Undarleg málmsúla fannst í eyðimörk Utah Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 15:15 Súlan sem um ræðir er í óbyggðum Utah og virðist hafa fundist fyrir tilviljun. Almannaöryggisstofnun Utah Opinberir starfsmenn á vegum Almenningsöryggisstofnunar Utah á flugi yfir Red Rock í Bandaríkjunum ráku augun í eitthvað sem vakti athygli þeirra. Þeir lentu þar nærri og í ljós kom um þriggja metra há málmsúla með þrjár hliðar sem búið var að koma fyrir í berginu. Súlan er í miðjum óbyggðum en embættismenn vilja ekki gefa upp nákvæmlega hvar af ótta við að fólk muni reyna að ferðast þangað og það sé hættulegt. Bret Hutchings, flugmaður þyrlunnar, sagði héraðsmiðlinum KSL-TV um helgina að þeir hafi komið að súlunni í gjá, eftir að einn þeirra sá hana úr lofti. The @UtahDPS helicopter was assisting the @UtahDWR in counting bighorn sheep in remote southern Utah Wednesday when the crew encountered something entirely 'out of this world'...@KSL5TV #KSLTV #UtahPhotojournalist: @Photog_Steve5 pic.twitter.com/f8P0fayDIS— Andrew Adams (@AndrewAdamsKSL) November 21, 2020 Hutchings telur að þarna hafi listamenn líklegast verið á ferðinni, eða aðdáendur kvikmyndarinnar 2001: A Space Odyssey eftir Stanleyu Kubrick. Þar má sjá svartar en sambærilegar súlur. Netverjar voru fljótir að tengja súluna við geimverur og jafnvel djöfla og þá auðvitað í gríni. Flestir brandaranir virðast á þá leið að súlan sé einhvers konar undarfari innrásar, sem yrði þá í takt við árið 2020. BBC segir að Almannaöryggisstofnun Utah hafi gefið út tilkynningu, sem er ekki aðgengileg hér á landi, vegna súlunnar en þar segir að ólöglegt sé að koma fyrir byggingum eða listaverkum á opinberu landi í leyfisleysi. Það gildi um alla, sama frá hvaða plánetu viðkomandi er. Myndbönd af fundi súlunnar hafa verið birt á netinu. Stofnunin sem mennirnir vinna fyrir hefur einnig leitað svarað um hvað þetta gæti mögulega verið á netinu en án árangurs. View this post on Instagram A post shared by UtahDPSAeroBureau (@utahdpsaerobureau) Bandaríkin Grín og gaman Geimurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Opinberir starfsmenn á vegum Almenningsöryggisstofnunar Utah á flugi yfir Red Rock í Bandaríkjunum ráku augun í eitthvað sem vakti athygli þeirra. Þeir lentu þar nærri og í ljós kom um þriggja metra há málmsúla með þrjár hliðar sem búið var að koma fyrir í berginu. Súlan er í miðjum óbyggðum en embættismenn vilja ekki gefa upp nákvæmlega hvar af ótta við að fólk muni reyna að ferðast þangað og það sé hættulegt. Bret Hutchings, flugmaður þyrlunnar, sagði héraðsmiðlinum KSL-TV um helgina að þeir hafi komið að súlunni í gjá, eftir að einn þeirra sá hana úr lofti. The @UtahDPS helicopter was assisting the @UtahDWR in counting bighorn sheep in remote southern Utah Wednesday when the crew encountered something entirely 'out of this world'...@KSL5TV #KSLTV #UtahPhotojournalist: @Photog_Steve5 pic.twitter.com/f8P0fayDIS— Andrew Adams (@AndrewAdamsKSL) November 21, 2020 Hutchings telur að þarna hafi listamenn líklegast verið á ferðinni, eða aðdáendur kvikmyndarinnar 2001: A Space Odyssey eftir Stanleyu Kubrick. Þar má sjá svartar en sambærilegar súlur. Netverjar voru fljótir að tengja súluna við geimverur og jafnvel djöfla og þá auðvitað í gríni. Flestir brandaranir virðast á þá leið að súlan sé einhvers konar undarfari innrásar, sem yrði þá í takt við árið 2020. BBC segir að Almannaöryggisstofnun Utah hafi gefið út tilkynningu, sem er ekki aðgengileg hér á landi, vegna súlunnar en þar segir að ólöglegt sé að koma fyrir byggingum eða listaverkum á opinberu landi í leyfisleysi. Það gildi um alla, sama frá hvaða plánetu viðkomandi er. Myndbönd af fundi súlunnar hafa verið birt á netinu. Stofnunin sem mennirnir vinna fyrir hefur einnig leitað svarað um hvað þetta gæti mögulega verið á netinu en án árangurs. View this post on Instagram A post shared by UtahDPSAeroBureau (@utahdpsaerobureau)
Bandaríkin Grín og gaman Geimurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira