Áhorfendur fá ekki að klæða sig upp á HM í pílu í ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 10:30 Mynd frá HM í pílu á síðasta ári. Þessi þarf að láta jólapeysu duga í ár ef hann verður einn þeirra 1000 sem fær miða á mótið. Paul Harding/Getty Images Áhorfendur á HM í pílu í ár fá ekki að klæða sig upp eins og venja er ár hvert. HM í pílu er þekkt fyrir skrautlega áhorfendur enda mætir hver einn og einasti í búning, oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. HM í pílu fer að venju fram í Alexandra Palace, Ally Pally, í Lundúnum frá 15. desember til 3. janúar næstkomandi. Vísir greindi frá því í gær að mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Sport 3, um er að ræða 114 klukkutíma af pílukasti. Páll Sævar Guðjónsson, betur þekktur sem Röddin, mun að sjálfsögðu lýsa mótinu af sinni alkunni snilld. Páll Sævar er kynnir á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ásamt því að vera einn mesti sérfræðingur landsins þegar kemur að pílu. 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Vegna kórónufaraldursins verða aðeins þúsund áhorfendur leyfðir í Ally Pally að þessu sinni. Það sem meira er þá verður áhorfendum bæði bannað að syngja sem og að mæta í búningum samkvæmt frétt BBC. Ein stærsta hefð HM í pílu er sú að allir sem mæta á mótið eru í búning að einhverju tagi. Oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. Jólapeysur verða leyfðar og reikna má með að fólk reyni að mæta í eins skrautlegum peysum og mögulegt er. Áhorfendur munu þurfa að vera með grímu ásamt því að allur matur og drykkur verður pantaður í gegnum forrit í símanum. Fari fólk ekki eftir settum fyrirmælum þá gæti því verið vísað á dyr. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Bretland England Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira
HM í pílu fer að venju fram í Alexandra Palace, Ally Pally, í Lundúnum frá 15. desember til 3. janúar næstkomandi. Vísir greindi frá því í gær að mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Sport 3, um er að ræða 114 klukkutíma af pílukasti. Páll Sævar Guðjónsson, betur þekktur sem Röddin, mun að sjálfsögðu lýsa mótinu af sinni alkunni snilld. Páll Sævar er kynnir á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ásamt því að vera einn mesti sérfræðingur landsins þegar kemur að pílu. 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Vegna kórónufaraldursins verða aðeins þúsund áhorfendur leyfðir í Ally Pally að þessu sinni. Það sem meira er þá verður áhorfendum bæði bannað að syngja sem og að mæta í búningum samkvæmt frétt BBC. Ein stærsta hefð HM í pílu er sú að allir sem mæta á mótið eru í búning að einhverju tagi. Oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. Jólapeysur verða leyfðar og reikna má með að fólk reyni að mæta í eins skrautlegum peysum og mögulegt er. Áhorfendur munu þurfa að vera með grímu ásamt því að allur matur og drykkur verður pantaður í gegnum forrit í símanum. Fari fólk ekki eftir settum fyrirmælum þá gæti því verið vísað á dyr. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Bretland England Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira