Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 14:43 Flutningarnir marka stóran áfanga í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vestanhafs. AP/Morry Gash Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. Þrjár milljónir skammta voru fluttar með fyrstu bílum sem ætlaðir eru heilbrigðisstarfsfólki og íbúum hjúkrunarheimila. Búist er við því að skammtarnir verði komnir til 145 dreifingaraðila strax á morgun, 425 staðir bætast svo við á þriðjudag og síðustu 66 á miðvikudag, að því er fram kemur í frétt AP. Bóluefnið verður síðan flutt á sjúkrahús og aðra staði sem geta geymt það við viðunandi aðstæður, en geyma þarf bóluefnið í 94 gráðu frosti. Pfizer hefur pakkað bóluefninu inn í þurrís og fylgja mælar sem fylgjast með því að hitastig geymslukassanna verði aldrei of hátt. Bóluefnið er geymt í þurrís.AP/Morry Gash Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech á föstudag. Bóluefnið, sem veitir allt að 95% vörn gegn kórónuveirunni, reyndist samkvæmt úttekt stofnunarinnar vera bæði öruggt og árangursríkt. Áætlað er að skammtar verði komnir á alla þá staði sem sjá um bólusetningar innan þriggja vikna. Forstjóri lyfja- og matvælaeftirlit fullyrti að leyfið hafi verið veitt á vísindalegum grundvelli eftir greinagóða úttekt á bóluefninu. Einhverjir höfðu lýst yfir áhyggjum af því að ferlinu hefði verið flýtt þar sem Hvíta húsið hafði beitt miklum þrýstingi að fá leyfi fyrir helgi, en forstjórinn segir það af og frá. Nú þegar eru bólusetningar hafnar í Bretlandi en upp hafa komið nokkur tilvik þar sem einstaklingar hafa fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð. Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur komið þeim tilmælum áleiðis að fólk með þekkt ofnæmi fyrir innihaldsefnum bóluefnisins eigi ekki að fá bólusetningu. Klippa: Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21 Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Þrjár milljónir skammta voru fluttar með fyrstu bílum sem ætlaðir eru heilbrigðisstarfsfólki og íbúum hjúkrunarheimila. Búist er við því að skammtarnir verði komnir til 145 dreifingaraðila strax á morgun, 425 staðir bætast svo við á þriðjudag og síðustu 66 á miðvikudag, að því er fram kemur í frétt AP. Bóluefnið verður síðan flutt á sjúkrahús og aðra staði sem geta geymt það við viðunandi aðstæður, en geyma þarf bóluefnið í 94 gráðu frosti. Pfizer hefur pakkað bóluefninu inn í þurrís og fylgja mælar sem fylgjast með því að hitastig geymslukassanna verði aldrei of hátt. Bóluefnið er geymt í þurrís.AP/Morry Gash Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech á föstudag. Bóluefnið, sem veitir allt að 95% vörn gegn kórónuveirunni, reyndist samkvæmt úttekt stofnunarinnar vera bæði öruggt og árangursríkt. Áætlað er að skammtar verði komnir á alla þá staði sem sjá um bólusetningar innan þriggja vikna. Forstjóri lyfja- og matvælaeftirlit fullyrti að leyfið hafi verið veitt á vísindalegum grundvelli eftir greinagóða úttekt á bóluefninu. Einhverjir höfðu lýst yfir áhyggjum af því að ferlinu hefði verið flýtt þar sem Hvíta húsið hafði beitt miklum þrýstingi að fá leyfi fyrir helgi, en forstjórinn segir það af og frá. Nú þegar eru bólusetningar hafnar í Bretlandi en upp hafa komið nokkur tilvik þar sem einstaklingar hafa fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð. Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur komið þeim tilmælum áleiðis að fólk með þekkt ofnæmi fyrir innihaldsefnum bóluefnisins eigi ekki að fá bólusetningu. Klippa: Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21 Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57 Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21
Bóluefni Pfizer skrefi nær því að verða samþykkt í Bandaríkjunum Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við notkun á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. Gert er ráð fyrir því að matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) muni fylgja þeirri niðurstöðu. 10. desember 2020 22:57
Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns. 11. desember 2020 13:48