögulegt er í að taka rétt sýni og forða börnum og starfsfólki frá því að veikjast enn frekar. Þau eiga betra skilið en þetta! Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar