Þjóðverjar virðast standa öðrum framar í baráttunni gegn Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 09:59 Þjóðverjar geta framkvæmt hálfa milljón prófa á viku. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsund próf á viku og Ítalar gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. AP/Hendrik Schmidt Þýskir vísindamenn hófu undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar um leið og þeir heyrðu af veirunni í Wuhan í Kína. Strax um miðjan janúar höfðu vísindamenn þróað próf til að greina veiruna og voru tilbúnir til að hefja framleiðslu þess, um svipað leyti og fyrsta smitið greindist þar. Þessi undirbúningur og öflugt heilbrigðiskerfi með nægum gjörgæsluplássum virðist hafa gefið Þjóðverjum áhrifamikið forskot gegn veirunni, sé mið tekið af nágrannalöndum þeirra. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, þá er samanburðurinn nokkuð merkilegur. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en 775 hafa dáið, sem er mun minna en í nágrannalöndum Þýskalands. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið. Á Spáni, 96 þúsund og 8.464. Í Frakklandi 53 þúsund og 3.523 og í Bretlandi hafa rúmlega 25 þúsund greinst með veiruna og 1.789 hafa dáið. Í öllum þessum ríkjum hafa hlutfallslega mun fleiri dáið en í Þýskalandi. Jafnvel þó færri hafi greinst með veiruna eins og í Frakklandi og Bretlandi. Geta gert 500 þúsund próf á viku Mögulega liggja margar ástæður þar að baki en eins og bent er á í frétt AP, þá sögðu sérfræðingar tiltölulega snemma að sú umfangsmikla skimun sem hefur átt sér stað í Þýskalandi hafi hjálpað Þjóðverjum mjög mikið. Christian Drosten, sem leiðir teymi lækna sem þróaði fyrsta prófið við kórónuveirunni í Þýskalandi, segir mikið til í því að prófin hjálpi. Hann áætlar að Þjóðverjar geti framkvæmt allt að hálfa milljón prófa á viku. Ofan á það var ákveðið snemma að prófin yrðu framkvæmd fólki að kostnaðarlausu og var gott aðgengi að þeim. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsunda prófa á viku og Ítalir gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en einunigs 775 hafa dáið. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið.AP/Peter Steffen Mikill munur á fjölda gjörgæsluplássa Heilbrigðiskerfi Ítalíu hefur kiknað undan álaginu vegna faraldursins og þess fjölda sjúklinga sem hafa þurft að leita sér aðhlynningar. Það er talið hafa ýtt undir fjölda látinna. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) eru um 8,6 gjörgæslupláss á hverja hundrað þúsund íbúa á Ítalíu. Í Þýskalandi eru aftur á móti 33,9 pláss á hverja hundrað þúsund íbúa. Það samsvarar um 28 þúsund plássum en Þjóðverjar vilja þó tvöfalda það. Forsvarsmenn baráttunnar gegn veirunni í Þýskalandi segjast vel undirbúnir fyrir ástandið. Þá hafa Þjóðverjar tekið við tugum sjúklinga frá Ítalíu og Frakklandi. Segja Þjóðverja sýna skeytingarleysi Borgar- og héraðsstjórar í norðurhluta Ítalíu keyptu í gær heilsíðu auglýsingu í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Í auglýsingunni kölluðu þeir eftir hjálp frá Þýskalandi, eins og ríkinu var hjálpað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt frétt Reuters þykir þetta til marks um reiði Ítala sem segja Þýskaland sýna skeytingarleysi gagnvart efnahagsvandræðum Ítalíu. Einnig var skotið á Holland, sem Ítalir segja vera skattaskjól. Níu ríki Evrópusambandsins, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Spánn, kölluðu í síðustu viku eftir sameiginlegum aðgerðum til að hjálpa við enduruppbyggingu hagkerfa eftir faraldurinn. Forsvarsmenn Þýskalands, Hollands, Finnlands og Austurríkis settu sig á móti hugmyndinni. Þessi ríki hafa í gegnum tíðina verið á móti því að deila skuldum verr staddra hagkerfa Evrópusambandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Ítalía Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Þýskir vísindamenn hófu undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar um leið og þeir heyrðu af veirunni í Wuhan í Kína. Strax um miðjan janúar höfðu vísindamenn þróað próf til að greina veiruna og voru tilbúnir til að hefja framleiðslu þess, um svipað leyti og fyrsta smitið greindist þar. Þessi undirbúningur og öflugt heilbrigðiskerfi með nægum gjörgæsluplássum virðist hafa gefið Þjóðverjum áhrifamikið forskot gegn veirunni, sé mið tekið af nágrannalöndum þeirra. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar, þá er samanburðurinn nokkuð merkilegur. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en 775 hafa dáið, sem er mun minna en í nágrannalöndum Þýskalands. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið. Á Spáni, 96 þúsund og 8.464. Í Frakklandi 53 þúsund og 3.523 og í Bretlandi hafa rúmlega 25 þúsund greinst með veiruna og 1.789 hafa dáið. Í öllum þessum ríkjum hafa hlutfallslega mun fleiri dáið en í Þýskalandi. Jafnvel þó færri hafi greinst með veiruna eins og í Frakklandi og Bretlandi. Geta gert 500 þúsund próf á viku Mögulega liggja margar ástæður þar að baki en eins og bent er á í frétt AP, þá sögðu sérfræðingar tiltölulega snemma að sú umfangsmikla skimun sem hefur átt sér stað í Þýskalandi hafi hjálpað Þjóðverjum mjög mikið. Christian Drosten, sem leiðir teymi lækna sem þróaði fyrsta prófið við kórónuveirunni í Þýskalandi, segir mikið til í því að prófin hjálpi. Hann áætlar að Þjóðverjar geti framkvæmt allt að hálfa milljón prófa á viku. Ofan á það var ákveðið snemma að prófin yrðu framkvæmd fólki að kostnaðarlausu og var gott aðgengi að þeim. Spánverjar framkvæma á milli 105 og 140 þúsunda prófa á viku og Ítalir gerðu um 200 þúsund próf síðastliðna viku, sem er umtalsverð aukning miðað við vikurnar á undan. Í Þýskalandi hafa tæplega 72 þúsund manns greinst með veiruna en einunigs 775 hafa dáið. Á Ítalíu hafa tæplega 106 þúsund greinst með veiruna og 12.428 hafa dáið.AP/Peter Steffen Mikill munur á fjölda gjörgæsluplássa Heilbrigðiskerfi Ítalíu hefur kiknað undan álaginu vegna faraldursins og þess fjölda sjúklinga sem hafa þurft að leita sér aðhlynningar. Það er talið hafa ýtt undir fjölda látinna. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) eru um 8,6 gjörgæslupláss á hverja hundrað þúsund íbúa á Ítalíu. Í Þýskalandi eru aftur á móti 33,9 pláss á hverja hundrað þúsund íbúa. Það samsvarar um 28 þúsund plássum en Þjóðverjar vilja þó tvöfalda það. Forsvarsmenn baráttunnar gegn veirunni í Þýskalandi segjast vel undirbúnir fyrir ástandið. Þá hafa Þjóðverjar tekið við tugum sjúklinga frá Ítalíu og Frakklandi. Segja Þjóðverja sýna skeytingarleysi Borgar- og héraðsstjórar í norðurhluta Ítalíu keyptu í gær heilsíðu auglýsingu í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Í auglýsingunni kölluðu þeir eftir hjálp frá Þýskalandi, eins og ríkinu var hjálpað í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Samkvæmt frétt Reuters þykir þetta til marks um reiði Ítala sem segja Þýskaland sýna skeytingarleysi gagnvart efnahagsvandræðum Ítalíu. Einnig var skotið á Holland, sem Ítalir segja vera skattaskjól. Níu ríki Evrópusambandsins, þar á meðal Ítalía, Frakkland og Spánn, kölluðu í síðustu viku eftir sameiginlegum aðgerðum til að hjálpa við enduruppbyggingu hagkerfa eftir faraldurinn. Forsvarsmenn Þýskalands, Hollands, Finnlands og Austurríkis settu sig á móti hugmyndinni. Þessi ríki hafa í gegnum tíðina verið á móti því að deila skuldum verr staddra hagkerfa Evrópusambandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Ítalía Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira