Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 23:41 Herlögregla á vegum efnahagsráðuneytis Ítalíu sinnir nú eftirliti með því hvort þeir sem ferðast á milli ítalskra héraða hafi tilskilda pappíra sem sanna að ferðir viðkomandi séu af mikilvægum toga. Vísir/EPA Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt að þann 4. maí næstkomandi muni afléttingar takmarkana hefjast. Það er sami dagur og slakað verður á samkomubanninu hérlendis. Á Ítalíu munu almenningsgarðar opna þennan dag, en skólar verða áfram lokaðir fram í september. Þá verður fólki leyft að ferðast óáreitt um sín heimahéruð, en áfram verður óheimilt að ferðast á milli héraða. Ítölum hefur verið gert að halda sig heima, eða í það minnsta mjög nálægt heimilum sínum, frá 9. mars síðastliðnum. Eins verður fólki leyft að heimsækja ættingja sína í smáum hópum og með grímur. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.Vísir/EPA Þann 4. maí munu jarðarfarir þar sem gestir eru 15 eða færri geta farið fram. Íþróttafólk mun geta æft að nýju, og leyfilegt verður að iðka íþróttir víðar en í og við heimili sitt. Þá munu krár og veitingastaðir opna aftur, en eingöngu verður þó hægt að sækja mat og annan varning þangað og taka með sér. Conte forsætisráðherra hefur þó ítrekað að áfram verði að virða fjarlægðartakmarkanir milli fólks, og að áfram yrði óheimilt að koma saman í messu. Á Ítalíu er fólk hvatt til að halda minnst eins metra bili á milli sín, en eins og flestir Íslendingar ættu að vita er almennt talað um „tveggja metra regluna“ hér á landi. Að lokum sagði Conte þetta: „Ef við virðum ekki varúðarráðstafanir mun kúrvan leita upp, dauðsföllum mun fjölga og við munum vinna óafturkræfan skaða á hagkerfi okkar.“ Ef þið elskið Ítalíu, haldið þá ykkar fjarlægð. Af ríkjum heimsins hefur Ítalía komið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, í það minnsta ef marka má opinberar tölur. Ríkið hefur staðfest þriðja hæsta fjölda smitaðra einstaklinga í heiminum, eða rúmlega 197 þúsund tilfelli. Aðeins Spánn og Bandaríkin hafa staðfest fleiri smit. Þá hafa 26.644 dauðsföll af völdum Covid-19 verið staðfest á Ítalíu, þar af 260 síðasta sólarhringinn. Svo fá hafa Covid-dauðsföllin þar í landi ekki verið síðan 14. mars síðastliðinn. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt að þann 4. maí næstkomandi muni afléttingar takmarkana hefjast. Það er sami dagur og slakað verður á samkomubanninu hérlendis. Á Ítalíu munu almenningsgarðar opna þennan dag, en skólar verða áfram lokaðir fram í september. Þá verður fólki leyft að ferðast óáreitt um sín heimahéruð, en áfram verður óheimilt að ferðast á milli héraða. Ítölum hefur verið gert að halda sig heima, eða í það minnsta mjög nálægt heimilum sínum, frá 9. mars síðastliðnum. Eins verður fólki leyft að heimsækja ættingja sína í smáum hópum og með grímur. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.Vísir/EPA Þann 4. maí munu jarðarfarir þar sem gestir eru 15 eða færri geta farið fram. Íþróttafólk mun geta æft að nýju, og leyfilegt verður að iðka íþróttir víðar en í og við heimili sitt. Þá munu krár og veitingastaðir opna aftur, en eingöngu verður þó hægt að sækja mat og annan varning þangað og taka með sér. Conte forsætisráðherra hefur þó ítrekað að áfram verði að virða fjarlægðartakmarkanir milli fólks, og að áfram yrði óheimilt að koma saman í messu. Á Ítalíu er fólk hvatt til að halda minnst eins metra bili á milli sín, en eins og flestir Íslendingar ættu að vita er almennt talað um „tveggja metra regluna“ hér á landi. Að lokum sagði Conte þetta: „Ef við virðum ekki varúðarráðstafanir mun kúrvan leita upp, dauðsföllum mun fjölga og við munum vinna óafturkræfan skaða á hagkerfi okkar.“ Ef þið elskið Ítalíu, haldið þá ykkar fjarlægð. Af ríkjum heimsins hefur Ítalía komið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, í það minnsta ef marka má opinberar tölur. Ríkið hefur staðfest þriðja hæsta fjölda smitaðra einstaklinga í heiminum, eða rúmlega 197 þúsund tilfelli. Aðeins Spánn og Bandaríkin hafa staðfest fleiri smit. Þá hafa 26.644 dauðsföll af völdum Covid-19 verið staðfest á Ítalíu, þar af 260 síðasta sólarhringinn. Svo fá hafa Covid-dauðsföllin þar í landi ekki verið síðan 14. mars síðastliðinn.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira