Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 08:51 Chrisse France, forstjóri Preterm, annasömustu heilsugæslustöðvarinnar sem framkvæmir þungunarrof í Ohio. Yfirvöld þar segja að stöðva beri þungunarrof á meðan á faraldrinum stendur þar sem þau telja það ónauðsynlega aðgerð. AP/Tony Dejak Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. Báðum ríkjum er stjórnað af repúblikönum og hafa ströng lög um þungunarrof. Það er bannað eftir tuttugustu viku eftir frjóvgun í Texas og konur þurfa að fara í ráðgjöf um önnur úrræði áður en þær fá að fara í þungunarrof. Bæði ríki hafa jafnframt samþykkt enn strangari löggjöf sem myndi banna þungunarrof í nær öllum tilfellum en dómstólar hafa stöðvað gildistöku hennar. Til að bregðast við álagi sem kórónuveirufaraldurinn skapar fyrir heilbrigðisþjónustu hafa bæði ríkin gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið valkvæðar aðgerðir þangað til í apríl, þar á meðal þungunarrof. Hægt er að sekta eða jafnvel fangelsa þá sem brjóta gegn tilskipuninni í Texas, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir að allar „ónauðsynlegar“ þungunarrofsaðgerðir verði bannaðar eftir að Greg Abbott stöðvaði valkvæðar aðgerðir um helgina. Þungunarrof verður aðeins framkvæmt til að bjarga lífi eða heilsu móður, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Ohio segjast heilsugæslustöðvar þar sem þungunarrof er framkvæmt ætla að halda því áfram þar sem þær telja sig uppfylla skipanir ríkisstjórans þar. Frestun getur aukið hættu eða gert þjónustuna óaðgengilega Ýmis samtök bandaríska kvensjúkdómslækna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem þau hvöttu til þess að þungunarrof héldi áfram þrátt fyrir faraldurinn. „Þetta er einnig þjónusta þar sem tíminn ræður miklu og frestun um nokkrar vikur, eða í sumum tilfellum daga, getur aukið áhættu eða mögulega gert hana algerlega óaðgengilega. Afleiðingarnar af því að komast ekki í þungunarrof hafa djúpstæð áhrif á líf, heilsu og velferð fólks,“ sögðu samtökin sem bentu á að flestar aðgerðir af þessu tagi fara ekki fram á sjúkrahúsum þar sem tekið er við COVID-19-sjúklingum. Samtök sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs mótmæla ákvörðun ríkjanna einnig og segja að líta ætti á þungunarrof sem nauðsynlega aðgerð. Ein þeirra saka Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, um að notfæra sér faraldurinn í þágu eigin hugmyndafræði um að þrengja að þungunarrofi. Hópar sem vilja banna þungunarrof hafa hvatt félaga sína til þess að þrýsta á ríkisstjóra um öll Bandaríkin að stöðva þungunarrof í faraldrinum á þeim forsendum að það séu ónauðsynlegar aðgerðir. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þungunarrof Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. Báðum ríkjum er stjórnað af repúblikönum og hafa ströng lög um þungunarrof. Það er bannað eftir tuttugustu viku eftir frjóvgun í Texas og konur þurfa að fara í ráðgjöf um önnur úrræði áður en þær fá að fara í þungunarrof. Bæði ríki hafa jafnframt samþykkt enn strangari löggjöf sem myndi banna þungunarrof í nær öllum tilfellum en dómstólar hafa stöðvað gildistöku hennar. Til að bregðast við álagi sem kórónuveirufaraldurinn skapar fyrir heilbrigðisþjónustu hafa bæði ríkin gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið valkvæðar aðgerðir þangað til í apríl, þar á meðal þungunarrof. Hægt er að sekta eða jafnvel fangelsa þá sem brjóta gegn tilskipuninni í Texas, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir að allar „ónauðsynlegar“ þungunarrofsaðgerðir verði bannaðar eftir að Greg Abbott stöðvaði valkvæðar aðgerðir um helgina. Þungunarrof verður aðeins framkvæmt til að bjarga lífi eða heilsu móður, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Ohio segjast heilsugæslustöðvar þar sem þungunarrof er framkvæmt ætla að halda því áfram þar sem þær telja sig uppfylla skipanir ríkisstjórans þar. Frestun getur aukið hættu eða gert þjónustuna óaðgengilega Ýmis samtök bandaríska kvensjúkdómslækna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem þau hvöttu til þess að þungunarrof héldi áfram þrátt fyrir faraldurinn. „Þetta er einnig þjónusta þar sem tíminn ræður miklu og frestun um nokkrar vikur, eða í sumum tilfellum daga, getur aukið áhættu eða mögulega gert hana algerlega óaðgengilega. Afleiðingarnar af því að komast ekki í þungunarrof hafa djúpstæð áhrif á líf, heilsu og velferð fólks,“ sögðu samtökin sem bentu á að flestar aðgerðir af þessu tagi fara ekki fram á sjúkrahúsum þar sem tekið er við COVID-19-sjúklingum. Samtök sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs mótmæla ákvörðun ríkjanna einnig og segja að líta ætti á þungunarrof sem nauðsynlega aðgerð. Ein þeirra saka Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, um að notfæra sér faraldurinn í þágu eigin hugmyndafræði um að þrengja að þungunarrofi. Hópar sem vilja banna þungunarrof hafa hvatt félaga sína til þess að þrýsta á ríkisstjóra um öll Bandaríkin að stöðva þungunarrof í faraldrinum á þeim forsendum að það séu ónauðsynlegar aðgerðir.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þungunarrof Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira