Áform um endurræsingu hagkerfisins velta ekki á ónæmi þeirra sem hefur batnað Andri Eysteinsson skrifar 25. apríl 2020 23:41 Justin Trudeau á ráðstefnu í München fyrr á árinu. Getty/Anadolu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar, velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. Frá þessu greindi Trudeau á fundi sínum í kanadísku höfuðborginni Ottawa í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í gær út yfirlýsingu þar sem ítrekað var að ekki hafi verið fullsannað að ekki væri hægt að smitast að nýju af kórónuveirunni sem getur valdið Covid-19 sjúkdómnum. Fara með gát þangað til að staðfest svör berast Varaði stofnunin þá við útgáfu sérstakra ónæmisvottorða til þeirra sem hefur batnað af sýkingunni. Á fundi sínum sagði Trudeau að aðgerðirnar byggjust á því að fólk viðhéldi þeim reglum sem settar hafa verið til sóttvarna. Það er útfærsla á reglunni sem hér á landi er miðuð við tveggja metra fjarlægð milli manna og á notkun hlífðarbúnaðar innan um fólk. „Ónæmi er eitthvað sem við þurfum að fá skýrari svör um. Þangað til að það er ljóst verðum við að fara með gát,“ sagði Trudeau í dag. Yfir 44.000 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Kanada og hafa yfir 2.350 manns látist af völdum veirunnar þar í landi. Reuters greinir frá því að um 80% tilfella hafi greinst í fjölmennustu héruðunum Quebec og Ontario. Í héruðunum er að finna stórborgir á borð við Ottawa og Toronto í Ontario og Montreal og Quebec-borg í Quebec. Héruð aflétta eftir sínu höfði Eitthvað hefur borið á fámennum mótmælum fyrir utan þinghús Ontario og þess krafist að takmörkunum yrði aflétt. Hefur ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagt mótmælin einkennast af tillitsleysi og sýni óábyrgð. Takmörkunum hefur verið aflétt að einhverju leyti í héraðinu Nýju-Brúnsvík og áformað er að opna í Saskatchewan eftir mánaðamót. Trudeau hefur fundað með ríkisstjórunum og verður afléttingu takmarkana háttað eftir því hvernig faraldurinn þróast í hverju ríki fyrir sig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar, velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. Frá þessu greindi Trudeau á fundi sínum í kanadísku höfuðborginni Ottawa í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í gær út yfirlýsingu þar sem ítrekað var að ekki hafi verið fullsannað að ekki væri hægt að smitast að nýju af kórónuveirunni sem getur valdið Covid-19 sjúkdómnum. Fara með gát þangað til að staðfest svör berast Varaði stofnunin þá við útgáfu sérstakra ónæmisvottorða til þeirra sem hefur batnað af sýkingunni. Á fundi sínum sagði Trudeau að aðgerðirnar byggjust á því að fólk viðhéldi þeim reglum sem settar hafa verið til sóttvarna. Það er útfærsla á reglunni sem hér á landi er miðuð við tveggja metra fjarlægð milli manna og á notkun hlífðarbúnaðar innan um fólk. „Ónæmi er eitthvað sem við þurfum að fá skýrari svör um. Þangað til að það er ljóst verðum við að fara með gát,“ sagði Trudeau í dag. Yfir 44.000 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Kanada og hafa yfir 2.350 manns látist af völdum veirunnar þar í landi. Reuters greinir frá því að um 80% tilfella hafi greinst í fjölmennustu héruðunum Quebec og Ontario. Í héruðunum er að finna stórborgir á borð við Ottawa og Toronto í Ontario og Montreal og Quebec-borg í Quebec. Héruð aflétta eftir sínu höfði Eitthvað hefur borið á fámennum mótmælum fyrir utan þinghús Ontario og þess krafist að takmörkunum yrði aflétt. Hefur ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagt mótmælin einkennast af tillitsleysi og sýni óábyrgð. Takmörkunum hefur verið aflétt að einhverju leyti í héraðinu Nýju-Brúnsvík og áformað er að opna í Saskatchewan eftir mánaðamót. Trudeau hefur fundað með ríkisstjórunum og verður afléttingu takmarkana háttað eftir því hvernig faraldurinn þróast í hverju ríki fyrir sig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira