Enn stritað við samningaborðið vegna Brexit-samnings sem er „innan seilingar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2020 22:56 Það er fundað stíft í Brussel þessa dagana. AP/Virginia Mayo Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins sitja enn við samningaborðið um Brexit-samning sem sagður er vera „innan seilingar.“ Guardian greinir frá samkvæmt upplýsingum frá breska forsætisráðuneytinu. Í frétt Guardian segir að jafn vel hafi verið reiknað með að samningarnir yrðu kynntir í kvöld, samninganefndirnar hafi hins vegar ákveðið að taka sér örlítið lengri tíma þar sem um gríðarlega flókinn og langan samning er um að ræða. Fara þarf yfir tvö þúsund blaðsíður af lagatexta en nái Bretar og ESB saman um viðskiptasamning sem taki gildi áður en svokallað aðlögunartímabil án samnings átti að hefjast 1. janúar næstkomandi, með ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum, þar sem Bretland mun yfirgefa innri markað og tollabandalag ESB um áramótin, hvort sem samningar nást eða ekki. Laura Kuenssberg, ritstjóri stjórnmálaumfjöllunar fréttastofu BBC, segir á Twitter að samninganefndirnar séu núna að ræða ákveðna kvóta á ákveðna tegundir fisks, en að ríkisstjórn Bretlands hafi verið kölluð á símafund. Segir hún það til marks um það að forsætisráðuneytið telji að samningar muni nást innan tíðar. Negotiators are still talking (apparently about specific quotas for specific species of fish) but the UK Cabinet is about to gather on a conference call - that wouldn't happen if No 10 wasn't by now very confident that deal is shortly to be finalised for real— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) December 23, 2020 Í frétt Guardian segir að fregnir frá Frakklandi um að Bretar hafi þurft að gefa mikið eftir til að ná samningum við ESB hafi ekki hjálpað til við samningaborðið í kvöld, auk þess sem að þar segir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi viljað fá tíma til þess að undirbúa og afla stuðnings þeirra þingmanna Íhaldsflokksins sem hafa verið mest fylgjandi útgöngu Bretlands úr ESB. Viðræðurnar fara fram í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB í Brussel en um tíu-leytið að staðartíma kom þangað pítsasendill með talsvert magn af pítsum, sem mögulega er til marks um að viðræður muni standa fram á nótt. Sign of a long night still ahead? #pizza #brexit #tradedeal pic.twitter.com/hJMtdjKq2A— Kate Vandy (@kate_vandy) December 23, 2020 Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Guardian greinir frá samkvæmt upplýsingum frá breska forsætisráðuneytinu. Í frétt Guardian segir að jafn vel hafi verið reiknað með að samningarnir yrðu kynntir í kvöld, samninganefndirnar hafi hins vegar ákveðið að taka sér örlítið lengri tíma þar sem um gríðarlega flókinn og langan samning er um að ræða. Fara þarf yfir tvö þúsund blaðsíður af lagatexta en nái Bretar og ESB saman um viðskiptasamning sem taki gildi áður en svokallað aðlögunartímabil án samnings átti að hefjast 1. janúar næstkomandi, með ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum, þar sem Bretland mun yfirgefa innri markað og tollabandalag ESB um áramótin, hvort sem samningar nást eða ekki. Laura Kuenssberg, ritstjóri stjórnmálaumfjöllunar fréttastofu BBC, segir á Twitter að samninganefndirnar séu núna að ræða ákveðna kvóta á ákveðna tegundir fisks, en að ríkisstjórn Bretlands hafi verið kölluð á símafund. Segir hún það til marks um það að forsætisráðuneytið telji að samningar muni nást innan tíðar. Negotiators are still talking (apparently about specific quotas for specific species of fish) but the UK Cabinet is about to gather on a conference call - that wouldn't happen if No 10 wasn't by now very confident that deal is shortly to be finalised for real— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) December 23, 2020 Í frétt Guardian segir að fregnir frá Frakklandi um að Bretar hafi þurft að gefa mikið eftir til að ná samningum við ESB hafi ekki hjálpað til við samningaborðið í kvöld, auk þess sem að þar segir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi viljað fá tíma til þess að undirbúa og afla stuðnings þeirra þingmanna Íhaldsflokksins sem hafa verið mest fylgjandi útgöngu Bretlands úr ESB. Viðræðurnar fara fram í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB í Brussel en um tíu-leytið að staðartíma kom þangað pítsasendill með talsvert magn af pítsum, sem mögulega er til marks um að viðræður muni standa fram á nótt. Sign of a long night still ahead? #pizza #brexit #tradedeal pic.twitter.com/hJMtdjKq2A— Kate Vandy (@kate_vandy) December 23, 2020
Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira