Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2020 23:30 Rússar eru taldir viðriðnir árásina, sem er afar umfangsmikil. Michael Bocchieri/Getty Fyrrverandi öryggisráðgjafi hjá SolarWinds, fyrirtæki sem selur fjölmörgum bandarískum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa, segist hafa varað við þeim göllum sem tölvuþrjótar nýttu sér til þess að fremja gífurlega umfangsmikla tölvuárás, sem talið er að Rússar beri ábyrgð á. Frá þessu greinir fréttastofa Bloomberg. Þar er haft eftir ráðgjafanum, Ian Thornton-Trump, að hann hafi reynt að vara við þeim ógnum sem kynni að steðja að öryggi viðskiptavina þeirra. Hann hafi hins vegar verið hundsaður af stjórnendum SolarWinds. Bloomberg vísar þá til 23 síðna glærusýningar sem Thornton-Trump á að hafa sýnt æðstu mönnum fyrirtækisins árið 2017. Þar er hann sagður hafa mælt með því að fyrirtækið réði sérstakan yfirmann netöryggismála. Hann hafi sagt stjórnendum að framtíð fyrirtækisins stæði og félli viðleitni fyrirtækisins til netöryggis. Mánuði eftir að hann kom með tillöguna segist Thornton-Trump hafa hætt vinnu sinni fyrir fyrirtækið, þar sem hann hafi haft það á tilfinningunni að stjórnendur hafi ekki haft áhuga á breytingum sem myndu „hafa raunveruleg áhrif.“ Bloomberg hefur þá eftir Thornton-Trump, og öðrum hugbúnaðarverkfræðingi hjá SolarWinds, að öryggisgallar hjá fyrirtækinu hafi gert tölvuáras eins og þá sem uppgötvaðist á dögunum óumflýjanlega. Margar stofnanir orðið fyrir áhrifum Árásin sem um ræðir er talin hafa staðið yfir í marga mánuði, án þess að nokkur hafi orðið hennar var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur lýst árásinni sem alvarlegri ógn við hið opinbera og fyrirtæki í Bandaríkjunum. Talið er að tölvuþrjótarnir sem að baki árásinni standa hafi brotið sér leið inn í tölvukerfi SolarWinds. Þeir hafi svo smitað uppfærslur frá fyrirtækinu með eigin hugbúnaði, og þannig öðlast aðgang, og í sumum tilfellum stjórn, að tölvukerfum sem notuðust við uppfærslurnar. Meðal annars hefur verið greint frá því að stofnanir sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna telji þrjótana hafa aðgang að tölvukerfum þeirra. Rússar taldir bera ábyrgð Þá hefur verið greint frá því að Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætli að refsa yfirvöldum Rússlands vegna árásarinnar, en þau eru talin standa að baki henni. Sjá einnig: Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þær aðgerðir sem Biden er sagður ætla að grípa til felast ekki eingöngu í hefðbundnum viðskiptaþvingunum, heldur einnig aðgerðaráætlunum sem munu miða að því að draga úr getu Rússa til að framkvæma tölvuárásir, að því er haft hefur verið eftir Ron Klain, starfsmannastjóra Bidens. Hann hefur einnig sagt að mögulegt sé að sambærilegum tölvuárásum verði beint gegn Rússum. Þó að flestir embættismenn í Bandaríkjunum sem hafa tjáð sig um málið segi að spjótin beinist að Rússum er Donald Trump, fráfarandi forseti, á öðru máli. Hann telur að kínversk yfirvöld kunni að bera ábyrgð. Eins hefur hann látið hafa eftir sér að árásin sé ekki alvarleg, þvert á það sem netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sagt. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21. desember 2020 09:36 Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. 17. desember 2020 22:14 Beina sjónum sínum að Rússum eftir umfangsmikla tölvuárás Bandarísk yfirvöld segja umfangsmikla tölvuárás nú standa yfir á þarlendar opinberar stofnanir. Er sjónum nú beint að rússneskum tölvuþrjótum og eiga þeir að hafa fylgst með tölvupóstsamskiptum meðal annars innan bandaríska fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. 17. desember 2020 09:19 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Sjá meira
Frá þessu greinir fréttastofa Bloomberg. Þar er haft eftir ráðgjafanum, Ian Thornton-Trump, að hann hafi reynt að vara við þeim ógnum sem kynni að steðja að öryggi viðskiptavina þeirra. Hann hafi hins vegar verið hundsaður af stjórnendum SolarWinds. Bloomberg vísar þá til 23 síðna glærusýningar sem Thornton-Trump á að hafa sýnt æðstu mönnum fyrirtækisins árið 2017. Þar er hann sagður hafa mælt með því að fyrirtækið réði sérstakan yfirmann netöryggismála. Hann hafi sagt stjórnendum að framtíð fyrirtækisins stæði og félli viðleitni fyrirtækisins til netöryggis. Mánuði eftir að hann kom með tillöguna segist Thornton-Trump hafa hætt vinnu sinni fyrir fyrirtækið, þar sem hann hafi haft það á tilfinningunni að stjórnendur hafi ekki haft áhuga á breytingum sem myndu „hafa raunveruleg áhrif.“ Bloomberg hefur þá eftir Thornton-Trump, og öðrum hugbúnaðarverkfræðingi hjá SolarWinds, að öryggisgallar hjá fyrirtækinu hafi gert tölvuáras eins og þá sem uppgötvaðist á dögunum óumflýjanlega. Margar stofnanir orðið fyrir áhrifum Árásin sem um ræðir er talin hafa staðið yfir í marga mánuði, án þess að nokkur hafi orðið hennar var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur lýst árásinni sem alvarlegri ógn við hið opinbera og fyrirtæki í Bandaríkjunum. Talið er að tölvuþrjótarnir sem að baki árásinni standa hafi brotið sér leið inn í tölvukerfi SolarWinds. Þeir hafi svo smitað uppfærslur frá fyrirtækinu með eigin hugbúnaði, og þannig öðlast aðgang, og í sumum tilfellum stjórn, að tölvukerfum sem notuðust við uppfærslurnar. Meðal annars hefur verið greint frá því að stofnanir sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna telji þrjótana hafa aðgang að tölvukerfum þeirra. Rússar taldir bera ábyrgð Þá hefur verið greint frá því að Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætli að refsa yfirvöldum Rússlands vegna árásarinnar, en þau eru talin standa að baki henni. Sjá einnig: Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þær aðgerðir sem Biden er sagður ætla að grípa til felast ekki eingöngu í hefðbundnum viðskiptaþvingunum, heldur einnig aðgerðaráætlunum sem munu miða að því að draga úr getu Rússa til að framkvæma tölvuárásir, að því er haft hefur verið eftir Ron Klain, starfsmannastjóra Bidens. Hann hefur einnig sagt að mögulegt sé að sambærilegum tölvuárásum verði beint gegn Rússum. Þó að flestir embættismenn í Bandaríkjunum sem hafa tjáð sig um málið segi að spjótin beinist að Rússum er Donald Trump, fráfarandi forseti, á öðru máli. Hann telur að kínversk yfirvöld kunni að bera ábyrgð. Eins hefur hann látið hafa eftir sér að árásin sé ekki alvarleg, þvert á það sem netöryggisstofnun Bandaríkjanna hefur sagt.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21. desember 2020 09:36 Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. 17. desember 2020 22:14 Beina sjónum sínum að Rússum eftir umfangsmikla tölvuárás Bandarísk yfirvöld segja umfangsmikla tölvuárás nú standa yfir á þarlendar opinberar stofnanir. Er sjónum nú beint að rússneskum tölvuþrjótum og eiga þeir að hafa fylgst með tölvupóstsamskiptum meðal annars innan bandaríska fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. 17. desember 2020 09:19 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Sjá meira
Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21. desember 2020 09:36
Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. 17. desember 2020 22:14
Beina sjónum sínum að Rússum eftir umfangsmikla tölvuárás Bandarísk yfirvöld segja umfangsmikla tölvuárás nú standa yfir á þarlendar opinberar stofnanir. Er sjónum nú beint að rússneskum tölvuþrjótum og eiga þeir að hafa fylgst með tölvupóstsamskiptum meðal annars innan bandaríska fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. 17. desember 2020 09:19