Sjö látnir eftir að forsetaframbjóðandi var handtekinn í Úganda Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2020 12:44 Poppstjarnan Bobi Wine er sá sem er talinn líklegastur til að geta velgt sitjandi forseta Úganda undir uggum í forsetakosningunum í janúar. EPA Að minnsta kosti sjö eru látnir og á annan tug slasaðir eftir að óeirðir brutust út á götum í Úganda í kjölfar þess að poppstjarnan og forsetaframbjóðandinn Bobi Wine var handtekinn. Til átaka kom milli stuðningsmanna Wine og öryggissveita, en Wine er helsti andstæðingur sitjandi forseta, Yoweri Museveni, og talinn sá sem einna helst gæti velgt forsetanum undur uggum í forsetakosningnunum sem fyrirhugaðar eru í landinu 14. janúar næstkomandi. Átök blossuðu upp í gær þegar Wine var handtekinn í annað sinn í þessum mánuði. Hinn 38 ára Wine hefur lengi starfað sem söngvari, en hann heitir Robert Kyagulanyi réttu nafni. Hann var handtekinn vegna gruns um að hafa brotið gegn sóttvarnareglum landsins, en forsetaframbjóðendur mega samkvæmt reglunum ekki ávarpa fundi sem fleiri en tvö hundruð manns sækja. Erlendir fjölmiðlar segja Wine enn vera í haldi lögreglu, daginn eftir handtökuna. Wine var fyrst handtekinn 3. nóvember, skömmu eftir að hafa tilkynnt um framboð sitt til forseta. Wine nýtur sérstakrar hylli meðal yngri kynslóðarinnar í landinu. Yoweri Museveni hefur gegnt embætti forseta Úganda frá árinu 1986. Úganda Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórðir særðir eftir árás á bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Að minnsta kosti sjö eru látnir og á annan tug slasaðir eftir að óeirðir brutust út á götum í Úganda í kjölfar þess að poppstjarnan og forsetaframbjóðandinn Bobi Wine var handtekinn. Til átaka kom milli stuðningsmanna Wine og öryggissveita, en Wine er helsti andstæðingur sitjandi forseta, Yoweri Museveni, og talinn sá sem einna helst gæti velgt forsetanum undur uggum í forsetakosningnunum sem fyrirhugaðar eru í landinu 14. janúar næstkomandi. Átök blossuðu upp í gær þegar Wine var handtekinn í annað sinn í þessum mánuði. Hinn 38 ára Wine hefur lengi starfað sem söngvari, en hann heitir Robert Kyagulanyi réttu nafni. Hann var handtekinn vegna gruns um að hafa brotið gegn sóttvarnareglum landsins, en forsetaframbjóðendur mega samkvæmt reglunum ekki ávarpa fundi sem fleiri en tvö hundruð manns sækja. Erlendir fjölmiðlar segja Wine enn vera í haldi lögreglu, daginn eftir handtökuna. Wine var fyrst handtekinn 3. nóvember, skömmu eftir að hafa tilkynnt um framboð sitt til forseta. Wine nýtur sérstakrar hylli meðal yngri kynslóðarinnar í landinu. Yoweri Museveni hefur gegnt embætti forseta Úganda frá árinu 1986.
Úganda Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórðir særðir eftir árás á bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira