Sokkinn kostnaður í mýri Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 26. nóvember 2020 14:31 Vetrarhöllin er orðin Garðbæingum dýr. Með nýjum gerðardómi í deilu Garðabæjar og ÍAV verktaka vegna byggingu fjölnota íþróttahússins, sem úrskurðar verktökunum í vil falla alls tæplega 170 milljónir á bæjarsjóð af þeim 200 milljónum sem deilt var um. Ástæðan eru gallar í útboðslýsingu, þar sem fullnægjandi upplýsingar um jarðveg lágu ekki fyrir. Þessi niðurstaða er mikill áfellisdómur fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar. Við í Garðabæjarlistanum höfum haft miklar efasemdir um að Garðabær væri í rétti í þessu máli og talið að undirbúningi hafi verið ábótavant af hálfu bæjarins. Nú hefur komið í ljós að það var rétt mat hjá okkur, þrátt fyrir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri hafi staðið fastar en kletturinn sjálfur á því að hér ætti Garðabær enga sök. Dýr dómur fyrir tóman bæjarsjóð Þessi dómur mun taka í fyrir bæjarsjóð, þar sem reiknað er með rekstrartapi á næsta ári. Garðabær hafði áður samþykkt að greiða 60 m.kr. Kostnaður við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri hefur því aukist um 226 milljónir, vegna þess að útboðslýsingin var ekki nógu góð. Við sjáum nú fram á að bæjarsjóður verður rekinn með tapi á næsta ári, það er að þessu sinni engin inneign fyrir svona viðbótarkostnaði. Svo á eftir að bæta við kostnaði vegna búnaðar og reksturs, þegar húsið verður tilbúið. Auk þess sem núverandi meirihluti hefur samþykkt að í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára verði gert ráð fyrir kostnaði vegna hátíðarhalda meirihlutans, korteri í næstu sveitarstjórnarkosningar. Ábyrgðin er bæjarstjórans Bæjarbúar eiga skilið betra en þetta. Þeir eiga skilið fjármálastjórnun þar sem vandað er til verka við útboðslýsingar þegar kemur að stærstu og umfangsmestu framkvæmdum sveitarfélagsins. Útboð vegna íþróttahússins hljóðaði upp á 4,2 milljarða. Vegna verks af slíkri stærðargráðu þarf að fara fram góður undirbúningur til að tryggja að útboðið og grundvöllur þess hafi verið rétt. Niðurstöður gerðardómsins sýna að hér hefur meirihlutinn kastað til hendinni og þar er ábyrgð bæjarstjórans ekki lítil, sem pólitísks leiðtoga og yfirmanns stjórnsýslunnar. Þetta er óboðlegt í alla staði. Við krefjumst þess að faglegri vinnubragða verði gætt og að útboðsreglum sé settur skýr rammi. Enn eitt útboðið sem fer illa Það sem verra er, þá sjáum við þetta síendurtekið hér í Kraganum, í umboði Sjálfstæðismanna. Á tyllidögum ber bæjarstjórinn minn sér á brjóst og lofar fjármálastjórn bæjarins og vönduðu vinnubrögðin. Sjálfstæðismenn tala iðulega eins og þeir einir geti stjórnað fjármálum. Raunveruleikinn er auðvitað allt annar. Þetta er enn eitt úboðið sem kostar sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu háa upphæð. Hér í Kraganum, þar sem Sjálfstæðismenn stýra öllum sveitarfélögunum og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hljóta þeir að þurfa að endurskoða vinnulag sitt. Framundan eru stór verkefni á könnu Ssh, auk Borgarlínu. Á nýliðnum aðalfundi samtakanna tók bæjastjórinn minn þar við formennsku, sá sami og ber ábyrgð á útboðinu í Vetrarmýrinni og taldi allt gert upp á punkt og prik, þar til gerðardómur sló á puttana á honum. Við krefjumst þess að farið sé af meiri ábyrgð með skattfé og að faglegri vinnubrögð séu viðhöfð þegar farið er með almannafé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Vetrarhöllin er orðin Garðbæingum dýr. Með nýjum gerðardómi í deilu Garðabæjar og ÍAV verktaka vegna byggingu fjölnota íþróttahússins, sem úrskurðar verktökunum í vil falla alls tæplega 170 milljónir á bæjarsjóð af þeim 200 milljónum sem deilt var um. Ástæðan eru gallar í útboðslýsingu, þar sem fullnægjandi upplýsingar um jarðveg lágu ekki fyrir. Þessi niðurstaða er mikill áfellisdómur fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar. Við í Garðabæjarlistanum höfum haft miklar efasemdir um að Garðabær væri í rétti í þessu máli og talið að undirbúningi hafi verið ábótavant af hálfu bæjarins. Nú hefur komið í ljós að það var rétt mat hjá okkur, þrátt fyrir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri hafi staðið fastar en kletturinn sjálfur á því að hér ætti Garðabær enga sök. Dýr dómur fyrir tóman bæjarsjóð Þessi dómur mun taka í fyrir bæjarsjóð, þar sem reiknað er með rekstrartapi á næsta ári. Garðabær hafði áður samþykkt að greiða 60 m.kr. Kostnaður við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri hefur því aukist um 226 milljónir, vegna þess að útboðslýsingin var ekki nógu góð. Við sjáum nú fram á að bæjarsjóður verður rekinn með tapi á næsta ári, það er að þessu sinni engin inneign fyrir svona viðbótarkostnaði. Svo á eftir að bæta við kostnaði vegna búnaðar og reksturs, þegar húsið verður tilbúið. Auk þess sem núverandi meirihluti hefur samþykkt að í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára verði gert ráð fyrir kostnaði vegna hátíðarhalda meirihlutans, korteri í næstu sveitarstjórnarkosningar. Ábyrgðin er bæjarstjórans Bæjarbúar eiga skilið betra en þetta. Þeir eiga skilið fjármálastjórnun þar sem vandað er til verka við útboðslýsingar þegar kemur að stærstu og umfangsmestu framkvæmdum sveitarfélagsins. Útboð vegna íþróttahússins hljóðaði upp á 4,2 milljarða. Vegna verks af slíkri stærðargráðu þarf að fara fram góður undirbúningur til að tryggja að útboðið og grundvöllur þess hafi verið rétt. Niðurstöður gerðardómsins sýna að hér hefur meirihlutinn kastað til hendinni og þar er ábyrgð bæjarstjórans ekki lítil, sem pólitísks leiðtoga og yfirmanns stjórnsýslunnar. Þetta er óboðlegt í alla staði. Við krefjumst þess að faglegri vinnubragða verði gætt og að útboðsreglum sé settur skýr rammi. Enn eitt útboðið sem fer illa Það sem verra er, þá sjáum við þetta síendurtekið hér í Kraganum, í umboði Sjálfstæðismanna. Á tyllidögum ber bæjarstjórinn minn sér á brjóst og lofar fjármálastjórn bæjarins og vönduðu vinnubrögðin. Sjálfstæðismenn tala iðulega eins og þeir einir geti stjórnað fjármálum. Raunveruleikinn er auðvitað allt annar. Þetta er enn eitt úboðið sem kostar sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu háa upphæð. Hér í Kraganum, þar sem Sjálfstæðismenn stýra öllum sveitarfélögunum og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hljóta þeir að þurfa að endurskoða vinnulag sitt. Framundan eru stór verkefni á könnu Ssh, auk Borgarlínu. Á nýliðnum aðalfundi samtakanna tók bæjastjórinn minn þar við formennsku, sá sami og ber ábyrgð á útboðinu í Vetrarmýrinni og taldi allt gert upp á punkt og prik, þar til gerðardómur sló á puttana á honum. Við krefjumst þess að farið sé af meiri ábyrgð með skattfé og að faglegri vinnubrögð séu viðhöfð þegar farið er með almannafé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun