Ron Klain verður starfsmannastjóri Hvíta hússins Telma Tómasson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. nóvember 2020 06:48 Ron Klain sést hér með Joe Biden. Þeir eru nánir samstarfsmenn til fjölda ára. Getty/Mark Wilson Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna er byrjaður að ráða í helstu lykilstöður í Hvíta húsinu. Í gær var tilkynnt að Ron Klain yrði starfsmannastjóri Hvíta hússins eftir forsetaskiptin í janúar. Klain er gríðarlega reynslumikill í stjórnsýslunni og hefur verið stoð og stytta Bidens í áratugi, bæði í öldungadeild Bandaríkjaþings og þegar hann var varaforseti. Þá fór Klain fyrir ebóluteymi Hvíta hússins í forsetatíð Baracks Obama þegar lítill faraldur ebólu braust út árið 2014. Klain var einnig nánasti aðstoðarmaður Als Gore, þáverandi varaforseta. Starfsmannastjóri Hvíta hússins er afar valdamikill. Hann sér meðal annars um dagskrá forsetans, er einn hans nánasti ráðgjafi og trúnaðarmaður. Starfsmannastjórinn er pólitískt skipaður og þarf því ekki samþykki þingsins. Klain hefur verið virkur í starfi Demókrataflokksins í tugi ára og tók meðal annars þátt í báðum kosningabaráttum Bills Clinton á tíunda áratugnum. Auk þess hefur Klain þjálfað fjölmarga forsetaframbjóðendur Demókrata fyrir kappræður, þar á meðal fyrrnefnda Clinton, Gore og Obama sem og Hillary Clinton, John Kerry og auðvitað Biden sjálfan. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna er byrjaður að ráða í helstu lykilstöður í Hvíta húsinu. Í gær var tilkynnt að Ron Klain yrði starfsmannastjóri Hvíta hússins eftir forsetaskiptin í janúar. Klain er gríðarlega reynslumikill í stjórnsýslunni og hefur verið stoð og stytta Bidens í áratugi, bæði í öldungadeild Bandaríkjaþings og þegar hann var varaforseti. Þá fór Klain fyrir ebóluteymi Hvíta hússins í forsetatíð Baracks Obama þegar lítill faraldur ebólu braust út árið 2014. Klain var einnig nánasti aðstoðarmaður Als Gore, þáverandi varaforseta. Starfsmannastjóri Hvíta hússins er afar valdamikill. Hann sér meðal annars um dagskrá forsetans, er einn hans nánasti ráðgjafi og trúnaðarmaður. Starfsmannastjórinn er pólitískt skipaður og þarf því ekki samþykki þingsins. Klain hefur verið virkur í starfi Demókrataflokksins í tugi ára og tók meðal annars þátt í báðum kosningabaráttum Bills Clinton á tíunda áratugnum. Auk þess hefur Klain þjálfað fjölmarga forsetaframbjóðendur Demókrata fyrir kappræður, þar á meðal fyrrnefnda Clinton, Gore og Obama sem og Hillary Clinton, John Kerry og auðvitað Biden sjálfan.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira