Skotvopnasamtök saka stjórnendur um misferli Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2020 10:44 Wayne LaPierre, forstjóri NRA, í ræðupúlti á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í febrúar. Hann er sagður hafa endurgreitt ferðakostnað sem hann rukkaði samtökin fyrir. Dómsmálaráðherra New York hefur sakað hann og aðra stjórnendur NRA um sjálftöku úr sjóðum samtakanna um áratugaskeið. Vísir/EPA Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Í greinargerð sem NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, lögðu fram til skattayfirvalda segir að þau hafi fengið vitneskju í fyrra um að Wayne LaPierre, forstjóri NRA til áratuga, og fimm aðrir fyrrverandi stjórnendur hefðu fengið „óhóflega umbun“ í störfum sínum, að sögn Washington Post. LaPierre er sagður hafa „leiðrétt“ misferlið með því að endurgreiða samtökunum nærri því 300.000 dollara, jafnvirði um 40,7 milljóna íslenskra króna, í ferðakostnað fyrir árin 2015 til 2019. Ekki kemur fram í gögnum NRA hvernig sú upphæð var ákveðin eða hvenær LaPierre hefði greitt hana til baka. Forstjórinn er sagður saka aðra fyrrverandi stjórnendur um að hafa notað fjármuni samtakanna á óeðlilegan hátt eða skrifað á þau útgjöld sem þeim bar ekki að greiða fyrir. Dómsmálaráðherra New York sakaði LaPierre og aðra stjórnendur samtakanna um mun umfangsmeiri sjálftöku í störfum fyrir NRA um áratugaskeið í vor. Hann krefst þess að samtökin verði leyst upp og að stjórnendurnir endurgreiði milljarða króna sem hann sakar þá um að hafa dregið að sér til að fjármagna líf í vellystingum. Washington Post segir að greinargerð NRA til skattsins bendi til þess að samtökin ætli að standa með LaPierre sem hefur stýrt þeim í tæp fjörutíu ár. Talsmaður NRA segir þannig að „mikill meirihluti“ ferðalaga LaPierre hafi verið í samræmi við stefnu samtakanna. Samtökin segjast enn fara yfir meint misferli fyrrverandi stjórnenda, þar á meðal Olivers North, fyrrverandi forseta stjórnar NRA. North er frægastur fyrir aðild sína að Íran-Kontra-hneykslinu á 9. áratug síðustu aldar. Sem fulltrúi í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna tók North þátt í að selja vopn á laun til ríkisstjórnar Írans. Ágóðinn af sölunni var notaður til þess að styrkja hægrisinnuðu Kontra-skæruliðana í Níkaragva þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hefði samþykkt að banna fjárstuðning við þá. North og fleiri fyrrverandi stjórnendum sinnaðist við LaPierre á sínum tíma og eru þeir sagðir hafa lagt rannsókn yfirvalda í New York lið. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil. Í greinargerð sem NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, lögðu fram til skattayfirvalda segir að þau hafi fengið vitneskju í fyrra um að Wayne LaPierre, forstjóri NRA til áratuga, og fimm aðrir fyrrverandi stjórnendur hefðu fengið „óhóflega umbun“ í störfum sínum, að sögn Washington Post. LaPierre er sagður hafa „leiðrétt“ misferlið með því að endurgreiða samtökunum nærri því 300.000 dollara, jafnvirði um 40,7 milljóna íslenskra króna, í ferðakostnað fyrir árin 2015 til 2019. Ekki kemur fram í gögnum NRA hvernig sú upphæð var ákveðin eða hvenær LaPierre hefði greitt hana til baka. Forstjórinn er sagður saka aðra fyrrverandi stjórnendur um að hafa notað fjármuni samtakanna á óeðlilegan hátt eða skrifað á þau útgjöld sem þeim bar ekki að greiða fyrir. Dómsmálaráðherra New York sakaði LaPierre og aðra stjórnendur samtakanna um mun umfangsmeiri sjálftöku í störfum fyrir NRA um áratugaskeið í vor. Hann krefst þess að samtökin verði leyst upp og að stjórnendurnir endurgreiði milljarða króna sem hann sakar þá um að hafa dregið að sér til að fjármagna líf í vellystingum. Washington Post segir að greinargerð NRA til skattsins bendi til þess að samtökin ætli að standa með LaPierre sem hefur stýrt þeim í tæp fjörutíu ár. Talsmaður NRA segir þannig að „mikill meirihluti“ ferðalaga LaPierre hafi verið í samræmi við stefnu samtakanna. Samtökin segjast enn fara yfir meint misferli fyrrverandi stjórnenda, þar á meðal Olivers North, fyrrverandi forseta stjórnar NRA. North er frægastur fyrir aðild sína að Íran-Kontra-hneykslinu á 9. áratug síðustu aldar. Sem fulltrúi í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna tók North þátt í að selja vopn á laun til ríkisstjórnar Írans. Ágóðinn af sölunni var notaður til þess að styrkja hægrisinnuðu Kontra-skæruliðana í Níkaragva þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hefði samþykkt að banna fjárstuðning við þá. North og fleiri fyrrverandi stjórnendum sinnaðist við LaPierre á sínum tíma og eru þeir sagðir hafa lagt rannsókn yfirvalda í New York lið. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira