Getur Fylkir blandað sér í toppbaráttuna í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 15:00 Tekst Fylki að blanda sér í toppbaráttu Pepsi Max deildarinnar í sumar? Vísir/Daníel Kemur Fylkir á óvart í Pepsi Max deild kvenna í sumar? Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið geti hafist af fullum krafti hér heima fyrir þá er spennan mikil. Það var farið í saumana á því nýverið hvort „nýi skólinn“ gæti stuggað við þeim „gamla“ í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Nú er spurningin hvað gerist kvennamegin en Fylkisstúlkur virðast til alls líklegar. Allavega ef eitthvað er að marka veturinn, sem reynist reyndar oft ekki vera. Á síðustu leiktíð voru Íslandsmeistarar Vals og Breiðablik sér á báti í Pepsi Max deild kvenna. Fóru þau taplaus í gegnum tímabilið og gerðu jafntefli í báðum sínum leikjum en það sem felldi Blika var markalaust jafntefli gegn Þór/KA í Kópavogi. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning Íslands, lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk og þar með ljóst að Valur mætir ekki með jafn sterkt lið til leiks næsta sumar enda Margrét Lára einn albesti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Ef miða má við úrslit vetrarins, sem þó hafa oftar en ekki ekkert að segja um útkomu sumarsins, þá má reikna með að Fylkir láti að sér kveða þegar deildin fer loks af stað. Liðið endaði í 6. sæti á síðustu leiktíð og árið þar áður voru þær í 1. deild. Þá misstu þær einn sinn sterkasta leikmann, Ídu Marín Hermannsdóttur, til Vals í vetur en það hefur ekki komið að sök. Fylkir vann alla sjö mótsleiki sína á undirbúningstímabilinu og urðu þar með Reykjavíkurmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt mark í þeim leikjum. Þær skoruðu hins vegar 22 mörk. Cecilía Rán Rúnarsdóttur á eflaust sinn þátt í því. Þessi ungi og efnilegi markvörður er fædd árið 2003 en var sem áður í lykilhlutverki hjá Fylki á síðustu leiktíð. Að kalla hana efnilega er í raun hálfgerð móðgun þar sem hún er nú þegar mögulega besti markvörður Pepsi Max deildarinnar. Sjá einnig: Cecilía bætir met Þóru í dag Stefanía Ragnarsdóttir kom á láni frá Val á síðustu leiktíð en skipti alfarið yfir í vetur. Skoraði hún fimm mörk fyrir Fylki í vetur. Þar á eftir komu þær Marija Radojicic og Bryndís Arna Níelsdóttir með þrjú mör hvor. Þurfa Fylkis konur að fylla upp í markafjölda Ídu Marínar sem skoraði sjö deildarmörk síðasta sumar. Topplið Breiðabliks og Vals eru þó enn ógnarsterk og fóru Blikar til að mynda tauplausir í gegnum veturinn. Þá hefur KR verið að styrkja sig og geta Katrín Ásbjörnsdóttir og Katrín Ómarsdóttir veitt öllum liðum deildarinnar skráveifu. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Kemur Fylkir á óvart í Pepsi Max deild kvenna í sumar? Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið geti hafist af fullum krafti hér heima fyrir þá er spennan mikil. Það var farið í saumana á því nýverið hvort „nýi skólinn“ gæti stuggað við þeim „gamla“ í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Nú er spurningin hvað gerist kvennamegin en Fylkisstúlkur virðast til alls líklegar. Allavega ef eitthvað er að marka veturinn, sem reynist reyndar oft ekki vera. Á síðustu leiktíð voru Íslandsmeistarar Vals og Breiðablik sér á báti í Pepsi Max deild kvenna. Fóru þau taplaus í gegnum tímabilið og gerðu jafntefli í báðum sínum leikjum en það sem felldi Blika var markalaust jafntefli gegn Þór/KA í Kópavogi. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning Íslands, lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk og þar með ljóst að Valur mætir ekki með jafn sterkt lið til leiks næsta sumar enda Margrét Lára einn albesti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Ef miða má við úrslit vetrarins, sem þó hafa oftar en ekki ekkert að segja um útkomu sumarsins, þá má reikna með að Fylkir láti að sér kveða þegar deildin fer loks af stað. Liðið endaði í 6. sæti á síðustu leiktíð og árið þar áður voru þær í 1. deild. Þá misstu þær einn sinn sterkasta leikmann, Ídu Marín Hermannsdóttur, til Vals í vetur en það hefur ekki komið að sök. Fylkir vann alla sjö mótsleiki sína á undirbúningstímabilinu og urðu þar með Reykjavíkurmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt mark í þeim leikjum. Þær skoruðu hins vegar 22 mörk. Cecilía Rán Rúnarsdóttur á eflaust sinn þátt í því. Þessi ungi og efnilegi markvörður er fædd árið 2003 en var sem áður í lykilhlutverki hjá Fylki á síðustu leiktíð. Að kalla hana efnilega er í raun hálfgerð móðgun þar sem hún er nú þegar mögulega besti markvörður Pepsi Max deildarinnar. Sjá einnig: Cecilía bætir met Þóru í dag Stefanía Ragnarsdóttir kom á láni frá Val á síðustu leiktíð en skipti alfarið yfir í vetur. Skoraði hún fimm mörk fyrir Fylki í vetur. Þar á eftir komu þær Marija Radojicic og Bryndís Arna Níelsdóttir með þrjú mör hvor. Þurfa Fylkis konur að fylla upp í markafjölda Ídu Marínar sem skoraði sjö deildarmörk síðasta sumar. Topplið Breiðabliks og Vals eru þó enn ógnarsterk og fóru Blikar til að mynda tauplausir í gegnum veturinn. Þá hefur KR verið að styrkja sig og geta Katrín Ásbjörnsdóttir og Katrín Ómarsdóttir veitt öllum liðum deildarinnar skráveifu.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira