Þau kvöddu á árinu 2020 Atli Ísleifsson skrifar 25. desember 2020 10:00 Diego Armando Maradona, Kobe Bryant, Sean Connery, Ruth Bader Ginsburg og Kelly Preston féllu öll frá á árinu. Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Ruth Bader Ginsburg.Getty Ruth Bader Ginsburg , dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, lést í september, 87 ára að aldri. Hún var skipuð í embætti hæstaréttardómara árið 1993 og var önnur konan til að gegna embætti dómara við réttinn. Hún hafði því gegnt embætti hæstaréttardómara í rúm 27 ár þegar hún lést. Ginsburg tilheyrði frjálslyndari armi réttarins. Javier Pérez de Cuéllar , fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lést í febrúar, hundrað ára að aldri. Perúmaðurinn gegndi embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna í tvö skipunartímabil, frá 1982 til 1991. David Dinkins , fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, lést í nóvember, 93 ára að aldri. Dinkins var fyrsti og til þessa eini svarti maðurinn til að hafa gegnt embættinu. Hann gegndi embætti borgarstjóra New York á árunum 1990 til 1993. Félagi Duch , Kaing Guek Wav, einn af æðstu yfirmönnum ógnarstjórnar rauðu kmeranna í Kambódíu sem ríkti á áttunda áratug síðustu aldar, lést í ágúst. Hann varð 77 ára. Hann afplánaði lífstíðardóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu fyrir sérstökum dómstól sem Sameinuðu þjóðirnar áttu þátt í að koma á fót árið 2012. Valéry Giscard d'Estaing , fyrrverandi forseti Frakklands, lést í nóvember, 94 ára að aldri. Giscard d'Estaing var forseti Frakklands frá 1974 til 1981 og er einna þekktastur fyrir að hafa „siglt Frakklandi inn í nútímann“ í forsetatíð sinni. Nexhmije Hoxha , ekkja Enver Hoxha, fyrrverandi einræðisherra Albaníu, lést í febrúar, 99 ára að aldri. Jean Kennedy Smith , bandarískur erindreki sem gegndi lykilhlutverki í sáttaviðleitunum á Norður-Írlandi, lést í júní, 92 ára að aldri. Kennedy Smith var systir John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og sú síðasta í systkinahópnum sem var á lífi. John Lewis.Getty John Lewis , fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins og einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, lést í júlí, áttræður að aldri. Lewis hafði setið í fulltrúadeildinni frá árinu 1987. Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, lést í febrúar, 91 árs að aldri. Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat. Hann var hrakinn frá völdum í ársbyrjun 2011, þegar Arabíska vorið stóð sem hæst. Pranab Mukherjee , fyrrverandi forseti Indlands, lést af völdum Covid-19 í ágúst, 84 ára að aldri. Mukherjee átti langan stjórnmálaferil að baki áður en hann tók við embætti forseta árið 2012. Hann gegndi embættinu til 2017. Thomas Oppermann , varaforseti þýska þingsins, lést í október eftir að hafa hnigið niður skömmu fyrir tökur á sjónvarpsviðtali. Hann varð 66 ára. Hann hafði gegnt embætti varaforseta þingsins frá því í október 2017. Áður hafði hann gegnt stöðu þingflokksformanns hjá Jafnaðarmannaflokknum. Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah , emírinn í Kúveit, lést í september, 91 árs að aldri. Emírinn hafði stýrt Kúveit frá árinu 2006 og stýrt utanríkisstefnu þess í rúm fimmtíu ár. Gegndi hann embætti utanríkisráðherra frá 1963 til 1991 og aftur 1992 til 2003. Qaboos bin Said al Said , sóldáninn af Óman, lést í janúar, 79 ára að aldri. Qaboos var þaulsetnasti þjóðhöfðingi arabísks ríkis þegar hann lést, en hann hafði stýrt landinu frá árinu 1970. Qasem Soleimani, íranskur hershöfðingi, lést í drónaárás Bandaríkjahers í Bagdad í byrjun árs. Hann varð 62 ára gamall. Robert Trump , yngri bróðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, lést í ágúst, 71 árs að aldri. Robert Trump vann nærri alla ævi við fasteignafyrirtæki fjölskyldunnar, og varð þar hæstráðandi. Betty Williams, bresk baráttukona fyrir friði lést í mars, 76 ára að aldri. Hún tók við friðarverðlaunum Nóbels árið 1976 fyrir baráttu sína fyrir friði á Norður-Írlandi. Menning og listir Steve Bing , bandarískur kvikmyndaframleiðandi, lést í júní, 55 ára að aldri. Bing var einnig þekktur fyrir að vera fyrrverandi kærasti og barnsfaðir bresku fyrirsætunnar og leikkonunnar Elizabeth Hurley. Honor Blackman í hlutverki Pussy Galore. Honor Blackman , bresk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa leikið Pussy Galore í James Bond myndinni Goldfinger, lést í apríl, 94 ára að aldri. Chadwick Boseman, bandaríski leikarinn sem þekktastur var fyrir hlutverk sitt í Marvel-myndinni Black Panther, þar sem hann lék aðalsöguhetjuna. Myndin braut blað í sögu hinna svokölluðu ofurhetjumynda þegar hún var tilnefnd sem besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni á síðasta ári. Chadwick lék titilhlutverk myndarinnar en persóna hans var konungur tilbúna ríkisins Wakanda. Hann lést úr krabbameini aðeins 43 ára gamall. Michael Bundesen , danskur söngvari og forsprakki sveitarinnar Shu-bi-dua, lés tí nóvember, 71 árs að aldri. Sveitin er ein vinsælasta og jafnframt söluhæsta sveit danskrar tónlistarsögu. Christo , listamaður sem heimsþekktur er fyrir að þekja frægar byggingar og kennileiti, lést í maí 84 ára gamall. Hann vann náið með eiginkonu sinni og létu þau meðal annars þekja þinghúsið í Berlín árið 1995 og Pont-Neuf rúna í París árið 1985. Lynn Cohen , bandarísk leikkona, lést í febrúar, 86 ára að aldri. Cohen var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Magda í hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City. Raphael Coleman , sem fór með hlutverk hins unga Eric Brown í kvikmyndinni Nanny McPhee árið 2005, lést í febrúar, 25 ára að aldri. Sean Connery í hlutverki James Bond.Getty Sean Connery , skoski stórleikarinn, lést í október. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í Indiana Jones, The Hunt for Red October, The Untouchables og The Rock, svo eitthvað sé nefnt. Ben Cross , breskur leikari sem þekktastur er fyrir að leika hlauparann Harold Abrahams í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots of Fire, lést í ágúst, 72 ára að aldri. Meðal annarra hlutverka Cross má nefna Malagant í myndinni First Knight frá árinu 1995 og Sarek í Star Trek árið 2009. Brian Dennehy , bandarískur leikari sem hlaut meðal annars tvenn Tony-verðlaun á ferlinum, lést í apríl, 81 árs að aldri. Dennehy var einna þekktastur fyrir hlutverk sín í fyrstu Rambómyndinni, Cocoon og Tommy boy. Caroline Flack , bresk sjónvarpsstjarna, lést í febrúar, fertug að aldri. Flack var líklega best þekkt fyrir að vera kynnir eða þáttastjórnandi bresku raunveruleikaþáttaraðarinnar geysivinsælu Love Island þar sem einhleyp ungmenni keppa um ástir hvers annars. Kirk Douglas , bandarískur leikari, lést í febrúar, 103 ára að aldri. Douglas var ein skærasta stjarna Hollywood um miðja síðustu öld en á meðal þekktustu mynda hans eru Champion, Spartacus, Lust for Life og The Bad and the Beautiful. Hann hlaut heiðursverðlaun bandarísku kvikmyndaakademíunnar árið 1995. Conchata Ferrell , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Two and a Half Men, lést í október, 77 ára að aldri. Ferrell lék í þáttunum á móti Charlie Sheen, en hún fór með hlutverk Bertu, húshjálpar persónu Sheen, í öllum tólf þáttaröðum þáttanna sem framleiddir voru á árunum 2003 til 2015. Rhonda Fleming , bandarísk kvikmyndastjarna, lést í október, 97 ára að aldri. Fleming var ein skærasta stjarna Hollywood á fimmta áratugnum og fórmeð hlutverk í rúmlega fjörutíu myndum, aðallega á fimmta og sjötta árarugnum. Derek Fowlds , breskur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Yes Minister, lést í janúar, 82 ára að aldri. Fowlds fór með hlutverk Bernard Woolley, sem stýrði skrifstofu forsætisráðherrans, í þáttunum. Mary Patrick Gleason, bandarísk leikkona sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk meðal annars í Leiðarljósi, Bruce Almighty og 13 Going on 30, lést í júní, sjötug að aldri. Peter Green , annar stofnenda hljómsveitarinnar Fleetwood Mac lést í júlí, 73 ára að aldri. Winston Groom , bandarískur rithöfundur og höfundur bókarinnar um Forrest Gump, lést í september, 77 ára að aldri. Beate Grimsrud , norskur rithöfundur og leikstjóri, lést í júní, 57 ára að aldri. Grimsrud var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2011 fyrir skáldsöguna En dåre fri og kom hún til Íslands sama ár í boði norska og sænska sendiráðsins. Yahya Hassan , danska ljóðskáldið, lést í apríl, 24 ára að aldri. Hassan vakti mikla athygli þegar hann gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 2013, þá átján ára að aldri. Ljóðabókin seldist í miklu magni en í henni lýsti hann uppvaxtarárum sínum í innflytjendahverfi í Árósum. Hann kom til Íslands árið 2014 til að kynna bók sína. Eddie Hassell , bandarískur leikari sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt í myndinni The Kids Are All Right frá árinu 2010, lést eftir að hafa verið skotinn í Texas í nóvember. Olivia de Havilland á fimmta áratugnum.Getty Olivia de Havilland , bandaríska leikkonan, lést í júlí, 104 ára að aldri. Hún lék meðal annars í Gone With the Wind, The Adventures of Robin Hood og svo fékk hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress. Mary Higgins Clark , bandarískur metsöluhöfundur, lést í janúar, 92 ára að aldri. Clark sem skrifaði 51 skáldsögu hafði vestan hafs verið kölluð „drottning spennusagnanna“. Roy Horn , annar tveggja meðlima hins fræga töframannadúetts Siegfried og Roy, lést af völdum Covid-19 í maí, 75 ára að aldri. Horn og félagi hans Siegfried Fischbacher voru helst þekktir fyrir töfrasýningu þeirra þar sem fram komi meðal annars hvít tígrisdýr og önnur dýr. Pamela Huchinson , ein söngkona bandarísku R&B-sveitarinnar The Emotions, lést í september, 61 árs að aldri. Hutchinson söng stærsta smell sveitarinnar, Best of My Love. Grant Imahara , bandarískur rafmagnsverkfræðingur, lést í júlí, 49 ára að aldri. Imahara var fyrrverandi umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Mythbusters á Discovery Channel. Pia Juul , danska ljóðskáldið og rithöfundurinn, lést í september, 58 ára að aldri. Juul var ein af mest þekktu ljóðskáldum Danmerkur og hafði í gegnum árin unnið til fjölda verðlauna. Hún var meðlimur í Dönsku akademíunni. Astrid Kirchherr , þýskur ljósmyndari sem mikið myndaði Bítlana á fyrstu starfsárum þeirra, lést í maí, 81 árs að aldri. Myndir Kirchherr áttu mikinn þátt í að skapa og móta ímynd sveitarinnar. Irrfan Khan , indverskur leikari sem er hvað þekktastur á heimsvísu fyrir að leika í Slumdog Millionaire og Life of Pi, lést í apríl, 53 ára að aldri. Shirley Knight , bandarísk leikkona, lést í apríl, 83 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan fyrir hlutverk í myndum á borð við The Dark at the Top of the Stairs (1960), Sweet Bird of Youth (1962), As Good As It Gets (1997) og Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood (2002). John le Carré.EPA John le Carré , enskur spennusagnahöfundur, lést í desember, 89 ára að aldri. Le Carré skrifaði meðal annars fjölda bóka sem voru kvikmyndaðar, til dæmis The Looking Glass War, The Night Manager, The Tailor of Panama, The Constant Gardener og Tinker, Tailor, Soldier, Spy. Tommy „Tiny“ Lister , bandarískur leikari, lést í desember, 62 ára að aldri. Lister hóf feril sinn í bandarískri fjölbragðaglímu og færði sig svo yfir í kvikmyndir og sjónvarp. Hann var hvað þekktastur fyrir leik sinn í Friday-myndunum, Fifth Element, Dark Knight og fjölda annarra aukahlutverka í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum undanfarna tvo til þrjá áratugi. Little Richard , bandarískur tónlistarmaður og einn af frumkvöðlum fyrstu bylgju rokksins, lést í maí, 87 ára gamall. Ferill Richard hófst á fimmta áratug síðustu aldar en hann sló fyrst í gegn árið 1955 en það ár hófst sigurför hans um tónlistarheiminn með lögum á borð við Tutti Frutti, Long Tall Sally, Rip It Up, The Girl Can’t Help It, Lucille, Keep A-Knockin’ og Good Golly, Miss Molly. Sam Lloyd, bandarískur leikari sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem lögmaðurinn Ted Buckland í þáttunum Scrubs, lést í maí, 56 ára gamall. Michael Lonsdale , bresk-franskur leikari sem fór með hlutverk skúrksins Drax í James Bond-myndinni Moonraker árið 1979, lést í september. Hann varð 89 ára gamall. Vera Lynn árið 1964.Getty Vera Lynn , bresk söngkona, lést í júní, 103 ára að aldri. Lynn skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún tróð upp fyrir breska hermenn á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Árið 2009 varð Lynn elsti listamaðurinn til að ná efsta sæti breska listans þegar safnplatan We’ll Meet Again kom út, en hún var þá 92 ára gömul. Sam McBratney , breskur höfundur barnabókarinnar Veistu hvað ég elska þig mikið?, lést í september, 77 ára að aldri. Bókin, sem heitir á móðurmáli skáldsins Guess How Much I Love You?, var þýdd yfir á 57 tungumál og seldist í fimmtíu milljónum eintaka um allan heim. Nikki McKibbin , bandarísk söngkona sem er þekktust fyrir þátttöku sína í fyrstu þáttaröð American Idol þar sem hún hafnaði í þriðja sæti, lést í nóvember, 42 ára að aldri. Alan Merrill, bandarískur tónlistarmaður sem frægastur er fyrir að hafa samið og flutt stórsmellinn I Love Rock and Roll, féll frá í mars, 69 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19. Erick Morillo , bandaríski plötusnúðurinn sem er best þekktur fyrir lagið I Like To Move It, lést í ágúst.Árið 1994 gaf Morillo út lagið I Like To Move It undir nafninu Reel 2 Reel en lagið naut gríðarlegra vinsælda. Það gekk síðan í endurnýjun lífdaga árið 2005 þegar „remix“ af laginu var notað í teiknimyndinni Madagascar. Ennio Morricone , ítalska tónskáldið, lést í júlí, 91 árs að aldri. Morricone er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa samið tónlista við fjölda kvikmynda og vann hann til Óskarsverðlauna árið 2016 fyrir tónlistina við The Hateful Eight, kvikmynd Quentin Tarantino, eftir að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna fimm sinnum áður. Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir tónlistina í kvikmyndunum Days of Heaven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Malena, og jafnframt hlotið heiðursverðlaun fyrir ævistarf árið 2007. Þá samdi hann tónlistina við spagettívestra Clints Eastwood. Jan Myrdal , sænski rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn, lést í október, 93 ára að aldri. Johnny Nash , bandarískur tónlistarmaður sem er best þekktur fyrir lag sitt I Can See Clearly Now frá árinu 1972, lést í október, áttræður að aldri. Alan Parker , breski leikstjórinn sem er hvað þekktastur fyrir myndir eins og „Midnight Express“, „Bugsy Malone“ og „Evitu“, lést í júlí, 76 ára að aldri. Kvikmyndir hans unnu til tíu Óskarsverðlauna og nítján BAFTA-verðlauna. Loreley „Lee“ Phillip Bell sem skapaði sápuóperuna vinsælu Glæstar vonir (e. Bold and the Beautiful) ásamt eiginmanni sínum,lést í febrúar, 91 árs að aldri. Regis Philbin, bandarískur sjónvarpsmaður, lést í júlí, 88 ára að aldri. Philpin sem var kallaður „iðnasti maður sjónvarpsbransans,“ starfaði við The Tonight Show í byrjun ferilsins sem náði hæstu hæðum þegar hann stýrði spjallþættinum Live! With Regis and Kathie Lee frá árinu 1988. Þá var hann einnig þáttastjórnandi bandarísku útgáfu spurningaþáttanna Viltu vinna milljón og fyrstu þáttaraðar America‘s got Talent. Bonnie Pointer , bandarísk söngkona og ein Pointersystra, lést í júní. Pointer Sisters unnu til Grammy-verðlauna og nutu mikilla vinsælda meðal annars með lögunum Jump (For My Love) og I'm So Excited. Kelly Preston , bandarísk leikkona og fyrirsæta, lést í júlí, 57 ára að aldri. Hún hafði glímt við krabbamein í tvö ár. Preston lék í fjölmörgum kvikmyndum og þáttaröðum en hún er þekktust fyrir frammistöðu sína í Mischief (1985), Twins (1988) og Jerry Maguire (1996). Hún var eiginkona leikarans Johns Travolta. David Prowse , enski líkamsræktarmaðurinn sem lék óþokkann Darth Vader, eða Svarthöfða, í fyrstu Stjörnustríðsmyndunum, lést í nóvember. Hann varð 85 ára gamall. Elsa Raven , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Back to the Future, lést í nóvember, 91 árs að aldri. Á ferli sínum birtist hún einnig í fjölda sjónvarpsþátta eins og Everybody Loves Raymond, The A-Team og Seinfeld. Helen Reddy , áströlsk söngkona sem samdi og söng lagið I Am Woman, lést í september, 78 ára að aldri. I Am Woman var gefið út árið 1972 og átti eftir að verða einn helsti baráttusöngur kvenfrelsishreyfingarinnar. Carl Reiner, bandarískur leikari og skemmtikraftur lést í júní, 98 ára að aldri. Reiner er einna þekktastur fyrir að vera skapari, framleiðandi, handritshöfundur og leikari í þáttunum The Dick van Dyke Show. Diana Rigg í hlutverki Olenna Tyrell í Game of Thrones.HBO Diana Rigg , breska leikkonan sem gerði meðal annars garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í The Avengers og þáttunum Game of Thrones, lést í september, 82 ára að aldri. Rigg fór með hlutverk Emmu Peel í sjónvarpsþáttunum The Avengers og Olenna Tyrell í Game of Thrones. Í James Bond-myndinni On Her Majesty's Secret Service frá árinu 1969 fór Rigg með hlutverk Tracy og varð þá eina konan til að fara með hlutverk eiginkonu James Bond. Naya Rivera, bandarísk leikkona sem gerði garðinn frægan í þáttunum Glee, lést í júlí. Hún drukknaði í stöðuvatni í Kaliforníu eftir að hafa verið í ferð með syni sínum. Hún fór með hlutverk klappstýrunnar Santana Lopez í Glee-þáttunum. Kenny Rogers , bandaríska kántrígoðsögnin, lést í mars, 81 árs að aldri. Frægðarsól Rogers skein skærast á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, þegar hann trónaði ítrekað á toppi vinsældarlista. Hann er einna þekktastur fyrir tilfinningaríkar ballöður sínar, til að mynda The Gambler, Lucille og Coward of The County. Reni Santoni , bandarískur kvikmynda- og sjónvarpsleikari, lést 1. ágúst síðastliðinn, 81 árs að aldri. Leiklistarferill hans spannaði 56 ár, en hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Poppie í hinum sívinsælu gamanþáttum Seinfeld. Florian Schneider , annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, lést í maí, 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Joel Schumacher , bandarískur kvikmyndaleikstjóri sem meðal annars leikstýrði tveimur kvikmyndum um Leðurblökumanninn, lést í júní. Hann varð 80 ára.Schumacher leikstýrði fjölda mynda á ferli sínum, þar á meðal The Lost Boys, St. Elmo‘s Fire og Falling Down. Sushant Singh Rajput , indverskur leikari og ein af skærustu stjörnum Bollywood, lést í júní, 34 ára að aldri. Rajbut naut mikilla vinsælda í heimalandinu eftir að hafa komið fram í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, en hann er líklegast þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni MS Dhoni: The Untold Story þar sem hann fór með hlutverk krikketleikmannsins MS Dhoni. Maj Sjöwall , sænskur rithöfundur, lést í apríl, 84 ára að aldri. Sjöwall er best þekkt fyrir bækurnar um rannsóknarlögreglumanninn Martin Beck en bækurnar skrifaði hún ásamt sambýlismanni sínum, Per Wahlöö. Millie Small , jamaísk söngkona sem gerði gerðinn frægan fyrir flutning á laginu My Boy Lollipop, lést í maí, 73 ára að aldri. My Boy Lollipop naut mikilla vinsælda og náði öðru sætinu bæði á bandaríska og breska vinsældalistanum árið 1964. Jerry Stiller , bandaríski leikarinn og skemmtikrafurinn, féll frá í maí, 92 ára að aldri. Stiller er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Seinfeld og King of Queens. Kenzo Takada , japanskir fatahönnuður, lést af völdum Covid-19, í október, 81 árs að aldri. Yuko Takeuchi , japönsk leikkona, lést í september, fertug að aldri. Takeuchi var afar vinsæl í heimalandinu og kom fram í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Hún var einna þekktust fyrir hlutverk sitt í hryllingsmyndinni Ringu frá 1998, en bandaríska hryllingsmyndin The Ring frá 2002 er byggð á henni. Jahn Teigen , norskur söngvari og skemmtikraftur, lést í febrúar, sjötugur að aldri. Teigen tók meðal annars þátt í norsku undankeppni Eurovision alls sextán sinnum og var fulltrúi Norðmanna í lokakeppninni þrisvar - 1978, 1982 og 1983. Alex Trebek , kanadíski sjónvarpsmaðurinn sem stýrði þættinum spurningaþættinum Jeopardy frá árunum 1984, lést í nóvember, 80 ára að aldri. Sænski stórleikarinn Max von Sydow.Getty Max von Sydow, sænski stórleikarinn, lést í mars, níræður að aldri. Á ferli sínum lék von Sydow í fleiri en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum, þar á meðal í „Sjöunda innsiglinu“ og „Særingarmanninum“. Ricky Valance , velskur söngvari, lést í júní, 84 ára að aldri. Valance, sem hét David Spencer, réttu nafni, varð fyrsti velski sólósöngvarinn til að eiga lag í toppsæti breska vinsældalistans. Tókst það með laginu Tell Laura I Love Her frá árinu 1960. Eddie Van Halen , gítarleikari bandarísku hljómsveitarinnar Van Halen, lést í október eftir baráttu við krabbamein. Van Halen var 65 ára gamall. Hann stofnaði hljómsveitina Van Halen árið 1972 með eldri bróður sínum, trommuleikaranum Alex. Við bættust söngvarinn David Lee Roth og bassaleikarinn Michael Anthony. Frægasta lag Van Halen var líklega slagarinn Jump sem kom út árið 1984 á plötu sem bar nafn þess árs, 1984. Kellye Nakahara Wallett, bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk hjúkrunarfræðingsins Kellye Yamato í þáttunum M*A*S*H, lést í febrúar, 72 ára að aldri. Fred Willard , bandarískur gamanleikari, lést í maí, 86 ára að aldri. Willard gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í myndum á borð við This Is Spinal Tap og Anchorman-myndunum og þáttum líkt og Everybody Loves Raymond og Modern Family. Barbara Windsor , ensk leikkona, lést í desember, 83 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sín í þáttaröðinni East Enders og gamanmyndunum Carry On. Bill Withers , bandarískur söngvari sem söng og samdi margar af þekktustu perlum áttunda áratugarins, lést í apríl, 82 ára gamall. Hann söng og samdi lög á borð við Lean on Me, Ain’t No Sunshine, Lovely Day, Use Me og Just the Two Of Us. Sven Wollter , einn ástsælasti leikari Svía, lést af völdum Covid-19 í nóvember, 86 ára að aldri. Wollter fór með hlutverk í miklum fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Má þar nefna að hann fór með hlutverk í fyrstu Beck-myndinni, Mannen på taket, frá árinu 1976. Þá fór hann einnig með hlutverk í myndinni Änglagård frá árinu 1992 og Jerúsalem, mynd Bille August frá árinu 1996. Elizabeth Wurtzel , höfundur metsölubókarinnar Prozac-þjóðin (e. Prozac Nation) frá árinu 1994, lést í janúar, 52 ára að aldri. Bókin vakti mikla athygli á sínum tíma en þar sagði Wurtzel frá glímu sinni við þunglyndi og fíkn. Carlos Ruiz Zafón , spænski metsöluhöfundurinn, lést í júní, 55 ára að aldri. Ruiz Zafón gerði garðinn frægan meðal annars fyrir bækurnar Skugga vindsins og Leik engilsins en hann sló fyrst í gegn árið 1993 með unglingaskáldsöguna Þokuprinsinn árið 1993. Skáldsagan Skuggi vindsins kom út árið 2001 og fór sigurför um heiminn. Þar var sögusviðið spænska borgin Barcelona þar sem Ruiz Zafón bjó stóran hluta ævi sinnar. Íþróttir Radomir Antic, serbneskur knattspyrnuleikmaður og þjálfari, lést í apríl, 71 árs að aldri. Hann stýrði meðal annars Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á sínum ferli en náði bestum árangri hjá síðastnefnda liðinu er hann vann deild og bikar tímabilið 1995/1996. Johanna Bassani , austurrísk skíðakona, lést í maí, átján ára að aldri. Bassani var mikil vonarstjarna í austurrískum skíðaíþróttum en hún sérhæfði sig í norrænni tvíkeppni. Kobe Bryant spilaði allan sinn NBA feril með liði Los Angeles Lakers og varð fimm sinnum NBA-meistari með liðinu.Getty Kobe Bryant , bandarískur körfuboltamaður og einn sá besti í sögunni, lést í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu 26. janúar. Hann varð 41 árs gamall, en í slysinu fórst einnig Gianna , þrettán ára dóttir Bryants. Bryant lék allan sinn feril með LA Lakers. Jack Charlton, enskur fótboltamaður og þjálfari, lést í júlí, 85 ára að aldri. Hann spilaði lengi með Leeds United og enska landsliðinu og varð heimsmeistari árið 1966. Hann stýrði írska landsliðinu á árunum 1986 til 1996 og fór með þá í lokakeppni EM 1988 og HM 1990 og 1994. Ray Clemence , enskur fólboltamarkmaður, lést í nóvember, 72 ára að aldri. Hann spilaði með gullaldarliði Liverpool á árunum 1967 til 1981. Þá spilaði hann 61 landsleik fyrir England. Papa Bouba Diop , senegalskur knattspyrnumaður, lést í nóvember, 42 ára að aldri. Diop skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tryggði spútnikliði Senegal 1-0 sigur á þáverandi heimsmeisturum Frakklands í opnunarleik HM 2002. Harry Gregg , fyrrverandi markvörður Manchester United og norður-írska landsliðsins, lést í febrúar, 87 ára að aldri. Hann var einn af goðsögnum félagsins, bæði fyrir spilamennsku sína en ekki síst fyrir hetjudáðir sínar þegar flugvél liðsins hrapaði í München árið 1958. Michel Hidalgo , fyrrverandi landsliðsþjálfari franska karlalandsliðsins í fótbilta, lést í mars, 87 ára að aldri. Hidalgo stýrði franska landsliðinu frá 1976 til 1984 og var meðal annars við stjórnvölinn er þeir unnu sinn fyrsta stóra titil, Evrópumótið 1984. Gérard Houllier, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool og franska landsliðsins,lést í desember, 73 ára að aldri. Houllier er hvað þekktastur fyrir tíma sinn sem stjóri Liverpool. Hann stýrði liðinu á árunum 1998-2004. Undir hans stjórn vann Liverpool ensku bikarkeppnina, enska deildabikarinn og Evrópukeppni félagsliða sama tímabilið (2000-01). Finn Christian „Finken“ Jagge , norskur skíðamaður, lést í júlí, 54 ára að aldri. Hann vann meðal annars Ólympíugull á leikunum í Albertville árið 1992. Diego Armando Maradona, argentíski knattspyrnumaðurinn sem af flestum er talinn einn besti ef ekki sá besti í sögunni, lést í nóvember, sextugur að aldri. Maradona varð heimsmeistari með Argentínu árið 1986 þar sem segja má að frægðarsól hans hafi skinið hvað skærast. Hann spilaði meðal annars með félagsliunum Boca Juniors, Napoli og Barcelona. Bruno Martini, fyrrverandi landsliðsmarkmaður franska knattspyrnulandsliðsins, lést í október, 58 ára að aldri. Martini hóf atvinnumannaferil sinn í AJ Auxerre og spilaði með liðinu á árunum 1981 til 1995. Martini spilaði rúma þrjátíu landsleiki með franska landsliðinu á árunum 1987 til 1996 og stóð á milli stanganna bæði á EM 1992 í Svíþjóð og svo aftur á EM 1996 í Englandi. Rob Rensenbrink , einn af risunum í hollenskri knattspyrnusögu, lést í janúar, 72 ára að aldri. Resenbrink spilaði alla jafna sem vinstri kantmaður, en einnig sem framherji, og var tvívegis í silfurliði Hollendinga á HM – bæði 1974 og 1978. Paolo Rossi , ítalskur knattspyrnumaður, lést í desember, 64 ára að aldri. Rossi var markakóngur og besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar á Spáni árið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í þriðja sinn. Jerry Sloan , sem þjálfaði Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta í rúma tvo áratugi, lést í maí. Hann var 78 ára. Sloan var ráðinn þjálfari Utah 1988. Hann gengdi því starfi til 2011, eða í 23 ár. Undir hans stjórn komst Utah í úrslit NBA 1997 og 1998. Í bæði skiptin laut liðið í lægra haldi fyrir Chicago Bulls. David Stern , fyrrverandi yfirmaður NBA-deildarinnar til þrjátíu ára, lést á fyrsta degi ársins, 77 ára að aldri. Hann stýrði deildinni á árunum 1984 til 2014 en á þeim tíma varð NBA-deildin að því stórveldi á heimsvísu sem hún er í dag. Nobby Stiles, sem varð heimsmeistari með enska landsliðinu og Evrópumeistari með Manchester United, lést í október, 78 ára. Hann varð Englandsmeistari með United 1965 og 1967 og Evrópumeistari 1968. Éva Székely , ungversk sundkona, lést í febrúar, 92 ára að aldri. Székely vann til Ólympíuverðlauna í bringusundi á leikunum í Helsinki 1952 og Melbourne 1956. Hans Tilkowski , fyrrverandi markvörður vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu lést í janúar, 84 ára gamall. Tilkowski er þekktastur fyrir að hafa spilað í marki Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM á Wembley árið 1966. Englendingurinn Geoff Hurst skoraði þrennur í leiknum. Peter Whittingham , fyrrverandi leikmaður Aston Villa, Cardiff City og fleiri liða á Englandi, lést í mars, 35 ára að aldri. Whittingham lést eftir að hafa legið á spítala í öndunarvél um nokkurt skeið eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum eftir að hafa dottið niður stiga á bar þar sem hann var að horfa á leik Englands og Wales í ruðningi. Dana Zátopková , tékkneskur spjótkastari, lést í mars, 97 ára að aldri. Hún vann til verðlauna á Ólympíuleikum bæði á leikunum í Helsinki 1952 og Róm 1960. Viðskipti Bernard Ebbers , fyrrverandi forstjóri bandaríska fjarskiptafyrirtækisins Worldcom sem hlaut fangelsisdóm í stærsta bókhaldssvikamáli landsins, lést í janúar, 78 ára að aldri. WorldCom fór í þrot árið 2002 í kjölfar uppljóstrana stórfelld bókhaldssvik upp á um ellefu milljarða dollara. Jens Nygaard Knudsen, maðurinn sem skapaði Lego-kallinn, lést í febrúar, 78 ára að aldri. Knudsen skapaði hinn gula Lego-kall á áttunda áratugnum. Lee Kun-hee , stjórnarformaður hins suður-kóreska Samsung Group, lést í október, 78 ára að aldri. Hann átti þátt í að byggja upp viðskiptaveldi á sviði tæknibúnaðar, vöruflutninga og trygginga og var ríkasti maður Suður-Kóreu með auðævi sem voru metin á hátt í 21 milljarð dollara. Vísindi og tækni Mohsen Fakhrizadeh , einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans og yfirmaður í her landsins, var ráðinn af dögum fytrir utan höfuðborgina Teheran í nóvember. Hann er sagður hafa stýrt kjarnorkuvopnaáætlun landsins. Katherine Johnson , stærðfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, lést í febrúar, 101 árs gömul. Johnson var á meðal þeirra sem reiknuðu út braut Apollo 11-tunglferjunnar handvirkt og varð saga hennar sem brautryðjandi fyrir svartar konur í vísindaheiminum efni í Hollywood-kvikmynd árið 2016. Rajendra K. Pachauri , fyrrverandi formaður vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, lést í febrúar, 79 ára að aldri. Pachauri vann til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf sín en starfsferli hans lauk í skugga ásakna um kynferðislega áreitni gegn konum. Larry Tesler, bandarískur tölvunarfræðingur sem fann upp „cut, copy, paste“-flýtileiðina fyrir tölvur, lést í febrúar, 74 ára að aldri. Al Worden , bandarískur geimfari sem fór á braut um tunglið í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971, lést í mars, 88 ára að aldri. Á heimleiðinni varð Worden fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu utan sporbrautar jarðarinnar. Chuck Yeager , bandarískur flugmaður sem var fyrsti maðurinn til að rjúfa hljóðmúrinn, lést í desember, 97 ára að aldri. Chuck Yeager var orrustuflugmaður í seinna stríði og skrifaði sig svo inn í sögubækurnar árið 1947, þá 24 ára að aldri, þegar hann flaug tilraunaflugvél af gerðinni Bell X-1 og rauf þá hljóðmúrinn fyrstur manna. Vélin bar nafnið Glamorous Glennis. Annað Robert Fisk , fréttamaðurinn margreyndi, lést í nóvember 74 ára að aldri. Fisk vann á ferli sínum til fjölmargra verðlauna fyrir fréttir sínar, meðal annars frá átakasvæðum í Miðausturlöndum. Maeve Kennedy McKean , lögmaður og barnabarn Robert F Kennedy, lést í apríl, fertug að aldri. McKean starfaði sem lögmaður og sérhæfði sig í málum sem sneru að mannréttindum og lýðheilsu. Var hún framkvæmdastjóri Global Health Initiative við Georgetown-háskóla í Washington DC. James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, lést í október, 92 ára að aldri. Sem sjónhverfingarmaður sérhæfði Randi sig meðal annars í því að sleppa úr að því er virtist ómögulegum aðstæðum líkt og Harry Houdini forðum. Losaði hann sig úr spennitreyjum, peningaskápum og fangelsum. Peter Sutcliffe , breskur raðmorðingi sem í breskum fjölmiðlum hefur verið kallaður Yorkshire Ripper, dó af völdum Covid-19 í nóvember. Hann varð 74 ára. Sutcliffe var dæmdur fyrir morð á þrettán konum í norðurhluta Englands á áttunda áratugnum. Þá reyndi hann að bana sjö konum til viðbótar. Paul L. Vasquez , Bandaríkjamaðurinn sem vakti heimsathygli eftir að hann birti myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann dáðist að tvöföldum regnboga, lést í maí, 57 ára gamall. Fréttir ársins 2020 Andlát Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Ruth Bader Ginsburg.Getty Ruth Bader Ginsburg , dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, lést í september, 87 ára að aldri. Hún var skipuð í embætti hæstaréttardómara árið 1993 og var önnur konan til að gegna embætti dómara við réttinn. Hún hafði því gegnt embætti hæstaréttardómara í rúm 27 ár þegar hún lést. Ginsburg tilheyrði frjálslyndari armi réttarins. Javier Pérez de Cuéllar , fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lést í febrúar, hundrað ára að aldri. Perúmaðurinn gegndi embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna í tvö skipunartímabil, frá 1982 til 1991. David Dinkins , fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, lést í nóvember, 93 ára að aldri. Dinkins var fyrsti og til þessa eini svarti maðurinn til að hafa gegnt embættinu. Hann gegndi embætti borgarstjóra New York á árunum 1990 til 1993. Félagi Duch , Kaing Guek Wav, einn af æðstu yfirmönnum ógnarstjórnar rauðu kmeranna í Kambódíu sem ríkti á áttunda áratug síðustu aldar, lést í ágúst. Hann varð 77 ára. Hann afplánaði lífstíðardóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu fyrir sérstökum dómstól sem Sameinuðu þjóðirnar áttu þátt í að koma á fót árið 2012. Valéry Giscard d'Estaing , fyrrverandi forseti Frakklands, lést í nóvember, 94 ára að aldri. Giscard d'Estaing var forseti Frakklands frá 1974 til 1981 og er einna þekktastur fyrir að hafa „siglt Frakklandi inn í nútímann“ í forsetatíð sinni. Nexhmije Hoxha , ekkja Enver Hoxha, fyrrverandi einræðisherra Albaníu, lést í febrúar, 99 ára að aldri. Jean Kennedy Smith , bandarískur erindreki sem gegndi lykilhlutverki í sáttaviðleitunum á Norður-Írlandi, lést í júní, 92 ára að aldri. Kennedy Smith var systir John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og sú síðasta í systkinahópnum sem var á lífi. John Lewis.Getty John Lewis , fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins og einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, lést í júlí, áttræður að aldri. Lewis hafði setið í fulltrúadeildinni frá árinu 1987. Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, lést í febrúar, 91 árs að aldri. Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat. Hann var hrakinn frá völdum í ársbyrjun 2011, þegar Arabíska vorið stóð sem hæst. Pranab Mukherjee , fyrrverandi forseti Indlands, lést af völdum Covid-19 í ágúst, 84 ára að aldri. Mukherjee átti langan stjórnmálaferil að baki áður en hann tók við embætti forseta árið 2012. Hann gegndi embættinu til 2017. Thomas Oppermann , varaforseti þýska þingsins, lést í október eftir að hafa hnigið niður skömmu fyrir tökur á sjónvarpsviðtali. Hann varð 66 ára. Hann hafði gegnt embætti varaforseta þingsins frá því í október 2017. Áður hafði hann gegnt stöðu þingflokksformanns hjá Jafnaðarmannaflokknum. Sheikh Sabah al-Ahmad al-Sabah , emírinn í Kúveit, lést í september, 91 árs að aldri. Emírinn hafði stýrt Kúveit frá árinu 2006 og stýrt utanríkisstefnu þess í rúm fimmtíu ár. Gegndi hann embætti utanríkisráðherra frá 1963 til 1991 og aftur 1992 til 2003. Qaboos bin Said al Said , sóldáninn af Óman, lést í janúar, 79 ára að aldri. Qaboos var þaulsetnasti þjóðhöfðingi arabísks ríkis þegar hann lést, en hann hafði stýrt landinu frá árinu 1970. Qasem Soleimani, íranskur hershöfðingi, lést í drónaárás Bandaríkjahers í Bagdad í byrjun árs. Hann varð 62 ára gamall. Robert Trump , yngri bróðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, lést í ágúst, 71 árs að aldri. Robert Trump vann nærri alla ævi við fasteignafyrirtæki fjölskyldunnar, og varð þar hæstráðandi. Betty Williams, bresk baráttukona fyrir friði lést í mars, 76 ára að aldri. Hún tók við friðarverðlaunum Nóbels árið 1976 fyrir baráttu sína fyrir friði á Norður-Írlandi. Menning og listir Steve Bing , bandarískur kvikmyndaframleiðandi, lést í júní, 55 ára að aldri. Bing var einnig þekktur fyrir að vera fyrrverandi kærasti og barnsfaðir bresku fyrirsætunnar og leikkonunnar Elizabeth Hurley. Honor Blackman í hlutverki Pussy Galore. Honor Blackman , bresk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa leikið Pussy Galore í James Bond myndinni Goldfinger, lést í apríl, 94 ára að aldri. Chadwick Boseman, bandaríski leikarinn sem þekktastur var fyrir hlutverk sitt í Marvel-myndinni Black Panther, þar sem hann lék aðalsöguhetjuna. Myndin braut blað í sögu hinna svokölluðu ofurhetjumynda þegar hún var tilnefnd sem besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni á síðasta ári. Chadwick lék titilhlutverk myndarinnar en persóna hans var konungur tilbúna ríkisins Wakanda. Hann lést úr krabbameini aðeins 43 ára gamall. Michael Bundesen , danskur söngvari og forsprakki sveitarinnar Shu-bi-dua, lés tí nóvember, 71 árs að aldri. Sveitin er ein vinsælasta og jafnframt söluhæsta sveit danskrar tónlistarsögu. Christo , listamaður sem heimsþekktur er fyrir að þekja frægar byggingar og kennileiti, lést í maí 84 ára gamall. Hann vann náið með eiginkonu sinni og létu þau meðal annars þekja þinghúsið í Berlín árið 1995 og Pont-Neuf rúna í París árið 1985. Lynn Cohen , bandarísk leikkona, lést í febrúar, 86 ára að aldri. Cohen var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Magda í hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City. Raphael Coleman , sem fór með hlutverk hins unga Eric Brown í kvikmyndinni Nanny McPhee árið 2005, lést í febrúar, 25 ára að aldri. Sean Connery í hlutverki James Bond.Getty Sean Connery , skoski stórleikarinn, lést í október. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í Indiana Jones, The Hunt for Red October, The Untouchables og The Rock, svo eitthvað sé nefnt. Ben Cross , breskur leikari sem þekktastur er fyrir að leika hlauparann Harold Abrahams í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots of Fire, lést í ágúst, 72 ára að aldri. Meðal annarra hlutverka Cross má nefna Malagant í myndinni First Knight frá árinu 1995 og Sarek í Star Trek árið 2009. Brian Dennehy , bandarískur leikari sem hlaut meðal annars tvenn Tony-verðlaun á ferlinum, lést í apríl, 81 árs að aldri. Dennehy var einna þekktastur fyrir hlutverk sín í fyrstu Rambómyndinni, Cocoon og Tommy boy. Caroline Flack , bresk sjónvarpsstjarna, lést í febrúar, fertug að aldri. Flack var líklega best þekkt fyrir að vera kynnir eða þáttastjórnandi bresku raunveruleikaþáttaraðarinnar geysivinsælu Love Island þar sem einhleyp ungmenni keppa um ástir hvers annars. Kirk Douglas , bandarískur leikari, lést í febrúar, 103 ára að aldri. Douglas var ein skærasta stjarna Hollywood um miðja síðustu öld en á meðal þekktustu mynda hans eru Champion, Spartacus, Lust for Life og The Bad and the Beautiful. Hann hlaut heiðursverðlaun bandarísku kvikmyndaakademíunnar árið 1995. Conchata Ferrell , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Two and a Half Men, lést í október, 77 ára að aldri. Ferrell lék í þáttunum á móti Charlie Sheen, en hún fór með hlutverk Bertu, húshjálpar persónu Sheen, í öllum tólf þáttaröðum þáttanna sem framleiddir voru á árunum 2003 til 2015. Rhonda Fleming , bandarísk kvikmyndastjarna, lést í október, 97 ára að aldri. Fleming var ein skærasta stjarna Hollywood á fimmta áratugnum og fórmeð hlutverk í rúmlega fjörutíu myndum, aðallega á fimmta og sjötta árarugnum. Derek Fowlds , breskur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Yes Minister, lést í janúar, 82 ára að aldri. Fowlds fór með hlutverk Bernard Woolley, sem stýrði skrifstofu forsætisráðherrans, í þáttunum. Mary Patrick Gleason, bandarísk leikkona sem gerði garðinn frægan fyrir hlutverk meðal annars í Leiðarljósi, Bruce Almighty og 13 Going on 30, lést í júní, sjötug að aldri. Peter Green , annar stofnenda hljómsveitarinnar Fleetwood Mac lést í júlí, 73 ára að aldri. Winston Groom , bandarískur rithöfundur og höfundur bókarinnar um Forrest Gump, lést í september, 77 ára að aldri. Beate Grimsrud , norskur rithöfundur og leikstjóri, lést í júní, 57 ára að aldri. Grimsrud var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2011 fyrir skáldsöguna En dåre fri og kom hún til Íslands sama ár í boði norska og sænska sendiráðsins. Yahya Hassan , danska ljóðskáldið, lést í apríl, 24 ára að aldri. Hassan vakti mikla athygli þegar hann gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 2013, þá átján ára að aldri. Ljóðabókin seldist í miklu magni en í henni lýsti hann uppvaxtarárum sínum í innflytjendahverfi í Árósum. Hann kom til Íslands árið 2014 til að kynna bók sína. Eddie Hassell , bandarískur leikari sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt í myndinni The Kids Are All Right frá árinu 2010, lést eftir að hafa verið skotinn í Texas í nóvember. Olivia de Havilland á fimmta áratugnum.Getty Olivia de Havilland , bandaríska leikkonan, lést í júlí, 104 ára að aldri. Hún lék meðal annars í Gone With the Wind, The Adventures of Robin Hood og svo fékk hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress. Mary Higgins Clark , bandarískur metsöluhöfundur, lést í janúar, 92 ára að aldri. Clark sem skrifaði 51 skáldsögu hafði vestan hafs verið kölluð „drottning spennusagnanna“. Roy Horn , annar tveggja meðlima hins fræga töframannadúetts Siegfried og Roy, lést af völdum Covid-19 í maí, 75 ára að aldri. Horn og félagi hans Siegfried Fischbacher voru helst þekktir fyrir töfrasýningu þeirra þar sem fram komi meðal annars hvít tígrisdýr og önnur dýr. Pamela Huchinson , ein söngkona bandarísku R&B-sveitarinnar The Emotions, lést í september, 61 árs að aldri. Hutchinson söng stærsta smell sveitarinnar, Best of My Love. Grant Imahara , bandarískur rafmagnsverkfræðingur, lést í júlí, 49 ára að aldri. Imahara var fyrrverandi umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Mythbusters á Discovery Channel. Pia Juul , danska ljóðskáldið og rithöfundurinn, lést í september, 58 ára að aldri. Juul var ein af mest þekktu ljóðskáldum Danmerkur og hafði í gegnum árin unnið til fjölda verðlauna. Hún var meðlimur í Dönsku akademíunni. Astrid Kirchherr , þýskur ljósmyndari sem mikið myndaði Bítlana á fyrstu starfsárum þeirra, lést í maí, 81 árs að aldri. Myndir Kirchherr áttu mikinn þátt í að skapa og móta ímynd sveitarinnar. Irrfan Khan , indverskur leikari sem er hvað þekktastur á heimsvísu fyrir að leika í Slumdog Millionaire og Life of Pi, lést í apríl, 53 ára að aldri. Shirley Knight , bandarísk leikkona, lést í apríl, 83 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan fyrir hlutverk í myndum á borð við The Dark at the Top of the Stairs (1960), Sweet Bird of Youth (1962), As Good As It Gets (1997) og Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood (2002). John le Carré.EPA John le Carré , enskur spennusagnahöfundur, lést í desember, 89 ára að aldri. Le Carré skrifaði meðal annars fjölda bóka sem voru kvikmyndaðar, til dæmis The Looking Glass War, The Night Manager, The Tailor of Panama, The Constant Gardener og Tinker, Tailor, Soldier, Spy. Tommy „Tiny“ Lister , bandarískur leikari, lést í desember, 62 ára að aldri. Lister hóf feril sinn í bandarískri fjölbragðaglímu og færði sig svo yfir í kvikmyndir og sjónvarp. Hann var hvað þekktastur fyrir leik sinn í Friday-myndunum, Fifth Element, Dark Knight og fjölda annarra aukahlutverka í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum undanfarna tvo til þrjá áratugi. Little Richard , bandarískur tónlistarmaður og einn af frumkvöðlum fyrstu bylgju rokksins, lést í maí, 87 ára gamall. Ferill Richard hófst á fimmta áratug síðustu aldar en hann sló fyrst í gegn árið 1955 en það ár hófst sigurför hans um tónlistarheiminn með lögum á borð við Tutti Frutti, Long Tall Sally, Rip It Up, The Girl Can’t Help It, Lucille, Keep A-Knockin’ og Good Golly, Miss Molly. Sam Lloyd, bandarískur leikari sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem lögmaðurinn Ted Buckland í þáttunum Scrubs, lést í maí, 56 ára gamall. Michael Lonsdale , bresk-franskur leikari sem fór með hlutverk skúrksins Drax í James Bond-myndinni Moonraker árið 1979, lést í september. Hann varð 89 ára gamall. Vera Lynn árið 1964.Getty Vera Lynn , bresk söngkona, lést í júní, 103 ára að aldri. Lynn skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún tróð upp fyrir breska hermenn á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Árið 2009 varð Lynn elsti listamaðurinn til að ná efsta sæti breska listans þegar safnplatan We’ll Meet Again kom út, en hún var þá 92 ára gömul. Sam McBratney , breskur höfundur barnabókarinnar Veistu hvað ég elska þig mikið?, lést í september, 77 ára að aldri. Bókin, sem heitir á móðurmáli skáldsins Guess How Much I Love You?, var þýdd yfir á 57 tungumál og seldist í fimmtíu milljónum eintaka um allan heim. Nikki McKibbin , bandarísk söngkona sem er þekktust fyrir þátttöku sína í fyrstu þáttaröð American Idol þar sem hún hafnaði í þriðja sæti, lést í nóvember, 42 ára að aldri. Alan Merrill, bandarískur tónlistarmaður sem frægastur er fyrir að hafa samið og flutt stórsmellinn I Love Rock and Roll, féll frá í mars, 69 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19. Erick Morillo , bandaríski plötusnúðurinn sem er best þekktur fyrir lagið I Like To Move It, lést í ágúst.Árið 1994 gaf Morillo út lagið I Like To Move It undir nafninu Reel 2 Reel en lagið naut gríðarlegra vinsælda. Það gekk síðan í endurnýjun lífdaga árið 2005 þegar „remix“ af laginu var notað í teiknimyndinni Madagascar. Ennio Morricone , ítalska tónskáldið, lést í júlí, 91 árs að aldri. Morricone er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa samið tónlista við fjölda kvikmynda og vann hann til Óskarsverðlauna árið 2016 fyrir tónlistina við The Hateful Eight, kvikmynd Quentin Tarantino, eftir að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna fimm sinnum áður. Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir tónlistina í kvikmyndunum Days of Heaven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Malena, og jafnframt hlotið heiðursverðlaun fyrir ævistarf árið 2007. Þá samdi hann tónlistina við spagettívestra Clints Eastwood. Jan Myrdal , sænski rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn, lést í október, 93 ára að aldri. Johnny Nash , bandarískur tónlistarmaður sem er best þekktur fyrir lag sitt I Can See Clearly Now frá árinu 1972, lést í október, áttræður að aldri. Alan Parker , breski leikstjórinn sem er hvað þekktastur fyrir myndir eins og „Midnight Express“, „Bugsy Malone“ og „Evitu“, lést í júlí, 76 ára að aldri. Kvikmyndir hans unnu til tíu Óskarsverðlauna og nítján BAFTA-verðlauna. Loreley „Lee“ Phillip Bell sem skapaði sápuóperuna vinsælu Glæstar vonir (e. Bold and the Beautiful) ásamt eiginmanni sínum,lést í febrúar, 91 árs að aldri. Regis Philbin, bandarískur sjónvarpsmaður, lést í júlí, 88 ára að aldri. Philpin sem var kallaður „iðnasti maður sjónvarpsbransans,“ starfaði við The Tonight Show í byrjun ferilsins sem náði hæstu hæðum þegar hann stýrði spjallþættinum Live! With Regis and Kathie Lee frá árinu 1988. Þá var hann einnig þáttastjórnandi bandarísku útgáfu spurningaþáttanna Viltu vinna milljón og fyrstu þáttaraðar America‘s got Talent. Bonnie Pointer , bandarísk söngkona og ein Pointersystra, lést í júní. Pointer Sisters unnu til Grammy-verðlauna og nutu mikilla vinsælda meðal annars með lögunum Jump (For My Love) og I'm So Excited. Kelly Preston , bandarísk leikkona og fyrirsæta, lést í júlí, 57 ára að aldri. Hún hafði glímt við krabbamein í tvö ár. Preston lék í fjölmörgum kvikmyndum og þáttaröðum en hún er þekktust fyrir frammistöðu sína í Mischief (1985), Twins (1988) og Jerry Maguire (1996). Hún var eiginkona leikarans Johns Travolta. David Prowse , enski líkamsræktarmaðurinn sem lék óþokkann Darth Vader, eða Svarthöfða, í fyrstu Stjörnustríðsmyndunum, lést í nóvember. Hann varð 85 ára gamall. Elsa Raven , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Back to the Future, lést í nóvember, 91 árs að aldri. Á ferli sínum birtist hún einnig í fjölda sjónvarpsþátta eins og Everybody Loves Raymond, The A-Team og Seinfeld. Helen Reddy , áströlsk söngkona sem samdi og söng lagið I Am Woman, lést í september, 78 ára að aldri. I Am Woman var gefið út árið 1972 og átti eftir að verða einn helsti baráttusöngur kvenfrelsishreyfingarinnar. Carl Reiner, bandarískur leikari og skemmtikraftur lést í júní, 98 ára að aldri. Reiner er einna þekktastur fyrir að vera skapari, framleiðandi, handritshöfundur og leikari í þáttunum The Dick van Dyke Show. Diana Rigg í hlutverki Olenna Tyrell í Game of Thrones.HBO Diana Rigg , breska leikkonan sem gerði meðal annars garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í The Avengers og þáttunum Game of Thrones, lést í september, 82 ára að aldri. Rigg fór með hlutverk Emmu Peel í sjónvarpsþáttunum The Avengers og Olenna Tyrell í Game of Thrones. Í James Bond-myndinni On Her Majesty's Secret Service frá árinu 1969 fór Rigg með hlutverk Tracy og varð þá eina konan til að fara með hlutverk eiginkonu James Bond. Naya Rivera, bandarísk leikkona sem gerði garðinn frægan í þáttunum Glee, lést í júlí. Hún drukknaði í stöðuvatni í Kaliforníu eftir að hafa verið í ferð með syni sínum. Hún fór með hlutverk klappstýrunnar Santana Lopez í Glee-þáttunum. Kenny Rogers , bandaríska kántrígoðsögnin, lést í mars, 81 árs að aldri. Frægðarsól Rogers skein skærast á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, þegar hann trónaði ítrekað á toppi vinsældarlista. Hann er einna þekktastur fyrir tilfinningaríkar ballöður sínar, til að mynda The Gambler, Lucille og Coward of The County. Reni Santoni , bandarískur kvikmynda- og sjónvarpsleikari, lést 1. ágúst síðastliðinn, 81 árs að aldri. Leiklistarferill hans spannaði 56 ár, en hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Poppie í hinum sívinsælu gamanþáttum Seinfeld. Florian Schneider , annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, lést í maí, 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Joel Schumacher , bandarískur kvikmyndaleikstjóri sem meðal annars leikstýrði tveimur kvikmyndum um Leðurblökumanninn, lést í júní. Hann varð 80 ára.Schumacher leikstýrði fjölda mynda á ferli sínum, þar á meðal The Lost Boys, St. Elmo‘s Fire og Falling Down. Sushant Singh Rajput , indverskur leikari og ein af skærustu stjörnum Bollywood, lést í júní, 34 ára að aldri. Rajbut naut mikilla vinsælda í heimalandinu eftir að hafa komið fram í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, en hann er líklegast þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni MS Dhoni: The Untold Story þar sem hann fór með hlutverk krikketleikmannsins MS Dhoni. Maj Sjöwall , sænskur rithöfundur, lést í apríl, 84 ára að aldri. Sjöwall er best þekkt fyrir bækurnar um rannsóknarlögreglumanninn Martin Beck en bækurnar skrifaði hún ásamt sambýlismanni sínum, Per Wahlöö. Millie Small , jamaísk söngkona sem gerði gerðinn frægan fyrir flutning á laginu My Boy Lollipop, lést í maí, 73 ára að aldri. My Boy Lollipop naut mikilla vinsælda og náði öðru sætinu bæði á bandaríska og breska vinsældalistanum árið 1964. Jerry Stiller , bandaríski leikarinn og skemmtikrafurinn, féll frá í maí, 92 ára að aldri. Stiller er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Seinfeld og King of Queens. Kenzo Takada , japanskir fatahönnuður, lést af völdum Covid-19, í október, 81 árs að aldri. Yuko Takeuchi , japönsk leikkona, lést í september, fertug að aldri. Takeuchi var afar vinsæl í heimalandinu og kom fram í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Hún var einna þekktust fyrir hlutverk sitt í hryllingsmyndinni Ringu frá 1998, en bandaríska hryllingsmyndin The Ring frá 2002 er byggð á henni. Jahn Teigen , norskur söngvari og skemmtikraftur, lést í febrúar, sjötugur að aldri. Teigen tók meðal annars þátt í norsku undankeppni Eurovision alls sextán sinnum og var fulltrúi Norðmanna í lokakeppninni þrisvar - 1978, 1982 og 1983. Alex Trebek , kanadíski sjónvarpsmaðurinn sem stýrði þættinum spurningaþættinum Jeopardy frá árunum 1984, lést í nóvember, 80 ára að aldri. Sænski stórleikarinn Max von Sydow.Getty Max von Sydow, sænski stórleikarinn, lést í mars, níræður að aldri. Á ferli sínum lék von Sydow í fleiri en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum, þar á meðal í „Sjöunda innsiglinu“ og „Særingarmanninum“. Ricky Valance , velskur söngvari, lést í júní, 84 ára að aldri. Valance, sem hét David Spencer, réttu nafni, varð fyrsti velski sólósöngvarinn til að eiga lag í toppsæti breska vinsældalistans. Tókst það með laginu Tell Laura I Love Her frá árinu 1960. Eddie Van Halen , gítarleikari bandarísku hljómsveitarinnar Van Halen, lést í október eftir baráttu við krabbamein. Van Halen var 65 ára gamall. Hann stofnaði hljómsveitina Van Halen árið 1972 með eldri bróður sínum, trommuleikaranum Alex. Við bættust söngvarinn David Lee Roth og bassaleikarinn Michael Anthony. Frægasta lag Van Halen var líklega slagarinn Jump sem kom út árið 1984 á plötu sem bar nafn þess árs, 1984. Kellye Nakahara Wallett, bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk hjúkrunarfræðingsins Kellye Yamato í þáttunum M*A*S*H, lést í febrúar, 72 ára að aldri. Fred Willard , bandarískur gamanleikari, lést í maí, 86 ára að aldri. Willard gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í myndum á borð við This Is Spinal Tap og Anchorman-myndunum og þáttum líkt og Everybody Loves Raymond og Modern Family. Barbara Windsor , ensk leikkona, lést í desember, 83 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sín í þáttaröðinni East Enders og gamanmyndunum Carry On. Bill Withers , bandarískur söngvari sem söng og samdi margar af þekktustu perlum áttunda áratugarins, lést í apríl, 82 ára gamall. Hann söng og samdi lög á borð við Lean on Me, Ain’t No Sunshine, Lovely Day, Use Me og Just the Two Of Us. Sven Wollter , einn ástsælasti leikari Svía, lést af völdum Covid-19 í nóvember, 86 ára að aldri. Wollter fór með hlutverk í miklum fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Má þar nefna að hann fór með hlutverk í fyrstu Beck-myndinni, Mannen på taket, frá árinu 1976. Þá fór hann einnig með hlutverk í myndinni Änglagård frá árinu 1992 og Jerúsalem, mynd Bille August frá árinu 1996. Elizabeth Wurtzel , höfundur metsölubókarinnar Prozac-þjóðin (e. Prozac Nation) frá árinu 1994, lést í janúar, 52 ára að aldri. Bókin vakti mikla athygli á sínum tíma en þar sagði Wurtzel frá glímu sinni við þunglyndi og fíkn. Carlos Ruiz Zafón , spænski metsöluhöfundurinn, lést í júní, 55 ára að aldri. Ruiz Zafón gerði garðinn frægan meðal annars fyrir bækurnar Skugga vindsins og Leik engilsins en hann sló fyrst í gegn árið 1993 með unglingaskáldsöguna Þokuprinsinn árið 1993. Skáldsagan Skuggi vindsins kom út árið 2001 og fór sigurför um heiminn. Þar var sögusviðið spænska borgin Barcelona þar sem Ruiz Zafón bjó stóran hluta ævi sinnar. Íþróttir Radomir Antic, serbneskur knattspyrnuleikmaður og þjálfari, lést í apríl, 71 árs að aldri. Hann stýrði meðal annars Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á sínum ferli en náði bestum árangri hjá síðastnefnda liðinu er hann vann deild og bikar tímabilið 1995/1996. Johanna Bassani , austurrísk skíðakona, lést í maí, átján ára að aldri. Bassani var mikil vonarstjarna í austurrískum skíðaíþróttum en hún sérhæfði sig í norrænni tvíkeppni. Kobe Bryant spilaði allan sinn NBA feril með liði Los Angeles Lakers og varð fimm sinnum NBA-meistari með liðinu.Getty Kobe Bryant , bandarískur körfuboltamaður og einn sá besti í sögunni, lést í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu 26. janúar. Hann varð 41 árs gamall, en í slysinu fórst einnig Gianna , þrettán ára dóttir Bryants. Bryant lék allan sinn feril með LA Lakers. Jack Charlton, enskur fótboltamaður og þjálfari, lést í júlí, 85 ára að aldri. Hann spilaði lengi með Leeds United og enska landsliðinu og varð heimsmeistari árið 1966. Hann stýrði írska landsliðinu á árunum 1986 til 1996 og fór með þá í lokakeppni EM 1988 og HM 1990 og 1994. Ray Clemence , enskur fólboltamarkmaður, lést í nóvember, 72 ára að aldri. Hann spilaði með gullaldarliði Liverpool á árunum 1967 til 1981. Þá spilaði hann 61 landsleik fyrir England. Papa Bouba Diop , senegalskur knattspyrnumaður, lést í nóvember, 42 ára að aldri. Diop skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tryggði spútnikliði Senegal 1-0 sigur á þáverandi heimsmeisturum Frakklands í opnunarleik HM 2002. Harry Gregg , fyrrverandi markvörður Manchester United og norður-írska landsliðsins, lést í febrúar, 87 ára að aldri. Hann var einn af goðsögnum félagsins, bæði fyrir spilamennsku sína en ekki síst fyrir hetjudáðir sínar þegar flugvél liðsins hrapaði í München árið 1958. Michel Hidalgo , fyrrverandi landsliðsþjálfari franska karlalandsliðsins í fótbilta, lést í mars, 87 ára að aldri. Hidalgo stýrði franska landsliðinu frá 1976 til 1984 og var meðal annars við stjórnvölinn er þeir unnu sinn fyrsta stóra titil, Evrópumótið 1984. Gérard Houllier, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool og franska landsliðsins,lést í desember, 73 ára að aldri. Houllier er hvað þekktastur fyrir tíma sinn sem stjóri Liverpool. Hann stýrði liðinu á árunum 1998-2004. Undir hans stjórn vann Liverpool ensku bikarkeppnina, enska deildabikarinn og Evrópukeppni félagsliða sama tímabilið (2000-01). Finn Christian „Finken“ Jagge , norskur skíðamaður, lést í júlí, 54 ára að aldri. Hann vann meðal annars Ólympíugull á leikunum í Albertville árið 1992. Diego Armando Maradona, argentíski knattspyrnumaðurinn sem af flestum er talinn einn besti ef ekki sá besti í sögunni, lést í nóvember, sextugur að aldri. Maradona varð heimsmeistari með Argentínu árið 1986 þar sem segja má að frægðarsól hans hafi skinið hvað skærast. Hann spilaði meðal annars með félagsliunum Boca Juniors, Napoli og Barcelona. Bruno Martini, fyrrverandi landsliðsmarkmaður franska knattspyrnulandsliðsins, lést í október, 58 ára að aldri. Martini hóf atvinnumannaferil sinn í AJ Auxerre og spilaði með liðinu á árunum 1981 til 1995. Martini spilaði rúma þrjátíu landsleiki með franska landsliðinu á árunum 1987 til 1996 og stóð á milli stanganna bæði á EM 1992 í Svíþjóð og svo aftur á EM 1996 í Englandi. Rob Rensenbrink , einn af risunum í hollenskri knattspyrnusögu, lést í janúar, 72 ára að aldri. Resenbrink spilaði alla jafna sem vinstri kantmaður, en einnig sem framherji, og var tvívegis í silfurliði Hollendinga á HM – bæði 1974 og 1978. Paolo Rossi , ítalskur knattspyrnumaður, lést í desember, 64 ára að aldri. Rossi var markakóngur og besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar á Spáni árið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í þriðja sinn. Jerry Sloan , sem þjálfaði Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta í rúma tvo áratugi, lést í maí. Hann var 78 ára. Sloan var ráðinn þjálfari Utah 1988. Hann gengdi því starfi til 2011, eða í 23 ár. Undir hans stjórn komst Utah í úrslit NBA 1997 og 1998. Í bæði skiptin laut liðið í lægra haldi fyrir Chicago Bulls. David Stern , fyrrverandi yfirmaður NBA-deildarinnar til þrjátíu ára, lést á fyrsta degi ársins, 77 ára að aldri. Hann stýrði deildinni á árunum 1984 til 2014 en á þeim tíma varð NBA-deildin að því stórveldi á heimsvísu sem hún er í dag. Nobby Stiles, sem varð heimsmeistari með enska landsliðinu og Evrópumeistari með Manchester United, lést í október, 78 ára. Hann varð Englandsmeistari með United 1965 og 1967 og Evrópumeistari 1968. Éva Székely , ungversk sundkona, lést í febrúar, 92 ára að aldri. Székely vann til Ólympíuverðlauna í bringusundi á leikunum í Helsinki 1952 og Melbourne 1956. Hans Tilkowski , fyrrverandi markvörður vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu lést í janúar, 84 ára gamall. Tilkowski er þekktastur fyrir að hafa spilað í marki Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM á Wembley árið 1966. Englendingurinn Geoff Hurst skoraði þrennur í leiknum. Peter Whittingham , fyrrverandi leikmaður Aston Villa, Cardiff City og fleiri liða á Englandi, lést í mars, 35 ára að aldri. Whittingham lést eftir að hafa legið á spítala í öndunarvél um nokkurt skeið eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum eftir að hafa dottið niður stiga á bar þar sem hann var að horfa á leik Englands og Wales í ruðningi. Dana Zátopková , tékkneskur spjótkastari, lést í mars, 97 ára að aldri. Hún vann til verðlauna á Ólympíuleikum bæði á leikunum í Helsinki 1952 og Róm 1960. Viðskipti Bernard Ebbers , fyrrverandi forstjóri bandaríska fjarskiptafyrirtækisins Worldcom sem hlaut fangelsisdóm í stærsta bókhaldssvikamáli landsins, lést í janúar, 78 ára að aldri. WorldCom fór í þrot árið 2002 í kjölfar uppljóstrana stórfelld bókhaldssvik upp á um ellefu milljarða dollara. Jens Nygaard Knudsen, maðurinn sem skapaði Lego-kallinn, lést í febrúar, 78 ára að aldri. Knudsen skapaði hinn gula Lego-kall á áttunda áratugnum. Lee Kun-hee , stjórnarformaður hins suður-kóreska Samsung Group, lést í október, 78 ára að aldri. Hann átti þátt í að byggja upp viðskiptaveldi á sviði tæknibúnaðar, vöruflutninga og trygginga og var ríkasti maður Suður-Kóreu með auðævi sem voru metin á hátt í 21 milljarð dollara. Vísindi og tækni Mohsen Fakhrizadeh , einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans og yfirmaður í her landsins, var ráðinn af dögum fytrir utan höfuðborgina Teheran í nóvember. Hann er sagður hafa stýrt kjarnorkuvopnaáætlun landsins. Katherine Johnson , stærðfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, lést í febrúar, 101 árs gömul. Johnson var á meðal þeirra sem reiknuðu út braut Apollo 11-tunglferjunnar handvirkt og varð saga hennar sem brautryðjandi fyrir svartar konur í vísindaheiminum efni í Hollywood-kvikmynd árið 2016. Rajendra K. Pachauri , fyrrverandi formaður vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, lést í febrúar, 79 ára að aldri. Pachauri vann til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf sín en starfsferli hans lauk í skugga ásakna um kynferðislega áreitni gegn konum. Larry Tesler, bandarískur tölvunarfræðingur sem fann upp „cut, copy, paste“-flýtileiðina fyrir tölvur, lést í febrúar, 74 ára að aldri. Al Worden , bandarískur geimfari sem fór á braut um tunglið í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971, lést í mars, 88 ára að aldri. Á heimleiðinni varð Worden fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu utan sporbrautar jarðarinnar. Chuck Yeager , bandarískur flugmaður sem var fyrsti maðurinn til að rjúfa hljóðmúrinn, lést í desember, 97 ára að aldri. Chuck Yeager var orrustuflugmaður í seinna stríði og skrifaði sig svo inn í sögubækurnar árið 1947, þá 24 ára að aldri, þegar hann flaug tilraunaflugvél af gerðinni Bell X-1 og rauf þá hljóðmúrinn fyrstur manna. Vélin bar nafnið Glamorous Glennis. Annað Robert Fisk , fréttamaðurinn margreyndi, lést í nóvember 74 ára að aldri. Fisk vann á ferli sínum til fjölmargra verðlauna fyrir fréttir sínar, meðal annars frá átakasvæðum í Miðausturlöndum. Maeve Kennedy McKean , lögmaður og barnabarn Robert F Kennedy, lést í apríl, fertug að aldri. McKean starfaði sem lögmaður og sérhæfði sig í málum sem sneru að mannréttindum og lýðheilsu. Var hún framkvæmdastjóri Global Health Initiative við Georgetown-háskóla í Washington DC. James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, lést í október, 92 ára að aldri. Sem sjónhverfingarmaður sérhæfði Randi sig meðal annars í því að sleppa úr að því er virtist ómögulegum aðstæðum líkt og Harry Houdini forðum. Losaði hann sig úr spennitreyjum, peningaskápum og fangelsum. Peter Sutcliffe , breskur raðmorðingi sem í breskum fjölmiðlum hefur verið kallaður Yorkshire Ripper, dó af völdum Covid-19 í nóvember. Hann varð 74 ára. Sutcliffe var dæmdur fyrir morð á þrettán konum í norðurhluta Englands á áttunda áratugnum. Þá reyndi hann að bana sjö konum til viðbótar. Paul L. Vasquez , Bandaríkjamaðurinn sem vakti heimsathygli eftir að hann birti myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann dáðist að tvöföldum regnboga, lést í maí, 57 ára gamall.
Fréttir ársins 2020 Andlát Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00
Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00