Mannskæðasta árás Kanada: Eldar sem árásarmaðurinn kveikti gera rannsakendum erfitt fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 20:36 Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var skotinn til bana í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá fyrsta staðnum sem hann réðst á. AP/Andrew Vaughan Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. Eldar sem kviknuðu í húsum sem árásarmaðurinn réðst á hafa þó gert rannsakendum erfitt fyrir og lögreglan telur líklegt að hinum látnu muni fjölga áfram. Árásin, sem stóð yfir í um tólf klukkustundir, er sú mannskæðasta í sögu Kanada. Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var klæddur lögreglubúningi og keyrði um á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann liti út eins og lögreglubíll. Hann fór um dreifbýlt svæði við Cobequid flóa og og skaut eins og áður segir, minnst átján til bana á aðfaranótt sunnudags. Þar á meðal lögreglukonu. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu. Margir árásarstaðir Lögreglan hefur alls sextán vettvanga til rannsóknar og eru rúmir 50 kílómetrar á milli fyrsta vettvangsins og staðarins þar sem Wortman var skotinn, samkvæmt CBC í Kanada. Allir hinir látnu voru fullorðnir og Wortman þekkti einhverja þeirra. Yfirmenn lögreglunnar hafa ekki tjáð sig um margar hliðar málsins og segja það enn til rannsóknar. Þar á meðal eru tengsl Wortman við fórnarlömb hans. Hann var ekki þekktur af lögreglu og ekkert liggur fyrir um tilefni árásanna. Þó er talið líklegt að upphaf árásanna hafi ekki verið af handahófi. Lögreglan hefur leitt líkur að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Yfirmaður lögreglunnar segist ekki telja að um hryðjuverk sé að ræða. Lögreglan hefur ekki viljað segja hvernig vopn Wortman notaði við árásina. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram í máli forsvarsmanna lögreglunnar að það reyndist lögregluþjónum erfiðara að finna Wortman vegna bílsins sem hann var á og fötunum sem hann var klæddur í. Fólk taldi lögregluþjón vera á ferðinni. Wortman vann við að gera falskar tennur og starfaði hann í bænum Dartmouth. Nágranni hans sem blaðamenn CBC ræddu við segir hann hafa búið bæði í Dartmouth og Portapique. Árásarmaðurinn vann við gerð falskra tanna.AP/Andrew Vaughan Fyrsta útkallið barst frá Portapique. Þar fundust nokkur lík. Skömmu seinna sáu íbúar eld þar skammt frá. Við það bættist annar eldur lengra frá ogsá þriðji enn fjær. Eins og áður hefur komið fram var leið Wortman löng. Svo virðist sem hann hafi farið inn á heimili fólks og skotið það til bana og kveikt í húsunum. Hann var að endingu felldur í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá vettvangi fyrstu árásarinnar. Það var við eina stærstu hraðbraut Nova Scotia. Nánar tiltekið á bensínstöð í bænum Enfield, 35 kílómetra norður af Halifax. Kanada Tengdar fréttir Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40 Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Lögreglan í Kanada segir minnst átján vera látna eftir árásirnar á Nova Scotia í Kanada um helgina. Eldar sem kviknuðu í húsum sem árásarmaðurinn réðst á hafa þó gert rannsakendum erfitt fyrir og lögreglan telur líklegt að hinum látnu muni fjölga áfram. Árásin, sem stóð yfir í um tólf klukkustundir, er sú mannskæðasta í sögu Kanada. Hinn 51 árs gamli Gabriel Wortman var klæddur lögreglubúningi og keyrði um á bíl sem hann hafði látið breyta svo hann liti út eins og lögreglubíll. Hann fór um dreifbýlt svæði við Cobequid flóa og og skaut eins og áður segir, minnst átján til bana á aðfaranótt sunnudags. Þar á meðal lögreglukonu. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu. Margir árásarstaðir Lögreglan hefur alls sextán vettvanga til rannsóknar og eru rúmir 50 kílómetrar á milli fyrsta vettvangsins og staðarins þar sem Wortman var skotinn, samkvæmt CBC í Kanada. Allir hinir látnu voru fullorðnir og Wortman þekkti einhverja þeirra. Yfirmenn lögreglunnar hafa ekki tjáð sig um margar hliðar málsins og segja það enn til rannsóknar. Þar á meðal eru tengsl Wortman við fórnarlömb hans. Hann var ekki þekktur af lögreglu og ekkert liggur fyrir um tilefni árásanna. Þó er talið líklegt að upphaf árásanna hafi ekki verið af handahófi. Lögreglan hefur leitt líkur að því að Wortman hafi skipulagt fyrsta hluta árásanna en farið svo að ráðast á fólk af handahófi. Yfirmaður lögreglunnar segist ekki telja að um hryðjuverk sé að ræða. Lögreglan hefur ekki viljað segja hvernig vopn Wortman notaði við árásina. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram í máli forsvarsmanna lögreglunnar að það reyndist lögregluþjónum erfiðara að finna Wortman vegna bílsins sem hann var á og fötunum sem hann var klæddur í. Fólk taldi lögregluþjón vera á ferðinni. Wortman vann við að gera falskar tennur og starfaði hann í bænum Dartmouth. Nágranni hans sem blaðamenn CBC ræddu við segir hann hafa búið bæði í Dartmouth og Portapique. Árásarmaðurinn vann við gerð falskra tanna.AP/Andrew Vaughan Fyrsta útkallið barst frá Portapique. Þar fundust nokkur lík. Skömmu seinna sáu íbúar eld þar skammt frá. Við það bættist annar eldur lengra frá ogsá þriðji enn fjær. Eins og áður hefur komið fram var leið Wortman löng. Svo virðist sem hann hafi farið inn á heimili fólks og skotið það til bana og kveikt í húsunum. Hann var að endingu felldur í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð frá vettvangi fyrstu árásarinnar. Það var við eina stærstu hraðbraut Nova Scotia. Nánar tiltekið á bensínstöð í bænum Enfield, 35 kílómetra norður af Halifax.
Kanada Tengdar fréttir Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40 Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Sextán látnir eftir skotárásina í Kanada Sextán létust í skotárás í Nova Scotia um helgina eftir að árásarmaður hóf skothríð á nokkrum stöðum í fylkinu. 20. apríl 2020 07:40
Lögreglukona á meðal yfir tíu látinna í Portapique Á meðal þeirra sem létust í skotárás í smábænum Portapique í Kanada síðustu nótt var lögreglukonan Heidi Stevenson. 19. apríl 2020 21:18