Dæmd í tæplega sex ára fangelsi í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 16:19 Loujain al-Hathloul við ólöglegan akstur í Sádi-Arabíu áður en hún var handtekin. Vísir/AP Aðgerðarsinni sem barðist fyrir rétti kvenna til að keyra í Sádi-Arabíu hefur verið dæmd í tæplega sex ára fangelsi. Loujain al-Hathloul var handtekin árið 2018 og hefur setið í fangelsi síðan. Var hún meðal annars sökuð um að starfa með aðilum sem eiga að vera óvinveittir konungsríkinu. Hathloul var dæmd af sérstökum hryðjuverkadómstóli fyrir að skaða þjóðaröryggi og ganga erindar erlendra aðila, auk annarra brota. Hún var dæmd til fimm ára og átta mánaða fangelsisvistar en tvö ár og tíu mánuðir þar af voru felldir niður. Hún mun því sleppa úr fangelsi eftir um þrjá mánuði. Hathloul má þó ekki ferðast frá Sádi-Arabíu í fimm ár og má heldur ekki endurtaka þau brot sem hún var sakfelld fyrir. Hún var handtekin nokkrum vikum áður en konur í Sádi-Arabíu fengu rétt til að keyra. Yfirvöld konungsríkisins segja handtöku hennar ekki koma því málefni við. Þess í stað hafi hún verið handtekin fyrir að grafa undan konungsfjölskyldu landsins. Samkvæmt frétt Guardian var tekið sérstaklega fram í upprunalegu ákærunni gegn henni að hún hefði hitt erindreka frá Bretlandi og öðrum Evrópuþjóðum. Hún var einnig sökuð um að tala við erlenda blaðamenn og mannréttindasamtök, auk þess sem hún sótti um starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Hathloul sjálf og fjölskylda hennar hafa ávalt neitað ásökunum gagnvart henni. Mannréttindasamtök hafa ítrekað kallað eftir því að Hathloul verði sleppt. BBC hefur eftir fjölskyldu Hathloul að hún hafi verið pyntuð og áreitt kynferðislega í haldi. Yfirvöld hafa hafnað þeim ásökunum og hafa allir sem komu að fangelsun hennar þegar verið hreinsaðir af sök fyrir dómi. Lina, systir Hathloul, sagði í tísti í dag að dómnum yrði áfrýjað og farið yrði fram á aðra rannsókn varðandi ásakanir fjölskyldunnar. Loujain cried when she heard the sentence today. After nearly 3 years of arbitrary detention, torture, solitary confinement - they now sentence her and label her a terrorist. Loujain will appeal the sentence and ask for another investigation regarding torture #FreeLoujain https://t.co/E4msesGqjH— Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) December 28, 2020 Sádi-Arabía Mannréttindi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Hathloul var dæmd af sérstökum hryðjuverkadómstóli fyrir að skaða þjóðaröryggi og ganga erindar erlendra aðila, auk annarra brota. Hún var dæmd til fimm ára og átta mánaða fangelsisvistar en tvö ár og tíu mánuðir þar af voru felldir niður. Hún mun því sleppa úr fangelsi eftir um þrjá mánuði. Hathloul má þó ekki ferðast frá Sádi-Arabíu í fimm ár og má heldur ekki endurtaka þau brot sem hún var sakfelld fyrir. Hún var handtekin nokkrum vikum áður en konur í Sádi-Arabíu fengu rétt til að keyra. Yfirvöld konungsríkisins segja handtöku hennar ekki koma því málefni við. Þess í stað hafi hún verið handtekin fyrir að grafa undan konungsfjölskyldu landsins. Samkvæmt frétt Guardian var tekið sérstaklega fram í upprunalegu ákærunni gegn henni að hún hefði hitt erindreka frá Bretlandi og öðrum Evrópuþjóðum. Hún var einnig sökuð um að tala við erlenda blaðamenn og mannréttindasamtök, auk þess sem hún sótti um starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Hathloul sjálf og fjölskylda hennar hafa ávalt neitað ásökunum gagnvart henni. Mannréttindasamtök hafa ítrekað kallað eftir því að Hathloul verði sleppt. BBC hefur eftir fjölskyldu Hathloul að hún hafi verið pyntuð og áreitt kynferðislega í haldi. Yfirvöld hafa hafnað þeim ásökunum og hafa allir sem komu að fangelsun hennar þegar verið hreinsaðir af sök fyrir dómi. Lina, systir Hathloul, sagði í tísti í dag að dómnum yrði áfrýjað og farið yrði fram á aðra rannsókn varðandi ásakanir fjölskyldunnar. Loujain cried when she heard the sentence today. After nearly 3 years of arbitrary detention, torture, solitary confinement - they now sentence her and label her a terrorist. Loujain will appeal the sentence and ask for another investigation regarding torture #FreeLoujain https://t.co/E4msesGqjH— Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) December 28, 2020
Sádi-Arabía Mannréttindi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira