Bíræfnir þjófar stálu jólunum Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2020 10:55 Þjófarnir stálu um 300 jólatrjám. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Bíræfnir þjófar tóku sig nýverið til og stálu um 300 jólatrjám frá fjölskyldufyrirtæki í London Bretlandi. Það var gert kvöldið áður en bræðurnir sem eiga fyrirtækið ætluðu að opna það aftur í fyrsta sinn í marga mánuði. Þeir segja um mikið áfall að ræða. Faraldur nýju kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerðir hafi þegar komið verulega niður á rekstrinum. Í samtali við Sky News segir Josh Lyle að þjófarnir hafi látið til skara skríða á þriðjudaginn. Rétt eftir að bræðurnir höfðu fengið leyfi til að opna fyrirtækið á nýjan leik og selja fólki jólatré. „Þetta er ógeðfellt. Starf okkar er að breiða út jólagleði til allra og selja tré okkar um víðan völl,“ sagði Lyle. Hann biðlaði til allra sem gætu veitt upplýsingar um þjófnaðinn að stíga fram. Sky segir að nágrannar hafi hringt á lögregluna þegar þrír þjófar létu greipar sópa á plani fyrirtækisins. Þjófarnir eru sagðir hafa farið nokkrar ferðir með jólatré á sendiferðabíl sem þeir voru á. Fyrirtæki sem selja raunveruleg jólatré fengu nýverið undanþágu gegn sóttvarnareglum og voru tímabundið skilgreind sem nauðsynleg þjónusta. Josh og bróðir hans Sam stofnuðu fyrirtækið árið 1995, þegar þeir voru eingöngu fimmtán og þrettán ára gamlir. Þá fengu þeir þá hugmynd um að höggva tré á jarðeign fjölskyldunnar í Skotlandi og selja í London. Þeir komust áður í fréttirnar árið 2016 þegar þeir seldu Harry Prins og Meghan Markle jólatré í upphafi sambands þeirra árið 2016. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól England Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Faraldur nýju kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerðir hafi þegar komið verulega niður á rekstrinum. Í samtali við Sky News segir Josh Lyle að þjófarnir hafi látið til skara skríða á þriðjudaginn. Rétt eftir að bræðurnir höfðu fengið leyfi til að opna fyrirtækið á nýjan leik og selja fólki jólatré. „Þetta er ógeðfellt. Starf okkar er að breiða út jólagleði til allra og selja tré okkar um víðan völl,“ sagði Lyle. Hann biðlaði til allra sem gætu veitt upplýsingar um þjófnaðinn að stíga fram. Sky segir að nágrannar hafi hringt á lögregluna þegar þrír þjófar létu greipar sópa á plani fyrirtækisins. Þjófarnir eru sagðir hafa farið nokkrar ferðir með jólatré á sendiferðabíl sem þeir voru á. Fyrirtæki sem selja raunveruleg jólatré fengu nýverið undanþágu gegn sóttvarnareglum og voru tímabundið skilgreind sem nauðsynleg þjónusta. Josh og bróðir hans Sam stofnuðu fyrirtækið árið 1995, þegar þeir voru eingöngu fimmtán og þrettán ára gamlir. Þá fengu þeir þá hugmynd um að höggva tré á jarðeign fjölskyldunnar í Skotlandi og selja í London. Þeir komust áður í fréttirnar árið 2016 þegar þeir seldu Harry Prins og Meghan Markle jólatré í upphafi sambands þeirra árið 2016.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól England Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira