Netanjahú kominn í sóttkví og Hamas herðir aðgerðir á Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 12:31 Þrátt fyrir að smitrakningu sé ekki lokið er Netanjahú farinn í sóttkví ásamt fleiri ráðgjöfum hans. Vísir/EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar í sóttkví eftir að náinn ráðgjafi hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Fleiri ráðgjafar hans fara einnig í sóttkví. Ísraelska dablaðið Haaretz segir að ráðgjafi Netanjahú í þingmálum hafi greinst smitaður í dag. Ákvörðunin um að setja forsætisráðherrann í sóttkví hafi verið tekin í varúðarskyni og áður en faraldsfræðilegri rannsókn væri lokið. Fleiri ráðgjafar Netanjahú fylgja honum í sóttkví. Hamas-samtökin sem ráða ríkjum á Gasaströndinni vinna nú að því að setja upp tvær stórar sóttkvíarmiðstöðvar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar þar. Þær eiga að geta vistað um þúsund manns og vera tilbúnar innan viku. Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði jarðar þar sem um tvær milljónir manna búa á landsvæði sem er minna en höfuðborgarsvæðið. AP-fréttastofan segir að enginn viti hversu mikið veiran hafi breiðst út á Gasa. Talið er að fyrstu smitin hafi borist til Gasa með tveimur mönnum sem fóru á trúarráðstefnu í Pakistan. Aðeins um fimmtungur þeirra 1.700 sem hafa farið í sóttkví hafa verið skimaðir. Verkamenn vinna að smíði miðstöðvar fyrir sóttkví á sunnanverðri Gasaströndinni. Svæðið er eitt það þéttbýlasta í heimi og heilbrigðiskerfið þar er veikt. Kórónuveirufaraldur þar gæti því valdið miklum usla.AP/Khalil Hamra Heilbrigðisþjónusta er í ólestri á Gasaströndinni vegna herkvíar Ísraelsmanna, ítrekaðra stríða við Ísraelsher og innbyrðisdeilur Hamas og annarra samtaka Palestínumanna. Aðeins sextíu öndunarvélar eru á Gasa og eru 45 þeirra þegar í notkun, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Upphaflega kom Hamas á föt bráðabirgðastöðvum fyrir sóttkví. Eftir að myndir bárust af fólki að halda afmælisveislur og reykja vatnspípur saman í slíkum stöðvum var gripið til harðari aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísrael Palestína Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar í sóttkví eftir að náinn ráðgjafi hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Fleiri ráðgjafar hans fara einnig í sóttkví. Ísraelska dablaðið Haaretz segir að ráðgjafi Netanjahú í þingmálum hafi greinst smitaður í dag. Ákvörðunin um að setja forsætisráðherrann í sóttkví hafi verið tekin í varúðarskyni og áður en faraldsfræðilegri rannsókn væri lokið. Fleiri ráðgjafar Netanjahú fylgja honum í sóttkví. Hamas-samtökin sem ráða ríkjum á Gasaströndinni vinna nú að því að setja upp tvær stórar sóttkvíarmiðstöðvar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar þar. Þær eiga að geta vistað um þúsund manns og vera tilbúnar innan viku. Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði jarðar þar sem um tvær milljónir manna búa á landsvæði sem er minna en höfuðborgarsvæðið. AP-fréttastofan segir að enginn viti hversu mikið veiran hafi breiðst út á Gasa. Talið er að fyrstu smitin hafi borist til Gasa með tveimur mönnum sem fóru á trúarráðstefnu í Pakistan. Aðeins um fimmtungur þeirra 1.700 sem hafa farið í sóttkví hafa verið skimaðir. Verkamenn vinna að smíði miðstöðvar fyrir sóttkví á sunnanverðri Gasaströndinni. Svæðið er eitt það þéttbýlasta í heimi og heilbrigðiskerfið þar er veikt. Kórónuveirufaraldur þar gæti því valdið miklum usla.AP/Khalil Hamra Heilbrigðisþjónusta er í ólestri á Gasaströndinni vegna herkvíar Ísraelsmanna, ítrekaðra stríða við Ísraelsher og innbyrðisdeilur Hamas og annarra samtaka Palestínumanna. Aðeins sextíu öndunarvélar eru á Gasa og eru 45 þeirra þegar í notkun, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Upphaflega kom Hamas á föt bráðabirgðastöðvum fyrir sóttkví. Eftir að myndir bárust af fólki að halda afmælisveislur og reykja vatnspípur saman í slíkum stöðvum var gripið til harðari aðgerða til að hefta útbreiðsluna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísrael Palestína Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira