Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2020 23:00 Arecibo útvarpssjónaukinn í Púertó ríki er farinn að láta á sjá. Vírarnir sem halda honum uppi eru þar að auki orðnir svo gamlir að sjónaukinn gæti mögulega hrunið. AP/Danica Coto Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerðir á honum gaf annar og mikilvægari vír sig. Það var þann 6. nóvember. Verkfræðingar segja víra útvarpssjónaukans mögulega úr sér gengna og er óttast að fleiri muni slitna og að sjónaukinn hrynji. Þeir sem hafa skoðað sjónaukann hafa notast við dróna og myndavélar því ekki er talið öruggt að nálgast hann vegna þess ástands sem hann er í. Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkói. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Útvarpssjónaukinn er meðal annars notaður til þess að senda útvarpsbylgjur út í geiminn og leita að smástirnum sem gætu stefnt á jörðina. Eftir að vírinn losnaði í sumar skoðuðu verkfræðingar sjónaukann og sögðu að hinir vírarnir ættu að ráða við þyngdina en útvarpssjónaukinn er um 900 tonn að þyngd. Í yfirlýsingu á vef Háskóla í Flórída sem rekur sjónaukann, UCF, segir að líklega hafi seinni vírinn skemmst yfir tíma og tekið á sig auka þyngd síðan í sumar. Burðargeta víranna hafi í raun minnkað. Hér má skemmdir sem urðu þegar einn vír losnaði í ágúst. Hann myndaði um 30 metra breitt gap í disk útvarpssjónaukans.AP/Arecibo Observatory Þeir sérfræðingar sem hafa verið fengnir til að skoða sjónaukann segja ekki hægt að tryggja að hann sé öruggur að svo stöddu. Allir þeir vírar sem séu eftir haldi nú meiri þyngd en áður og þar af leiðandi séu líkurnar á því að fleiri slitni meiri. Gerist það segja verkfræðingar líklegt að allur sjónaukinn hrynji. Í frétt Space.com segir að til hafi staðið að hefja viðgerðir á vírnum sem losnaði í sumar þegar sá seinni gaf sig í byrjun mánaðarins. Árið 2014 gaf vír sig í öflugum jarðskjálfta sem olli einnig öðrum skemmdum á útvarpssjónaukanum. Einnig átti eftir að laga hann. Hann skemmdist svo einnig árið 2017 þegar fellibylurinn María fór yfir Púertó Ríkó. Sjónaukinn er í eigu National Science Foundation og virðist sem að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvað eigi að gera varðandi það ástand sem hefur myndast. Nokkrir möguleikar eru sagðir í boði og stendur til að taka ákvörðun á næstu dögum. Hér má sjá sjónavarpsfrétt CBS frá því í sumar eftir að fyrri vírinn gaf sig. Púertó Ríkó Bandaríkin Geimurinn Vísindi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerðir á honum gaf annar og mikilvægari vír sig. Það var þann 6. nóvember. Verkfræðingar segja víra útvarpssjónaukans mögulega úr sér gengna og er óttast að fleiri muni slitna og að sjónaukinn hrynji. Þeir sem hafa skoðað sjónaukann hafa notast við dróna og myndavélar því ekki er talið öruggt að nálgast hann vegna þess ástands sem hann er í. Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkói. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Útvarpssjónaukinn er meðal annars notaður til þess að senda útvarpsbylgjur út í geiminn og leita að smástirnum sem gætu stefnt á jörðina. Eftir að vírinn losnaði í sumar skoðuðu verkfræðingar sjónaukann og sögðu að hinir vírarnir ættu að ráða við þyngdina en útvarpssjónaukinn er um 900 tonn að þyngd. Í yfirlýsingu á vef Háskóla í Flórída sem rekur sjónaukann, UCF, segir að líklega hafi seinni vírinn skemmst yfir tíma og tekið á sig auka þyngd síðan í sumar. Burðargeta víranna hafi í raun minnkað. Hér má skemmdir sem urðu þegar einn vír losnaði í ágúst. Hann myndaði um 30 metra breitt gap í disk útvarpssjónaukans.AP/Arecibo Observatory Þeir sérfræðingar sem hafa verið fengnir til að skoða sjónaukann segja ekki hægt að tryggja að hann sé öruggur að svo stöddu. Allir þeir vírar sem séu eftir haldi nú meiri þyngd en áður og þar af leiðandi séu líkurnar á því að fleiri slitni meiri. Gerist það segja verkfræðingar líklegt að allur sjónaukinn hrynji. Í frétt Space.com segir að til hafi staðið að hefja viðgerðir á vírnum sem losnaði í sumar þegar sá seinni gaf sig í byrjun mánaðarins. Árið 2014 gaf vír sig í öflugum jarðskjálfta sem olli einnig öðrum skemmdum á útvarpssjónaukanum. Einnig átti eftir að laga hann. Hann skemmdist svo einnig árið 2017 þegar fellibylurinn María fór yfir Púertó Ríkó. Sjónaukinn er í eigu National Science Foundation og virðist sem að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvað eigi að gera varðandi það ástand sem hefur myndast. Nokkrir möguleikar eru sagðir í boði og stendur til að taka ákvörðun á næstu dögum. Hér má sjá sjónavarpsfrétt CBS frá því í sumar eftir að fyrri vírinn gaf sig.
Púertó Ríkó Bandaríkin Geimurinn Vísindi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira